Bjarni vill skilgreina betur rétt sjúklinga Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2019 17:49 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að skilgreina réttindi sjúklinga til þjónustu betur í lögum burt séð frá því hvort þeir fái þjónustuna hjá opinberum heilbrigðisstofnunum eða einkaaðilum. Formaður Viðreisnar segir að lina þurfi strax þjáningar þeirra sem bíði aðgerða. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, marga þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem nú þrýstu á samninga við sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki hafa hafnað tillögu Viðreisnar um 200 milljóna framlag til Sjúkratryggingar Íslands á meðan ríkisstjórnin væri að koma sér saman um heilbrigðisáætlun og stefnu. „En fólkið á biðlistunum getur ekki beðið lengur. Þeirra þjáningum verður að linna. Við vitum að það eru biðlistar á biðlista ofan. Þetta leysist ekki nema allar hendur verið settar og dregnar upp á dekk,“ sagði Þorgerður Katrín.Rekstrarformið ætti ekki að skipta máli í þessu samhengi. Hægt væri að sinna opinberri þjónustu bæði af opinberum aðilum og einkaaðilum. Hún spurði fjármálaráðherra hvort hann muni beita sér fyrir því að Sjúkratryggingar gætu að minnsta kosti samið tímabundið við sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki. „Til þess að koma til móts við að leysa þessa biðlista sem eru ekki hvað síst í liðskiptaaðgerðum. Til þess að Sjúkratryggingar fái þá heimild til að semja við sjálfstætt starfandi aðila,“ sagði formaður Viðreisnar. Nauðsyn að auka skilvirkni Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði nauðsynlegt að auka skilvirkni í heilbrigðiskerfinu og fækka á biðlistum. Málið væri flókið úrlausnar. „Við erum með ákveðið ástand á Landsspítalanum sem tengist síðan aftur uppbyggingu hjúkrunarrýma í landinu. Ég vil gerast talsmaður þess að við reynum að skilgreina betur réttinn sem felst í sjúkratryggingum og horfa meira á heilbrigðiskerfið út frá rétti sjúkninganna og festa okkur minna í hvar lausnirnar verða til,“ sagði Bjarni. Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra bíður úttektar áður en ákvörðun verður tekin um nýtt biðlistaátak Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að. 25. apríl 2019 19:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að skilgreina réttindi sjúklinga til þjónustu betur í lögum burt séð frá því hvort þeir fái þjónustuna hjá opinberum heilbrigðisstofnunum eða einkaaðilum. Formaður Viðreisnar segir að lina þurfi strax þjáningar þeirra sem bíði aðgerða. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, marga þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem nú þrýstu á samninga við sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki hafa hafnað tillögu Viðreisnar um 200 milljóna framlag til Sjúkratryggingar Íslands á meðan ríkisstjórnin væri að koma sér saman um heilbrigðisáætlun og stefnu. „En fólkið á biðlistunum getur ekki beðið lengur. Þeirra þjáningum verður að linna. Við vitum að það eru biðlistar á biðlista ofan. Þetta leysist ekki nema allar hendur verið settar og dregnar upp á dekk,“ sagði Þorgerður Katrín.Rekstrarformið ætti ekki að skipta máli í þessu samhengi. Hægt væri að sinna opinberri þjónustu bæði af opinberum aðilum og einkaaðilum. Hún spurði fjármálaráðherra hvort hann muni beita sér fyrir því að Sjúkratryggingar gætu að minnsta kosti samið tímabundið við sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki. „Til þess að koma til móts við að leysa þessa biðlista sem eru ekki hvað síst í liðskiptaaðgerðum. Til þess að Sjúkratryggingar fái þá heimild til að semja við sjálfstætt starfandi aðila,“ sagði formaður Viðreisnar. Nauðsyn að auka skilvirkni Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði nauðsynlegt að auka skilvirkni í heilbrigðiskerfinu og fækka á biðlistum. Málið væri flókið úrlausnar. „Við erum með ákveðið ástand á Landsspítalanum sem tengist síðan aftur uppbyggingu hjúkrunarrýma í landinu. Ég vil gerast talsmaður þess að við reynum að skilgreina betur réttinn sem felst í sjúkratryggingum og horfa meira á heilbrigðiskerfið út frá rétti sjúkninganna og festa okkur minna í hvar lausnirnar verða til,“ sagði Bjarni.
Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra bíður úttektar áður en ákvörðun verður tekin um nýtt biðlistaátak Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að. 25. apríl 2019 19:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Heilbrigðisráðherra bíður úttektar áður en ákvörðun verður tekin um nýtt biðlistaátak Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að. 25. apríl 2019 19:00