Aftur lagði bakarinn Ikea vegna ógreiddrar yfirvinnu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2019 15:12 Bakarinn starfaði í verslun Ikea í Garðabæ Fréttablaðið/Ernir Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ, hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,7 milljónir króna í yfirvinnu. Bakarinn hafði áður lagt Ikea fyrir Héraðsdómi Reykjaness en Miklatorg áfrýjaði málinu til Landsréttar.Deilan snerist um það að bakarinn taldi sig hafa unnið umfram umsamdan vinnutíma en ekki fengið greidd laun vegna þess. Hóf hann störf hjá Ikea árið 2012. Í ráðningarsamningi mannsins var ákvæði þess eðlis að heildarvinnustundir í mánuði væru 184 að meðaltali yfir árið og miðuðust launin við það. Samið var um að bakarinn fengið að taka yfirvinnutíma út með fríi þegar tækifæri gafst.Eftir að bakarinn hætti störfum hjá Ikea gerði hann kröfu um að fá greiddar 2,3 milljónir í ógreidda yfirvinnu og orlof að frádregnum 599.905 krónur sem Ikea hafði greitt honum, m.a. vegna „mikillar yv.“ líkt og komið hafi fram á launaseðli mannsins. Nam launakrafa bakarans því 1,8 milljónum auk 149 þúsund króna í orlof.Fyrir dómi sagði maðurinn að erfitt hafi verið fyrir sig að taka frí þar sem ítrekað hafi verið hringt í hann og hann spurður „alls kyns spurninga varðandi starfið“ auk þess sem hann hefði verið beðinn um að koma aftur í vinnu þegar hann hafi verið í fríi. Fékk yfirvinnuna borgaða en ekki orlofið Fyrir dómi sagði mannauðsstjóri Ikea að rætt hafi verið um að ef vinna bakarans færi mikið yfir 184 tíma á mánuði fengi hann aukafrídaga eða einhverja kaupauka eða laun hans yrðu endurskoðuð. Þótti Landsrétti því ljóst að hvorki bakarinn né Miklatorg túlkuðu ráðningarsamning bakarans á þanng veg að hann ætti ekki rétt til greiðslu launa fyrir yfirvinnu ef hann ynni fleiri vinnustundir en 184 að meðaltali á mánuði á ársgrundvelli.1. september 2013 fékk bakarinn launahækkun umfram kjarasamningsbundnar launahækkanir auk aukagreiðslu í apríl og desember sama ár. Sagði bakarinn fyrir dómi að þessar launagreiðslur hefðu komið til vegna ánægju vinnuveitendans með störf hans og góðrar sölu en Miklatorgi tókst ekki að færa sönnu á það að þessar aukagreiðslur hefðu átt að mæta meiri yfirvinnu bakarans en reiknað hafði verið með.Féllst Landsréttur því á að bakarinn ætti rétt á því að fá greiðslu fyrir þær yfirvinnustundir umfram 184 tíma á mánuði sem hann krafðist, samtals um 1,7 milljónir króna. Dómurinn féllst þó ekki á kröfu mannins um að hann ætti rétt á að fá orlof greitt, 150 þúsund krónur, þar sem sú krafa hafi fallið niður sökum tómlætis.Þarf Miklatorg því að greiða manninum 1,7 milljónir króna vegna ógreiddar yfirvinnu. Þá þarf Miklatorg að greiða 1,8 milljónir í málskostnað vegna málsins. Dómsmál IKEA Tengdar fréttir Bakari lagði Ikea og fær yfirvinnuna greidda Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,9 milljónir í yfirvinnu og orlof. Bakarinn taldi sig hafa unnið umfram umsamda vinnutíma en ekki fengið greidda yfirvinnu vegna þess. 30. október 2017 22:16 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ, hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,7 milljónir króna í yfirvinnu. Bakarinn hafði áður lagt Ikea fyrir Héraðsdómi Reykjaness en Miklatorg áfrýjaði málinu til Landsréttar.Deilan snerist um það að bakarinn taldi sig hafa unnið umfram umsamdan vinnutíma en ekki fengið greidd laun vegna þess. Hóf hann störf hjá Ikea árið 2012. Í ráðningarsamningi mannsins var ákvæði þess eðlis að heildarvinnustundir í mánuði væru 184 að meðaltali yfir árið og miðuðust launin við það. Samið var um að bakarinn fengið að taka yfirvinnutíma út með fríi þegar tækifæri gafst.Eftir að bakarinn hætti störfum hjá Ikea gerði hann kröfu um að fá greiddar 2,3 milljónir í ógreidda yfirvinnu og orlof að frádregnum 599.905 krónur sem Ikea hafði greitt honum, m.a. vegna „mikillar yv.“ líkt og komið hafi fram á launaseðli mannsins. Nam launakrafa bakarans því 1,8 milljónum auk 149 þúsund króna í orlof.Fyrir dómi sagði maðurinn að erfitt hafi verið fyrir sig að taka frí þar sem ítrekað hafi verið hringt í hann og hann spurður „alls kyns spurninga varðandi starfið“ auk þess sem hann hefði verið beðinn um að koma aftur í vinnu þegar hann hafi verið í fríi. Fékk yfirvinnuna borgaða en ekki orlofið Fyrir dómi sagði mannauðsstjóri Ikea að rætt hafi verið um að ef vinna bakarans færi mikið yfir 184 tíma á mánuði fengi hann aukafrídaga eða einhverja kaupauka eða laun hans yrðu endurskoðuð. Þótti Landsrétti því ljóst að hvorki bakarinn né Miklatorg túlkuðu ráðningarsamning bakarans á þanng veg að hann ætti ekki rétt til greiðslu launa fyrir yfirvinnu ef hann ynni fleiri vinnustundir en 184 að meðaltali á mánuði á ársgrundvelli.1. september 2013 fékk bakarinn launahækkun umfram kjarasamningsbundnar launahækkanir auk aukagreiðslu í apríl og desember sama ár. Sagði bakarinn fyrir dómi að þessar launagreiðslur hefðu komið til vegna ánægju vinnuveitendans með störf hans og góðrar sölu en Miklatorgi tókst ekki að færa sönnu á það að þessar aukagreiðslur hefðu átt að mæta meiri yfirvinnu bakarans en reiknað hafði verið með.Féllst Landsréttur því á að bakarinn ætti rétt á því að fá greiðslu fyrir þær yfirvinnustundir umfram 184 tíma á mánuði sem hann krafðist, samtals um 1,7 milljónir króna. Dómurinn féllst þó ekki á kröfu mannins um að hann ætti rétt á að fá orlof greitt, 150 þúsund krónur, þar sem sú krafa hafi fallið niður sökum tómlætis.Þarf Miklatorg því að greiða manninum 1,7 milljónir króna vegna ógreiddar yfirvinnu. Þá þarf Miklatorg að greiða 1,8 milljónir í málskostnað vegna málsins.
Dómsmál IKEA Tengdar fréttir Bakari lagði Ikea og fær yfirvinnuna greidda Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,9 milljónir í yfirvinnu og orlof. Bakarinn taldi sig hafa unnið umfram umsamda vinnutíma en ekki fengið greidda yfirvinnu vegna þess. 30. október 2017 22:16 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Bakari lagði Ikea og fær yfirvinnuna greidda Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,9 milljónir í yfirvinnu og orlof. Bakarinn taldi sig hafa unnið umfram umsamda vinnutíma en ekki fengið greidda yfirvinnu vegna þess. 30. október 2017 22:16