Enginn vafi að Secret Solstice fer fram í júní Ari Brynjólfsson skrifar 3. maí 2019 08:00 Fjöldi mætti á Secret Solstice í fyrra. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir gæsluna í ár verða betri en í Leifsstöð. Fréttablaðið/ÞÓrsteinn Sigurðsson „Það hefur aldrei leikið neinn vafi á því að Secret Solstice mun fara fram í Laugardalnum í lok júní,“ segir Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. Nokkur óvissa hefur verið um afdrif hátíðarinnar vegna kröfu borgarinnar um að nýir eigendur greiði skuld fyrri eigenda upp á 10 milljónir, sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, að ef skuldin verði ekki greidd muni hátíðin ekki fara fram. „Samtalið hófst við Reykjavíkurborg síðasta haust, við fengum þau skilaboð frá borgaryfirvöldum í september að við mættum fara af stað með miðasölu ásamt skilyrðum borgarinnar. Í nóvember var fyrsta útgáfa af samningnum tilbúin. Nú er verið að klára nokkur formsatriði og verður gengið frá samningum á næsta fundi hjá borgarráði,“ segir Víkingur. „Þetta tekur allt sinn tíma. Við værum ekki að auglýsa hátíðina nema við vissum að hún færi fram.“Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs.Þórdís Lóa vildi lítið tjá sig um málið. Málefni tónlistarhátíðarinnar voru ekki rædd á fundi borgarráðs í gær. „Við erum búin að vera í viðræðum og þær hafa bara gengið vel. Þegar þeim viðræðum lýkur þá munum við leggja málið fyrir í borgarráði.“ Guðrún B. Ágústsdóttir, fjölskylduráðgjafi hjá Foreldrahúsi, segir foreldra barna í vímuefnaneyslu hafa miklar áhyggjur af hátíðinni. „Þessir foreldrar eiga allir eitt kvíðaefni sameiginlegt, það er Secret Solstice. “ Hún segist ekki geta sagt nákvæmlega hvers vegna Secret Solstice sker sig úr. „Einhverra hluta vegna virðist vera meira um vímuefnanotkun unglinga þarna. Það er auðveldara fyrir þau að komast inn á svæðið. Það er stutt fyrir þau að fara, þetta er inni í Reykjavík,“ segir Guðrún. „Og einhverra hluta vegna tekst þeim ekki að halda nógu vel utan um eftirlitið. Börnum hefur verið hleypt þarna inn og þau getað keypt vímuefni.“ Víkingur segir allt gert til þess að stuðla að forvörnum og að lögum og reglum sé fylgt. „Gæslan okkar er betri en í Leifsstöð. Einnig verður forvarnarstarfið í ár unnið náið með Reykjavíkurborg. Aðeins 11% af íbúum við Laugardalinn hafa eitthvað við hljómstyrk tónlistarinnar að athuga. Mikill áhugi hefur verið frá íbúum Laugardals fyrir sérstökum „nágrannamiðum“ sem segir okkur að flestir eru ánægðir.“ Hlustað sé á allar athugasemdir og búið sé að koma til móts við allar sem hægt er og núna í ár verði gengið enn harðar til verks. „Við verðum með sérstök áfengisarmbönd, þau eiga að tryggja að enginn undir 20 ára geti verslað á barnum. Svo verða mismunandi armbönd fyrir hvern dag til að gera fólki erfiðara fyrir að fá armband frá þriðja aðila.“ Reykjavík Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Secret Solstice í biðstöðu í borgarráði fram yfir páska Mál tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var ekki tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag og mun ráðið því ekki fjalla um málið fyrr en eftir páskafrí. 11. apríl 2019 14:42 Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48 Til skoðunar að halda Secret Solstice í Ölfusi Viðræður eru hafnar á milli stjórnenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og rekstraraðila Fákasels á Ingolfshvolium að tónlistarhátíðin verði mögulega haldin þar í sumar. 10. apríl 2019 17:30 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
„Það hefur aldrei leikið neinn vafi á því að Secret Solstice mun fara fram í Laugardalnum í lok júní,“ segir Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. Nokkur óvissa hefur verið um afdrif hátíðarinnar vegna kröfu borgarinnar um að nýir eigendur greiði skuld fyrri eigenda upp á 10 milljónir, sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, að ef skuldin verði ekki greidd muni hátíðin ekki fara fram. „Samtalið hófst við Reykjavíkurborg síðasta haust, við fengum þau skilaboð frá borgaryfirvöldum í september að við mættum fara af stað með miðasölu ásamt skilyrðum borgarinnar. Í nóvember var fyrsta útgáfa af samningnum tilbúin. Nú er verið að klára nokkur formsatriði og verður gengið frá samningum á næsta fundi hjá borgarráði,“ segir Víkingur. „Þetta tekur allt sinn tíma. Við værum ekki að auglýsa hátíðina nema við vissum að hún færi fram.“Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs.Þórdís Lóa vildi lítið tjá sig um málið. Málefni tónlistarhátíðarinnar voru ekki rædd á fundi borgarráðs í gær. „Við erum búin að vera í viðræðum og þær hafa bara gengið vel. Þegar þeim viðræðum lýkur þá munum við leggja málið fyrir í borgarráði.“ Guðrún B. Ágústsdóttir, fjölskylduráðgjafi hjá Foreldrahúsi, segir foreldra barna í vímuefnaneyslu hafa miklar áhyggjur af hátíðinni. „Þessir foreldrar eiga allir eitt kvíðaefni sameiginlegt, það er Secret Solstice. “ Hún segist ekki geta sagt nákvæmlega hvers vegna Secret Solstice sker sig úr. „Einhverra hluta vegna virðist vera meira um vímuefnanotkun unglinga þarna. Það er auðveldara fyrir þau að komast inn á svæðið. Það er stutt fyrir þau að fara, þetta er inni í Reykjavík,“ segir Guðrún. „Og einhverra hluta vegna tekst þeim ekki að halda nógu vel utan um eftirlitið. Börnum hefur verið hleypt þarna inn og þau getað keypt vímuefni.“ Víkingur segir allt gert til þess að stuðla að forvörnum og að lögum og reglum sé fylgt. „Gæslan okkar er betri en í Leifsstöð. Einnig verður forvarnarstarfið í ár unnið náið með Reykjavíkurborg. Aðeins 11% af íbúum við Laugardalinn hafa eitthvað við hljómstyrk tónlistarinnar að athuga. Mikill áhugi hefur verið frá íbúum Laugardals fyrir sérstökum „nágrannamiðum“ sem segir okkur að flestir eru ánægðir.“ Hlustað sé á allar athugasemdir og búið sé að koma til móts við allar sem hægt er og núna í ár verði gengið enn harðar til verks. „Við verðum með sérstök áfengisarmbönd, þau eiga að tryggja að enginn undir 20 ára geti verslað á barnum. Svo verða mismunandi armbönd fyrir hvern dag til að gera fólki erfiðara fyrir að fá armband frá þriðja aðila.“
Reykjavík Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Secret Solstice í biðstöðu í borgarráði fram yfir páska Mál tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var ekki tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag og mun ráðið því ekki fjalla um málið fyrr en eftir páskafrí. 11. apríl 2019 14:42 Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48 Til skoðunar að halda Secret Solstice í Ölfusi Viðræður eru hafnar á milli stjórnenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og rekstraraðila Fákasels á Ingolfshvolium að tónlistarhátíðin verði mögulega haldin þar í sumar. 10. apríl 2019 17:30 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Secret Solstice í biðstöðu í borgarráði fram yfir páska Mál tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var ekki tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag og mun ráðið því ekki fjalla um málið fyrr en eftir páskafrí. 11. apríl 2019 14:42
Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48
Til skoðunar að halda Secret Solstice í Ölfusi Viðræður eru hafnar á milli stjórnenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og rekstraraðila Fákasels á Ingolfshvolium að tónlistarhátíðin verði mögulega haldin þar í sumar. 10. apríl 2019 17:30