Þyrlur og björgunarskip hafa verið send á staðinn, en talsmaður Equinor segist ekki telja nauðsynlegt á þessu stigi máls að rýma pallinn.
Norska ríkisolíufyrirtækið Equinor, áður Statoil, segir í tilkynningu að alls séu 120 manns á pallinum.
Borpallurinn nefnist Snorre B og er að finna um 150 kílómetrum frá Florø. Pallurinn var tekinn í gagnið árið 2001.