Ráðherra stóðst prófið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. maí 2019 20:00 Frá og með deginum í dag þurfa allir viðskiptavinir bílaleigunnar Hertz við Flugvallaveg að kynna sér fræðsluefni og taka stutt próf áður en þeir fá afhenta lyklana. Vísir/Elín Ekki er útilokað að allir viðskipavinir bílaleiga verði skyldaðir til að ljúka ítarlegri umferðarfræðslu áður en þeir fá afhenta lykla að bílaleigubíl. Markmið tilraunaverkefnis sem ýtt var úr vör í dag er að bæta hegðun ökumanna og fækka óhöppum. Ferðamálaráðherra stóðst prófið. Verkefnið er unnið af Safetravel í samstarfi við bílaleiguna Hertz en frá og með deginum í dag þurfa allir viðskiptavinir bílaleigunnar við Flugvallaveg að kynna sér fræðsluefni og taka stutt próf áður en þeir fá afhenta lyklana. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra var fyrst til að gangast undir prófið. „Ég gerði það, með glæsibrag. Það hefði nú verið verra ef ég hefði ekki komist í gegnum þetta próf,“ segði Þórdís Kolbrún. Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir verkefnið hafa verið í undirbúningi í nokkurn tíma en það hafi sýnt sig að fræðsluátök í samstarfi við ferðaþjónustuna hafi gefið góða raun. „Það er verið að spyrja um hvernig ætlar þú að bregðast við í ákveðnum aðstæðum og fá fólk til að hugsa um inn í hvernig umhverfi það er að koma hérna á Ísland. Því að ég held að það sé nokkuð ljóst að fæstir gesta okkar sem koma hingað að keyra þekkja endilega aðstæðurnar,“ segir Smári. Hann kveðst vona að fleiri bílaleigur taki þátt og láti sína viðskiptavini undirgangast fræðslu, jafnvel að það verði lögboðin skylda. Ráðherra segir það ekki útilokað. „Það er algjörlega eitthvað sem kemur til greina og ég auðvitað fagna því sérstaklega þegar greinin sjálf, í samvinnu við Landsbjörg, ákveður að taka af skarið og gera þetta og þetta eru auðvitað hagsmunir okkar allra,“ segir Þórdís. „Vonandi munu aðrar bílaleigur taka þetta upp og á einhverjum tímapunkti verði þetta bara sjálfsagður partur af því að leigja sér bíl.“ Hendrik Berndsen, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Hertz, kveðst ekki hafa áhyggjur þótt afgreiðslan muni ganga hægar fyrir sig. „Við þurfum að upplýsa okkar ferðamenn um vegi og hætturnar í umferðinni,“ segir Hendrik. Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Ekki er útilokað að allir viðskipavinir bílaleiga verði skyldaðir til að ljúka ítarlegri umferðarfræðslu áður en þeir fá afhenta lykla að bílaleigubíl. Markmið tilraunaverkefnis sem ýtt var úr vör í dag er að bæta hegðun ökumanna og fækka óhöppum. Ferðamálaráðherra stóðst prófið. Verkefnið er unnið af Safetravel í samstarfi við bílaleiguna Hertz en frá og með deginum í dag þurfa allir viðskiptavinir bílaleigunnar við Flugvallaveg að kynna sér fræðsluefni og taka stutt próf áður en þeir fá afhenta lyklana. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra var fyrst til að gangast undir prófið. „Ég gerði það, með glæsibrag. Það hefði nú verið verra ef ég hefði ekki komist í gegnum þetta próf,“ segði Þórdís Kolbrún. Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir verkefnið hafa verið í undirbúningi í nokkurn tíma en það hafi sýnt sig að fræðsluátök í samstarfi við ferðaþjónustuna hafi gefið góða raun. „Það er verið að spyrja um hvernig ætlar þú að bregðast við í ákveðnum aðstæðum og fá fólk til að hugsa um inn í hvernig umhverfi það er að koma hérna á Ísland. Því að ég held að það sé nokkuð ljóst að fæstir gesta okkar sem koma hingað að keyra þekkja endilega aðstæðurnar,“ segir Smári. Hann kveðst vona að fleiri bílaleigur taki þátt og láti sína viðskiptavini undirgangast fræðslu, jafnvel að það verði lögboðin skylda. Ráðherra segir það ekki útilokað. „Það er algjörlega eitthvað sem kemur til greina og ég auðvitað fagna því sérstaklega þegar greinin sjálf, í samvinnu við Landsbjörg, ákveður að taka af skarið og gera þetta og þetta eru auðvitað hagsmunir okkar allra,“ segir Þórdís. „Vonandi munu aðrar bílaleigur taka þetta upp og á einhverjum tímapunkti verði þetta bara sjálfsagður partur af því að leigja sér bíl.“ Hendrik Berndsen, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Hertz, kveðst ekki hafa áhyggjur þótt afgreiðslan muni ganga hægar fyrir sig. „Við þurfum að upplýsa okkar ferðamenn um vegi og hætturnar í umferðinni,“ segir Hendrik.
Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira