Saman til sjálfbærni á norðurslóðum Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 6. maí 2019 07:00 Á morgun renna upp tímamót á sviði norðurslóðasamvinnunnar þegar Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu til næstu tveggja ára. Fullyrða má að hlutverk ráðsins hafi aldrei verið brýnna en nú og athygli á málefnum norðurslóða aldrei meiri samfara hlýnun loftslags og sviptinga í alþjóðastjórnmálum. Undir yfirskriftinni „Saman til sjálfbærni á norðurslóðum“ leggur Ísland áherslu á sjálfbæra þróun í efnahagslegu, umhverfislegu og félagslegu tilliti og beinir sjónum sérstaklega að málefnum hafsins, loftslagsmálum og grænum orkulausnum, svo og fólkinu á norðurslóðum. Á vettvangi Norðurskautsráðsins hefur um árabil verið unnið mikilvægt starf við að meta ástand hafsins. Við munum lyfta málefnum hafsins í okkar formennskutíð og beina sérstaklega kastljósinu að plastmengun í norðurhöfum, sem og bláa hagkerfinu og nýsköpun sem til dæmis lýtur að fullnýtingu sjávarafurða. Ummerki um loftslagsbreytingar eru hvergi jafn sýnileg og á norðurslóðum þar sem hitastigið hefur hækkað tvöfalt meira en heimsmeðaltalið. Um leið hækkar sjávarhitinn, hafís minnkar og jöklar hopa. Í formennskutíð Íslands verður lögð áhersla á vöktun og greiningu og unnið að hagkvæmum lausnum til orkuskipta í litlum og afskekktum samfélögum samhliða áframhaldandi vinnu við að draga úr losun skammlífra mengunarefna. Síðast en ekki síst verður að styðja við sjálfbæra efnahagsþróun á norðurslóðum í þágu þeirra fjögurra milljóna sem búa á svæðinu. Grípa þarf tækifæri sem felast í tækniþróun og bættum samgöngum til að styrkja nýsköpun og fjölbreytta atvinnuvegi. Á formennskutímanum heldur Ísland enn fremur áfram að leiða verkefni um jafnrétti kynjanna á norðurslóðum. Framundan eru ærnar áskoranir sem ekki verður tekist á við nema með samvinnu og sjálfbærni að leiðarljósi. Á þessum stefjum byggist formennska Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Norðurslóðir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Á morgun renna upp tímamót á sviði norðurslóðasamvinnunnar þegar Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu til næstu tveggja ára. Fullyrða má að hlutverk ráðsins hafi aldrei verið brýnna en nú og athygli á málefnum norðurslóða aldrei meiri samfara hlýnun loftslags og sviptinga í alþjóðastjórnmálum. Undir yfirskriftinni „Saman til sjálfbærni á norðurslóðum“ leggur Ísland áherslu á sjálfbæra þróun í efnahagslegu, umhverfislegu og félagslegu tilliti og beinir sjónum sérstaklega að málefnum hafsins, loftslagsmálum og grænum orkulausnum, svo og fólkinu á norðurslóðum. Á vettvangi Norðurskautsráðsins hefur um árabil verið unnið mikilvægt starf við að meta ástand hafsins. Við munum lyfta málefnum hafsins í okkar formennskutíð og beina sérstaklega kastljósinu að plastmengun í norðurhöfum, sem og bláa hagkerfinu og nýsköpun sem til dæmis lýtur að fullnýtingu sjávarafurða. Ummerki um loftslagsbreytingar eru hvergi jafn sýnileg og á norðurslóðum þar sem hitastigið hefur hækkað tvöfalt meira en heimsmeðaltalið. Um leið hækkar sjávarhitinn, hafís minnkar og jöklar hopa. Í formennskutíð Íslands verður lögð áhersla á vöktun og greiningu og unnið að hagkvæmum lausnum til orkuskipta í litlum og afskekktum samfélögum samhliða áframhaldandi vinnu við að draga úr losun skammlífra mengunarefna. Síðast en ekki síst verður að styðja við sjálfbæra efnahagsþróun á norðurslóðum í þágu þeirra fjögurra milljóna sem búa á svæðinu. Grípa þarf tækifæri sem felast í tækniþróun og bættum samgöngum til að styrkja nýsköpun og fjölbreytta atvinnuvegi. Á formennskutímanum heldur Ísland enn fremur áfram að leiða verkefni um jafnrétti kynjanna á norðurslóðum. Framundan eru ærnar áskoranir sem ekki verður tekist á við nema með samvinnu og sjálfbærni að leiðarljósi. Á þessum stefjum byggist formennska Íslands.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun