Afleiðingar heimilisofbeldis Teitur Guðmundsson skrifar 2. maí 2019 07:00 Sá sem býr við ofbeldi, hverju nafni sem það kann að nefnast, er líklegur til að finna fyrir einkennum þessa vegna. Það getur stundum komið fram löngu síðar, og einnig í þá veru að það sitji í viðkomandi og hann þurfi mikla aðstoð til að komast yfir það. Það má segja að við tengjum auðveldlega við líkamlegt ofbeldi þar sem það er iðulega vel sýnilegt ef áverkar eru fyrir hendi. Mar, blæðing, brot eða jafnvel verulegar limlestingar fara almennt ekki fram hjá neinum. Kynferðislegt ofbeldi er andstyggilegt og oftsinnis lengi dulið. Andlegt ofbeldi og lítillækkun getur verið erfitt að greina. Sálrænar afleiðingar ofbeldis vara iðulega mikið lengur en marið er að hverfa. Þeir sem búa við heimilisofbeldi geta verið bæði karlar og konur og auðvitað börnin líka sem fara ekki varhluta af því sem fram fer á heimili þeirra. Fyrir utan hið augljósa er það vanlíðan og aukið spennustig sem myndar óöryggi, skapar svefntruflun, skapgerðarbreytingar og ýmislegt fleira. Þessu fylgir iðulega kvíði og ræsing streitukerfisins yfir lengri tíma getur veikt mótstöðuafl okkar líkt og við þekkjum af álagstímabilum og slíkt getur skapað jarðveg fyrir sjúkdóma af ýmsum toga og þar á meðal krabbamein. Það að lifa í ótta við aðstæður í sínu nánasta umhverfi er skemmandi. Oft fylgir þessu mikil skömm og yfirhylming sem gerir vandamálið enn verra og sá sem beitir ofbeldinu getur styrkst á sama tíma þar sem hann eða hún er ekki stöðvuð. Við þekkjum þær sögur kvenna sem þurfa að flýja heimilið með börnin vegna ofbeldis. Þegar um er að ræða börn er málið sérstaklega viðkvæmt og þau kunna ekki að segja frá með sama hætti og sá fullorðni. Þá kemur til þess að meta breytt hegðunarmynstur, jafnvel að átta sig á minniháttar áverkum sem koma reglulega upp. Þeir sem starfa við umönnun og í heilbrigðisþjónustu eru sérþjálfaðir í því að átta sig á þeim teiknum sem eiga að vekja athygli þeirra og kalla fram frekara mat. Stundum koma þessi atriði fram fyrir tilviljun til dæmis við röntgenmynd þar sem eru greinilega sýnilegir áverkar á beini án þess að það sé saga um brot svo dæmi séu tekin, húðblæðingar og marblettir sem eru misgamlir og á stöðum þar sem maður fær sjaldnar marbletti líkt og á báðum upphandeggjum samtímis og þannig mætti lengi telja. Líka er mikilvægt að átta sig á kynferðislegu ofbeldi en þar geta komið fram margvísleg einkenni sem í fyrstu væru ekki talin vera afleiðing af ofbeldi eða áföllum. Slík einkenni geta verið breyting á hægðavenjum og tregða, að barn sem var orðið þurrt byrji aftur að væta rúmið, líðan sé flöt og ánægjulaus, mynstur breytist í nærveru ákveðinna aðila. Það er ekki nóg að fagaðilar séu meðvitaðir, þeim heyrir reyndar til ákveðin tilkynningaskylda. Það verða allir að vera á vaktinni og taka til sinna ráða til að reyna að stemmu stigu við og helst stöðva ofbeldi hverju nafni sem það nefnist.Höfundur er læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Heilbrigðismál Teitur Guðmundsson Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Sá sem býr við ofbeldi, hverju nafni sem það kann að nefnast, er líklegur til að finna fyrir einkennum þessa vegna. Það getur stundum komið fram löngu síðar, og einnig í þá veru að það sitji í viðkomandi og hann þurfi mikla aðstoð til að komast yfir það. Það má segja að við tengjum auðveldlega við líkamlegt ofbeldi þar sem það er iðulega vel sýnilegt ef áverkar eru fyrir hendi. Mar, blæðing, brot eða jafnvel verulegar limlestingar fara almennt ekki fram hjá neinum. Kynferðislegt ofbeldi er andstyggilegt og oftsinnis lengi dulið. Andlegt ofbeldi og lítillækkun getur verið erfitt að greina. Sálrænar afleiðingar ofbeldis vara iðulega mikið lengur en marið er að hverfa. Þeir sem búa við heimilisofbeldi geta verið bæði karlar og konur og auðvitað börnin líka sem fara ekki varhluta af því sem fram fer á heimili þeirra. Fyrir utan hið augljósa er það vanlíðan og aukið spennustig sem myndar óöryggi, skapar svefntruflun, skapgerðarbreytingar og ýmislegt fleira. Þessu fylgir iðulega kvíði og ræsing streitukerfisins yfir lengri tíma getur veikt mótstöðuafl okkar líkt og við þekkjum af álagstímabilum og slíkt getur skapað jarðveg fyrir sjúkdóma af ýmsum toga og þar á meðal krabbamein. Það að lifa í ótta við aðstæður í sínu nánasta umhverfi er skemmandi. Oft fylgir þessu mikil skömm og yfirhylming sem gerir vandamálið enn verra og sá sem beitir ofbeldinu getur styrkst á sama tíma þar sem hann eða hún er ekki stöðvuð. Við þekkjum þær sögur kvenna sem þurfa að flýja heimilið með börnin vegna ofbeldis. Þegar um er að ræða börn er málið sérstaklega viðkvæmt og þau kunna ekki að segja frá með sama hætti og sá fullorðni. Þá kemur til þess að meta breytt hegðunarmynstur, jafnvel að átta sig á minniháttar áverkum sem koma reglulega upp. Þeir sem starfa við umönnun og í heilbrigðisþjónustu eru sérþjálfaðir í því að átta sig á þeim teiknum sem eiga að vekja athygli þeirra og kalla fram frekara mat. Stundum koma þessi atriði fram fyrir tilviljun til dæmis við röntgenmynd þar sem eru greinilega sýnilegir áverkar á beini án þess að það sé saga um brot svo dæmi séu tekin, húðblæðingar og marblettir sem eru misgamlir og á stöðum þar sem maður fær sjaldnar marbletti líkt og á báðum upphandeggjum samtímis og þannig mætti lengi telja. Líka er mikilvægt að átta sig á kynferðislegu ofbeldi en þar geta komið fram margvísleg einkenni sem í fyrstu væru ekki talin vera afleiðing af ofbeldi eða áföllum. Slík einkenni geta verið breyting á hægðavenjum og tregða, að barn sem var orðið þurrt byrji aftur að væta rúmið, líðan sé flöt og ánægjulaus, mynstur breytist í nærveru ákveðinna aðila. Það er ekki nóg að fagaðilar séu meðvitaðir, þeim heyrir reyndar til ákveðin tilkynningaskylda. Það verða allir að vera á vaktinni og taka til sinna ráða til að reyna að stemmu stigu við og helst stöðva ofbeldi hverju nafni sem það nefnist.Höfundur er læknir
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun