Hæg norðan átt en 8-13 m/s austast á landinu fram á kvöld. Skýjað að mestu um norðanvert landið og skúrir og él til fjalla, í fyrstu á Norður-og Austurlandi en úrkomulítið nálægt hádegi og hiti víða 2-8 stig.
Norðanlands rofar til en Austfirðingar mega þó gera ráð fyrir því að frost fari í tveggja stafa tölu í nótt.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:Norðaustan 8-15 m/s, hvassast NV-til. Skýjað að mestu og stöku él norðanlands en skúrir syðra. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast á Vesturlandi.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðan- og norðaustanátt, víða 5-10 m/s. Skýjað og dálítil él á norðanverðu landinu en þurrt og bjart syðra. Hiti 0 til 7 stig, mildast á Suðurlandi og víða næturfrost.
Á föstudag og laugardag:
Útilit fyrir áframhaldandi norðlægar áttir með skúrum eða dálitlum éljum en bjartviðri SV-til og svölu veðri.