Gamlar plötur vandi í Vaðlaheiðargöngum Sveinn Arnarsson skrifar 2. maí 2019 06:00 Frá opnun Vaðlaheiðarganga. Fréttablaðið/Auðunn Vaðlaheiðargöng hafa lent í nokkrum erfiðleikum frá því göngin voru opnuð með að rukka einstaklinga sem keyra um á bílum með gömlu svörtu númeraplötunum. Myndavélakerfið í göngunum ræður illa við þær. Einnig hefur borið nokkuð á númerslausum bílum sem aka í gegnum göngin. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir hinar gömlu númeraplötur vera nokkuð öðruvísi og því sé nokkuð erfitt fyrir kerfið að lesa af þeim. Sjálfvirkt greiðslukerfi er í göngunum sem tekur myndir af númeraplötum bifreiða og les af þeim.Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. „Gömlu plöturnar eru öðruvísi að því leyti til að endurskinið af þeim er ekki það sama. Því er erfiðara fyrir hugbúnaðinn að lesa af þeim. Eftir sem áður er öllum skylt að greiða í göngin. Ég get hins vegar ekki ábyrgst að þeir sem eru á gömlu númerunum og hafa fyrirframgreitt 100 ferðir, að allar ferðirnar þeirra telji inn í kerfið okkar,“ segir Valgeir. Valgeir segir að stjórnendur ganganna sjái ef bílar eru að fara í gegnum göngin án þess að komast inn í greiðslufyrirkomulagið. Þá geta þeir gripið til þeirra ráða að skoða öryggismyndavélar sem eru fjölmargar í göngunum. „Við getum því lesið af þeim þannig ef eitthvað misjafnt á sér stað. Greiðslufyrirkomulag sem þetta er að finna víðsvegar í veröldinni og norskir aðilar komu að þessari framkvæmd. Valgeir segir að þessir norsku aðilar hafi sýnt forsvarsmönnum Vaðlaheiðarganga að nokkuð sé um að menn reyni að komast fram hjá greiðslum í svoleiðis göng. „Það er alltaf þannig að einhver hópur reynir að komast hjá greiðslu. Til að mynda hefur eitthvað, en hlutfallslega mjög lítið, verið um að númeraplötur séu ekki til staðar framan á bílum. Þetta er ekki séríslenskur veruleiki. Norsku aðilarnir sýndu okkur hins vegar myndir af ökumanni sem stöðvaði bifreiðina áður en farið var inn í göngin, fór úr bolnum og breiddi yfir númeraplötuna og ók ber að ofan í gegnum göngin. Við höfum ekki séð slíkt hér,“ segir Valgeir í léttum tón. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Vaðlaheiðargöng Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Vaðlaheiðargöng hafa lent í nokkrum erfiðleikum frá því göngin voru opnuð með að rukka einstaklinga sem keyra um á bílum með gömlu svörtu númeraplötunum. Myndavélakerfið í göngunum ræður illa við þær. Einnig hefur borið nokkuð á númerslausum bílum sem aka í gegnum göngin. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir hinar gömlu númeraplötur vera nokkuð öðruvísi og því sé nokkuð erfitt fyrir kerfið að lesa af þeim. Sjálfvirkt greiðslukerfi er í göngunum sem tekur myndir af númeraplötum bifreiða og les af þeim.Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. „Gömlu plöturnar eru öðruvísi að því leyti til að endurskinið af þeim er ekki það sama. Því er erfiðara fyrir hugbúnaðinn að lesa af þeim. Eftir sem áður er öllum skylt að greiða í göngin. Ég get hins vegar ekki ábyrgst að þeir sem eru á gömlu númerunum og hafa fyrirframgreitt 100 ferðir, að allar ferðirnar þeirra telji inn í kerfið okkar,“ segir Valgeir. Valgeir segir að stjórnendur ganganna sjái ef bílar eru að fara í gegnum göngin án þess að komast inn í greiðslufyrirkomulagið. Þá geta þeir gripið til þeirra ráða að skoða öryggismyndavélar sem eru fjölmargar í göngunum. „Við getum því lesið af þeim þannig ef eitthvað misjafnt á sér stað. Greiðslufyrirkomulag sem þetta er að finna víðsvegar í veröldinni og norskir aðilar komu að þessari framkvæmd. Valgeir segir að þessir norsku aðilar hafi sýnt forsvarsmönnum Vaðlaheiðarganga að nokkuð sé um að menn reyni að komast fram hjá greiðslum í svoleiðis göng. „Það er alltaf þannig að einhver hópur reynir að komast hjá greiðslu. Til að mynda hefur eitthvað, en hlutfallslega mjög lítið, verið um að númeraplötur séu ekki til staðar framan á bílum. Þetta er ekki séríslenskur veruleiki. Norsku aðilarnir sýndu okkur hins vegar myndir af ökumanni sem stöðvaði bifreiðina áður en farið var inn í göngin, fór úr bolnum og breiddi yfir númeraplötuna og ók ber að ofan í gegnum göngin. Við höfum ekki séð slíkt hér,“ segir Valgeir í léttum tón.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Vaðlaheiðargöng Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira