Viljaleysi ríkisstjórnarinnar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar 6. maí 2019 15:52 Afi minn, eins og margir aðrir þolendur harðræðis af hálfu íslenskra yfirvalda, trúði því að á meðan lykilgerendur í ofbeldinu gegn honum væru enn á lífi myndi reynast útilokað að ná fram sannleika og réttlæti fyrir þær hörmungar sem hann þurfti að líða sem ungur maður. Síðastliðið haust, eftir úrskurð Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, afsökunarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, og stofnun nefndarum „sáttaumleitanir“ við aðila þeirra mála, var okkur aðstandendum afa, nafna míns Leifssonar, gefin smávægileg von um að þessi stund uppgjörs væri komin. Rúmu hálfu ári síðar er þó orðið óhætt að lýsa því yfir að sú von, og einnig kannski sýn afa á hægvirka framvindu sannleikans í samfélaginu okkar, hafi verið bjartsýn úr hófi. Rangnefni var það sannarlega að kalla þá nefnd sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur skipaði „sáttanefnd“. Slíkt heiti bæri með sér að við, hinir valdaminni brotaþolar ríkisins, fengjum hlustun, skilning og hjálp frá meðlimum nefndarinnar, og að þau myndu tala okkar máli gagnvart þeim sem ákvarðanir taka í samfélaginu. En þannig sá ég þessa nefnd raunar mánuðum saman.Ferlið Ég lagði mig fram, með stuðningi minnar fjölskyldu, við öflun gagna (t.d. úr sjúkra- og atvinnusögu afa) til þess að skapa viðræðufleti sem nefndinni hlyti að þykja viðeigandi fyrir hverskyns mat á orsökum og afleiðingum ranglátra fangelsana og rangra dóma á einstaklinginn. Við fjölskyldan vorum jafnframt reiðubúin að takast á um og hrekja þá fráleitu tilgátu sem m.a. settur ríkissaksóknari bauð upp á síðastliðin ár, að afi sjálfur bæri hluta ábyrgðarinnar á því hvernig fór fyrir honum í klóm réttarvörslukerfisins. Við lögðum líka til viðkvæm skjöl sem lýstu endurtekinni misnotkun tiltekinna embættismanna tengdum Guðmundar- og Geirfinnsmálum á persónu afa míns frá því hann var 16-17 ára. Þá buðum við fram okkar þekkingu og reynslu til að skilgreina mikilvæg hugtök á borð við pyntingar, og svona gæti ég lengi talið. Að lokum var hver einasta tillaga sem kom úr okkar horni hundsuð. Og aldrei var svo mikið sem leitast eftir viðtölum við fólkið sem gæti í hinum veigamestu þáttum útskýrt áhrif ríkisofbeldisins á manninn og hans nærumhverfi, svosem ömmu mína, ekkju Tryggva, eða bræður hans. Þrátt fyrir mikla biðlund okkar fólks fór það svo að nefndin vildi ekki eiga önnur samskipti en óformleg og aðeins við lögmenn málsaðila. Á útskúfun okkar fengum við enga skýringu. En allt fram að því að nefndin lagði undir lögmanninn okkar tillögu að bótum trúðum við því að sú tillaga myndi endurspegla ákveðna vinnu sem hlyti að hafa verið að eiga sér stað allan þennan tíma – því ekki var fólk að tala við okkur. Af fundinum kom lögmaðurinn svo með fáeinar tölur sem hann fékk að krota á lítinn seðil sér til minnis. Sýnist mér það boð hafa verið í samræmi við nýlegar fréttir um þær upphæðir sem ríkið hefur haft í „pottinum“ fyrir þetta mál, eins og blaðamaður Fréttablaðsins orðaði það svo óheppilega á dögunum. Fulltrúar stjórnvalda vildu bersýnilega ekki taka fyrir nema smáan hluti reynslunnar, í grunninn bara dagafjöldann sem hver maður var sviptur frelsinu. Útreikningur þeirra byggði víst á innlendu fordæmi, Vegasmálinu svokallaða, sem svipar ekki hið minnsta til þess máls sem hér um ræðir. Mestu máli skiptir að lítið sem ekkert tillit virðist hafa verið tekið til innihalds þeirra daga sem afi minn og aðrir þurftu að eyða undir því stöðuga sálræna og líkamlega leifturstríði sem fjölmörg gögn bera vitnisburð um að hafi átt sér stað í Síðumúlafangelsi svo mánuðum og árum skipti; ekki eitt einasta strik í reikninginn setti sú fyrirlitning sem opinberir starfsmenn sýndu ítrekað í málinu að þeir bæru í brjósti sér fyrir lífum og örlögum þessarra ungmenna, sem birtist í stanslausum niðurlægingum og niðurbroti.Spurningar Hvers vegna, spyr maður sig, er svona lítill vilji meðal stjórnvalda til að gera þetta mál hreinskilnislega upp? Í 45 ár hefur stefið verið á þann veg að æra þeirra sem brutu svo herfilega af sér í opinberu starfi hafi verið metin dýrmætari en æra einhvers „ógæfufólks“ sem varð fyrir hrottalegu ofbeldi af hálfu ríkisins. Á öllum stigum hefur kerfið varið sjálft sig og reynt að kæfa málið. Hversu meðvitað er ríkisstjórn Íslands nú að taka þátt í sambærilegri þöggun? Hvernig eigum við að túlka annað úr nýjustu vinnubrögðum hennar en að málstaður gerendanna sé óaðgreinanlegur frá málstaði stjórnvalda samtímans? Eða hvað nákvæmlega greinir þann yfirgang sem okkur hefur nú nýlegast verið sýndur frá þeim sem við höfum setið undir frá íslenskri embættismannastétt allt síðan afi minn var á táningsaldri? Við trúum ekki öðru en að íslenska þjóðin styðji okkur í áframhaldandi leit okkar að sannleika og réttlæti. Nú þarf Katrín Jakobsdóttir svo að ákveða hvort henni hugnist sá málstaður eða hvort hún vilji halda áfram að skýla raunverulegum gerendum þessa máls fram yfir gröf og dauða.Höfundur er barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tryggvi Rúnar Brynjarsson Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Afi minn, eins og margir aðrir þolendur harðræðis af hálfu íslenskra yfirvalda, trúði því að á meðan lykilgerendur í ofbeldinu gegn honum væru enn á lífi myndi reynast útilokað að ná fram sannleika og réttlæti fyrir þær hörmungar sem hann þurfti að líða sem ungur maður. Síðastliðið haust, eftir úrskurð Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, afsökunarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, og stofnun nefndarum „sáttaumleitanir“ við aðila þeirra mála, var okkur aðstandendum afa, nafna míns Leifssonar, gefin smávægileg von um að þessi stund uppgjörs væri komin. Rúmu hálfu ári síðar er þó orðið óhætt að lýsa því yfir að sú von, og einnig kannski sýn afa á hægvirka framvindu sannleikans í samfélaginu okkar, hafi verið bjartsýn úr hófi. Rangnefni var það sannarlega að kalla þá nefnd sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur skipaði „sáttanefnd“. Slíkt heiti bæri með sér að við, hinir valdaminni brotaþolar ríkisins, fengjum hlustun, skilning og hjálp frá meðlimum nefndarinnar, og að þau myndu tala okkar máli gagnvart þeim sem ákvarðanir taka í samfélaginu. En þannig sá ég þessa nefnd raunar mánuðum saman.Ferlið Ég lagði mig fram, með stuðningi minnar fjölskyldu, við öflun gagna (t.d. úr sjúkra- og atvinnusögu afa) til þess að skapa viðræðufleti sem nefndinni hlyti að þykja viðeigandi fyrir hverskyns mat á orsökum og afleiðingum ranglátra fangelsana og rangra dóma á einstaklinginn. Við fjölskyldan vorum jafnframt reiðubúin að takast á um og hrekja þá fráleitu tilgátu sem m.a. settur ríkissaksóknari bauð upp á síðastliðin ár, að afi sjálfur bæri hluta ábyrgðarinnar á því hvernig fór fyrir honum í klóm réttarvörslukerfisins. Við lögðum líka til viðkvæm skjöl sem lýstu endurtekinni misnotkun tiltekinna embættismanna tengdum Guðmundar- og Geirfinnsmálum á persónu afa míns frá því hann var 16-17 ára. Þá buðum við fram okkar þekkingu og reynslu til að skilgreina mikilvæg hugtök á borð við pyntingar, og svona gæti ég lengi talið. Að lokum var hver einasta tillaga sem kom úr okkar horni hundsuð. Og aldrei var svo mikið sem leitast eftir viðtölum við fólkið sem gæti í hinum veigamestu þáttum útskýrt áhrif ríkisofbeldisins á manninn og hans nærumhverfi, svosem ömmu mína, ekkju Tryggva, eða bræður hans. Þrátt fyrir mikla biðlund okkar fólks fór það svo að nefndin vildi ekki eiga önnur samskipti en óformleg og aðeins við lögmenn málsaðila. Á útskúfun okkar fengum við enga skýringu. En allt fram að því að nefndin lagði undir lögmanninn okkar tillögu að bótum trúðum við því að sú tillaga myndi endurspegla ákveðna vinnu sem hlyti að hafa verið að eiga sér stað allan þennan tíma – því ekki var fólk að tala við okkur. Af fundinum kom lögmaðurinn svo með fáeinar tölur sem hann fékk að krota á lítinn seðil sér til minnis. Sýnist mér það boð hafa verið í samræmi við nýlegar fréttir um þær upphæðir sem ríkið hefur haft í „pottinum“ fyrir þetta mál, eins og blaðamaður Fréttablaðsins orðaði það svo óheppilega á dögunum. Fulltrúar stjórnvalda vildu bersýnilega ekki taka fyrir nema smáan hluti reynslunnar, í grunninn bara dagafjöldann sem hver maður var sviptur frelsinu. Útreikningur þeirra byggði víst á innlendu fordæmi, Vegasmálinu svokallaða, sem svipar ekki hið minnsta til þess máls sem hér um ræðir. Mestu máli skiptir að lítið sem ekkert tillit virðist hafa verið tekið til innihalds þeirra daga sem afi minn og aðrir þurftu að eyða undir því stöðuga sálræna og líkamlega leifturstríði sem fjölmörg gögn bera vitnisburð um að hafi átt sér stað í Síðumúlafangelsi svo mánuðum og árum skipti; ekki eitt einasta strik í reikninginn setti sú fyrirlitning sem opinberir starfsmenn sýndu ítrekað í málinu að þeir bæru í brjósti sér fyrir lífum og örlögum þessarra ungmenna, sem birtist í stanslausum niðurlægingum og niðurbroti.Spurningar Hvers vegna, spyr maður sig, er svona lítill vilji meðal stjórnvalda til að gera þetta mál hreinskilnislega upp? Í 45 ár hefur stefið verið á þann veg að æra þeirra sem brutu svo herfilega af sér í opinberu starfi hafi verið metin dýrmætari en æra einhvers „ógæfufólks“ sem varð fyrir hrottalegu ofbeldi af hálfu ríkisins. Á öllum stigum hefur kerfið varið sjálft sig og reynt að kæfa málið. Hversu meðvitað er ríkisstjórn Íslands nú að taka þátt í sambærilegri þöggun? Hvernig eigum við að túlka annað úr nýjustu vinnubrögðum hennar en að málstaður gerendanna sé óaðgreinanlegur frá málstaði stjórnvalda samtímans? Eða hvað nákvæmlega greinir þann yfirgang sem okkur hefur nú nýlegast verið sýndur frá þeim sem við höfum setið undir frá íslenskri embættismannastétt allt síðan afi minn var á táningsaldri? Við trúum ekki öðru en að íslenska þjóðin styðji okkur í áframhaldandi leit okkar að sannleika og réttlæti. Nú þarf Katrín Jakobsdóttir svo að ákveða hvort henni hugnist sá málstaður eða hvort hún vilji halda áfram að skýla raunverulegum gerendum þessa máls fram yfir gröf og dauða.Höfundur er barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun