Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Andri Eysteinsson skrifar 3. maí 2019 22:03 Jóhann Helgason í Hljóðrita þar sem Söknuður var tekinn upp. Fréttablaðið/Eyþór Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans „Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. Lögmennirnir krefjast frávísunar málsins en settu einnig fram efasemdir um að Jóhann hafi samið lagið Söknuð sem kom út á Íslandi árið 1977. Jóhann ræddi við þáttastjórnendur Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þetta er ekkert nýtt, að Danny Boy sé „amma“ beggja laga. Við erum ekki að kaupa það en það eru alltaf tvö sjónarmið sem bítast á í svona málum,“ segir Jóhann og hafnar því að lagið sé byggt á írska þjóðlaginu. „Það hvarflaði aldrei að mér Danny Boy þegar ég samdi þetta lag, það hefur aldrei nefnt, hvorki fyrr né síðar og við komum af fjöllum þegar Danny Boy var nefnt,“ sagði Jóhann. „Þið getið gert „test“ með því að annars vegar syngja enska textann við Söknuð og hins vegar syngja með Danny Boy. Sungið með Söknuð er þetta sama lagið en sungið með Danny boy er það enn þá Danny boy,“ segir Jóhann. Höfundur lagsins You Raise Me Up, Rolf Løvland, dvaldi á Íslandi stuttu áður en að lag hans kom út árið 2002 í flutningi Secret Garden. Jóhann segir að Løvland hafi komist í kynni við lagið á kasettu sem hann fékk gefna auk þess sem að lagið var notað í flugvélum Icelandair á þessum tíma og því hafi hann ekki getað komist hjá því að heyra lagið. Jóhann sagði að lögin Söknuður og You Raise Me Up hafi verið metin tónfræðilega og við þá greiningu hafi komið fram að lögin eru líkari hvoru öðru heldur en Danny Boy. „Það má segja að öll lög séu búin til úr öðrum lögum, það er eins og að segja, öll skáldverk heims eru í orðabókinni. Það er bara spurning hvernig þú setur tengingarnar saman, ég taldi mig hafa gert það upp á nýtt en hann hafi ekki gert það,“ segir Jóhann. Höfundaréttur Jóhann Helgason gegn Universal Reykjavík síðdegis Tónlist Tengdar fréttir Tekist á um eitt mest selda lag allra tíma Helstu útgáfurisar eru meðal þeirra sem Jóhann Helgason stefnir fyrir dóm í Los Angeles í Bandaríkjunum. 30. nóvember 2018 06:15 Warner og Universal hafna fullyrðingum Jóhanns Helgasonar í LA Lögmenn lögmannsstofunnar Loeb & Loeb í Bandaríkjunum, sem gætir hagsmuna fjögurra fyrirtækja sem stefnt er í höfundarréttarmáli Jóhanns Helgasonar, hafa skilað sinni fyrstu greinargerð í málinu til alríkisdómstólsins í Los Angeles. 19. febrúar 2019 07:30 Engin viðbrögð fást frá Løvland og Universal "MJÖG líkt“ You Raise Me up, segir vefurinn tmz.com um lagið Söknuð. Hvorki fást viðbrögð frá Rolf Løvland né Universal eftir málshöfðun Jóhanns Helgasonar. 1. desember 2018 07:15 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans „Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. Lögmennirnir krefjast frávísunar málsins en settu einnig fram efasemdir um að Jóhann hafi samið lagið Söknuð sem kom út á Íslandi árið 1977. Jóhann ræddi við þáttastjórnendur Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þetta er ekkert nýtt, að Danny Boy sé „amma“ beggja laga. Við erum ekki að kaupa það en það eru alltaf tvö sjónarmið sem bítast á í svona málum,“ segir Jóhann og hafnar því að lagið sé byggt á írska þjóðlaginu. „Það hvarflaði aldrei að mér Danny Boy þegar ég samdi þetta lag, það hefur aldrei nefnt, hvorki fyrr né síðar og við komum af fjöllum þegar Danny Boy var nefnt,“ sagði Jóhann. „Þið getið gert „test“ með því að annars vegar syngja enska textann við Söknuð og hins vegar syngja með Danny Boy. Sungið með Söknuð er þetta sama lagið en sungið með Danny boy er það enn þá Danny boy,“ segir Jóhann. Höfundur lagsins You Raise Me Up, Rolf Løvland, dvaldi á Íslandi stuttu áður en að lag hans kom út árið 2002 í flutningi Secret Garden. Jóhann segir að Løvland hafi komist í kynni við lagið á kasettu sem hann fékk gefna auk þess sem að lagið var notað í flugvélum Icelandair á þessum tíma og því hafi hann ekki getað komist hjá því að heyra lagið. Jóhann sagði að lögin Söknuður og You Raise Me Up hafi verið metin tónfræðilega og við þá greiningu hafi komið fram að lögin eru líkari hvoru öðru heldur en Danny Boy. „Það má segja að öll lög séu búin til úr öðrum lögum, það er eins og að segja, öll skáldverk heims eru í orðabókinni. Það er bara spurning hvernig þú setur tengingarnar saman, ég taldi mig hafa gert það upp á nýtt en hann hafi ekki gert það,“ segir Jóhann.
Höfundaréttur Jóhann Helgason gegn Universal Reykjavík síðdegis Tónlist Tengdar fréttir Tekist á um eitt mest selda lag allra tíma Helstu útgáfurisar eru meðal þeirra sem Jóhann Helgason stefnir fyrir dóm í Los Angeles í Bandaríkjunum. 30. nóvember 2018 06:15 Warner og Universal hafna fullyrðingum Jóhanns Helgasonar í LA Lögmenn lögmannsstofunnar Loeb & Loeb í Bandaríkjunum, sem gætir hagsmuna fjögurra fyrirtækja sem stefnt er í höfundarréttarmáli Jóhanns Helgasonar, hafa skilað sinni fyrstu greinargerð í málinu til alríkisdómstólsins í Los Angeles. 19. febrúar 2019 07:30 Engin viðbrögð fást frá Løvland og Universal "MJÖG líkt“ You Raise Me up, segir vefurinn tmz.com um lagið Söknuð. Hvorki fást viðbrögð frá Rolf Løvland né Universal eftir málshöfðun Jóhanns Helgasonar. 1. desember 2018 07:15 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Tekist á um eitt mest selda lag allra tíma Helstu útgáfurisar eru meðal þeirra sem Jóhann Helgason stefnir fyrir dóm í Los Angeles í Bandaríkjunum. 30. nóvember 2018 06:15
Warner og Universal hafna fullyrðingum Jóhanns Helgasonar í LA Lögmenn lögmannsstofunnar Loeb & Loeb í Bandaríkjunum, sem gætir hagsmuna fjögurra fyrirtækja sem stefnt er í höfundarréttarmáli Jóhanns Helgasonar, hafa skilað sinni fyrstu greinargerð í málinu til alríkisdómstólsins í Los Angeles. 19. febrúar 2019 07:30
Engin viðbrögð fást frá Løvland og Universal "MJÖG líkt“ You Raise Me up, segir vefurinn tmz.com um lagið Söknuð. Hvorki fást viðbrögð frá Rolf Løvland né Universal eftir málshöfðun Jóhanns Helgasonar. 1. desember 2018 07:15