Aftur lagði bakarinn Ikea vegna ógreiddrar yfirvinnu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2019 15:12 Bakarinn starfaði í verslun Ikea í Garðabæ Fréttablaðið/Ernir Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ, hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,7 milljónir króna í yfirvinnu. Bakarinn hafði áður lagt Ikea fyrir Héraðsdómi Reykjaness en Miklatorg áfrýjaði málinu til Landsréttar.Deilan snerist um það að bakarinn taldi sig hafa unnið umfram umsamdan vinnutíma en ekki fengið greidd laun vegna þess. Hóf hann störf hjá Ikea árið 2012. Í ráðningarsamningi mannsins var ákvæði þess eðlis að heildarvinnustundir í mánuði væru 184 að meðaltali yfir árið og miðuðust launin við það. Samið var um að bakarinn fengið að taka yfirvinnutíma út með fríi þegar tækifæri gafst.Eftir að bakarinn hætti störfum hjá Ikea gerði hann kröfu um að fá greiddar 2,3 milljónir í ógreidda yfirvinnu og orlof að frádregnum 599.905 krónur sem Ikea hafði greitt honum, m.a. vegna „mikillar yv.“ líkt og komið hafi fram á launaseðli mannsins. Nam launakrafa bakarans því 1,8 milljónum auk 149 þúsund króna í orlof.Fyrir dómi sagði maðurinn að erfitt hafi verið fyrir sig að taka frí þar sem ítrekað hafi verið hringt í hann og hann spurður „alls kyns spurninga varðandi starfið“ auk þess sem hann hefði verið beðinn um að koma aftur í vinnu þegar hann hafi verið í fríi. Fékk yfirvinnuna borgaða en ekki orlofið Fyrir dómi sagði mannauðsstjóri Ikea að rætt hafi verið um að ef vinna bakarans færi mikið yfir 184 tíma á mánuði fengi hann aukafrídaga eða einhverja kaupauka eða laun hans yrðu endurskoðuð. Þótti Landsrétti því ljóst að hvorki bakarinn né Miklatorg túlkuðu ráðningarsamning bakarans á þanng veg að hann ætti ekki rétt til greiðslu launa fyrir yfirvinnu ef hann ynni fleiri vinnustundir en 184 að meðaltali á mánuði á ársgrundvelli.1. september 2013 fékk bakarinn launahækkun umfram kjarasamningsbundnar launahækkanir auk aukagreiðslu í apríl og desember sama ár. Sagði bakarinn fyrir dómi að þessar launagreiðslur hefðu komið til vegna ánægju vinnuveitendans með störf hans og góðrar sölu en Miklatorgi tókst ekki að færa sönnu á það að þessar aukagreiðslur hefðu átt að mæta meiri yfirvinnu bakarans en reiknað hafði verið með.Féllst Landsréttur því á að bakarinn ætti rétt á því að fá greiðslu fyrir þær yfirvinnustundir umfram 184 tíma á mánuði sem hann krafðist, samtals um 1,7 milljónir króna. Dómurinn féllst þó ekki á kröfu mannins um að hann ætti rétt á að fá orlof greitt, 150 þúsund krónur, þar sem sú krafa hafi fallið niður sökum tómlætis.Þarf Miklatorg því að greiða manninum 1,7 milljónir króna vegna ógreiddar yfirvinnu. Þá þarf Miklatorg að greiða 1,8 milljónir í málskostnað vegna málsins. Dómsmál IKEA Tengdar fréttir Bakari lagði Ikea og fær yfirvinnuna greidda Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,9 milljónir í yfirvinnu og orlof. Bakarinn taldi sig hafa unnið umfram umsamda vinnutíma en ekki fengið greidda yfirvinnu vegna þess. 30. október 2017 22:16 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ, hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,7 milljónir króna í yfirvinnu. Bakarinn hafði áður lagt Ikea fyrir Héraðsdómi Reykjaness en Miklatorg áfrýjaði málinu til Landsréttar.Deilan snerist um það að bakarinn taldi sig hafa unnið umfram umsamdan vinnutíma en ekki fengið greidd laun vegna þess. Hóf hann störf hjá Ikea árið 2012. Í ráðningarsamningi mannsins var ákvæði þess eðlis að heildarvinnustundir í mánuði væru 184 að meðaltali yfir árið og miðuðust launin við það. Samið var um að bakarinn fengið að taka yfirvinnutíma út með fríi þegar tækifæri gafst.Eftir að bakarinn hætti störfum hjá Ikea gerði hann kröfu um að fá greiddar 2,3 milljónir í ógreidda yfirvinnu og orlof að frádregnum 599.905 krónur sem Ikea hafði greitt honum, m.a. vegna „mikillar yv.“ líkt og komið hafi fram á launaseðli mannsins. Nam launakrafa bakarans því 1,8 milljónum auk 149 þúsund króna í orlof.Fyrir dómi sagði maðurinn að erfitt hafi verið fyrir sig að taka frí þar sem ítrekað hafi verið hringt í hann og hann spurður „alls kyns spurninga varðandi starfið“ auk þess sem hann hefði verið beðinn um að koma aftur í vinnu þegar hann hafi verið í fríi. Fékk yfirvinnuna borgaða en ekki orlofið Fyrir dómi sagði mannauðsstjóri Ikea að rætt hafi verið um að ef vinna bakarans færi mikið yfir 184 tíma á mánuði fengi hann aukafrídaga eða einhverja kaupauka eða laun hans yrðu endurskoðuð. Þótti Landsrétti því ljóst að hvorki bakarinn né Miklatorg túlkuðu ráðningarsamning bakarans á þanng veg að hann ætti ekki rétt til greiðslu launa fyrir yfirvinnu ef hann ynni fleiri vinnustundir en 184 að meðaltali á mánuði á ársgrundvelli.1. september 2013 fékk bakarinn launahækkun umfram kjarasamningsbundnar launahækkanir auk aukagreiðslu í apríl og desember sama ár. Sagði bakarinn fyrir dómi að þessar launagreiðslur hefðu komið til vegna ánægju vinnuveitendans með störf hans og góðrar sölu en Miklatorgi tókst ekki að færa sönnu á það að þessar aukagreiðslur hefðu átt að mæta meiri yfirvinnu bakarans en reiknað hafði verið með.Féllst Landsréttur því á að bakarinn ætti rétt á því að fá greiðslu fyrir þær yfirvinnustundir umfram 184 tíma á mánuði sem hann krafðist, samtals um 1,7 milljónir króna. Dómurinn féllst þó ekki á kröfu mannins um að hann ætti rétt á að fá orlof greitt, 150 þúsund krónur, þar sem sú krafa hafi fallið niður sökum tómlætis.Þarf Miklatorg því að greiða manninum 1,7 milljónir króna vegna ógreiddar yfirvinnu. Þá þarf Miklatorg að greiða 1,8 milljónir í málskostnað vegna málsins.
Dómsmál IKEA Tengdar fréttir Bakari lagði Ikea og fær yfirvinnuna greidda Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,9 milljónir í yfirvinnu og orlof. Bakarinn taldi sig hafa unnið umfram umsamda vinnutíma en ekki fengið greidda yfirvinnu vegna þess. 30. október 2017 22:16 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Bakari lagði Ikea og fær yfirvinnuna greidda Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,9 milljónir í yfirvinnu og orlof. Bakarinn taldi sig hafa unnið umfram umsamda vinnutíma en ekki fengið greidda yfirvinnu vegna þess. 30. október 2017 22:16