Skaut föstum skotum að Rússum og Kínverjum Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2019 20:58 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Mandel Mgan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í ræðu á fundi Norðurskautsráðsins í Finnlandi í dag að Rússar sýndu árásargirni á norðurslóðum og nauðsynlegt væri að fylgjast með aðgerðum Kína á svæðinu. Þá sagði hann að Bandaríkin myndu styrkja stöðu sína á norðurslóðum til að sporna gegn Rússlandi og Kína. Pompeo sagði að norðurskautið væri orðið að átakavettvangi stórvelda vegna ríkra auðlinda þar. Vísaði hann til olíu, gass og fiskveiða. Ýmiss ríki og þar á meðal Kína hafa verið að auka umsvif þeirra á norðurslóðum í ljósi þess að mikilvægi norðurskautsins hafa verið að aukast hratt og þá sérstaklega með tilliti til þess að hafís er að horfa og áætlað er að um 15 til 30 prósent af ónýttri olíu og gasi á jörðinni megi finna á hafsbotni undir þeim hafís. Þá er einnig útlit fyrir að nýjar skipaleiðir geti opnast allan ársins hring. Pompeo vísaði sérstaklega til skýrslu Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna frá síðustu viku þar sem fram kom að Kína gæti notað borgarleg rannsóknarverkefni til að styrkja aukna viðveru herafla þeirra á norðurslóðum og þá sérstaklega það að hafa kjarnorkukafbáta á svæðinu. Auk Íslands og Bandaríkjanna, eru Kanada, Rússland, Finnland, Noregur, Danmörk og Svíþjóð í ráðinu. Kína, Indland, Suður-Kórea, Singapúr, Ítalía og Japan eru áheyrnarfulltrúar. Kínverjar skilgreina sig þó sem „næstum því Norðurskautsríki“ og hafa verið að auka umsvif sín á svæðinu verulega.Sjá einnig: Hafa áhyggjur af auknum umsvifum Kínverja á norðurslóðumSamkvæmt Reuters fréttaveitunni sagði Pompeo einnig að yfirvöld Rússlands hefðu þegar krafist þess að skip sem nýti sér skipaleiðir á norðurslóðum fái leyfi til þess hjá Rússum og það væri ólöglegt. Hann sagði Rússa einnig krefjast þess að rússneskir leiðsögumenn yrðu um borð í þessum skipum og að þeir hefðu jafnvel hótað því að sökkva skipum sem verði ekki við þessum kröfum. „Þessar ögrandi aðgerðir eru hluti af árásargjarnri hegðun Rússa á norðurslóðum,“ sagði Pompeo.Sergei Lavrov og Guðlaugur Þór, utanríkisráðherrar Rússlands og Íslands.Vísir/StjórnarráðiðGuðlaugur ræddi við Lavrov Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, fundaði með Sergei Lavrov, í dag. Samkvæmt yfirlýsingu á vef ráðuneytisins ræddu þeir ýmis málefni auk málefna Norðurskautsráðsins. Þar á meðal voru tvíhliða samskipti ríkjanna rædd og þar á meðal innflutningsbann Rússlands á íslenskum sjávarafurðum. „Samskipti Rússlands og vestrænna ríkja hafa verið stirð, meðal annars í kjölfar átaka í Úkraínu og vegna stöðu mála í Sýrlandi og efnavopnaárásar á Bretlandi. Ísland mun ávallt standa vörð um alþjóðalög og virðingu fyrir mannréttindum og sýna samstöðu með nágrannaríkjum og vinaþjóðum þegar á sameiginleg gildi okkar reynir. Það er jafnframt mikilvægt viðhalda samtali og freista þess að draga úr spennu, og sannarlega eiga Rússland og Ísland sameiginlegra hagsmuna að gæta á norðurslóðum og langa sögu viðskiptatengsla. Því var mikilvægt að eiga orðastað við utanríkisráðherra Rússland um málefni sem við erum ýmist sammála eða ósammála um og freista þess að horfa fram á veginn í samskiptum ríkjanna,“ er haft eftir Guðlaugi í yfirlýsingu ráðuneytisins. Bandaríkin Finnland Kína Norðurslóðir Rússland Utanríkismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í ræðu á fundi Norðurskautsráðsins í Finnlandi í dag að Rússar sýndu árásargirni á norðurslóðum og nauðsynlegt væri að fylgjast með aðgerðum Kína á svæðinu. Þá sagði hann að Bandaríkin myndu styrkja stöðu sína á norðurslóðum til að sporna gegn Rússlandi og Kína. Pompeo sagði að norðurskautið væri orðið að átakavettvangi stórvelda vegna ríkra auðlinda þar. Vísaði hann til olíu, gass og fiskveiða. Ýmiss ríki og þar á meðal Kína hafa verið að auka umsvif þeirra á norðurslóðum í ljósi þess að mikilvægi norðurskautsins hafa verið að aukast hratt og þá sérstaklega með tilliti til þess að hafís er að horfa og áætlað er að um 15 til 30 prósent af ónýttri olíu og gasi á jörðinni megi finna á hafsbotni undir þeim hafís. Þá er einnig útlit fyrir að nýjar skipaleiðir geti opnast allan ársins hring. Pompeo vísaði sérstaklega til skýrslu Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna frá síðustu viku þar sem fram kom að Kína gæti notað borgarleg rannsóknarverkefni til að styrkja aukna viðveru herafla þeirra á norðurslóðum og þá sérstaklega það að hafa kjarnorkukafbáta á svæðinu. Auk Íslands og Bandaríkjanna, eru Kanada, Rússland, Finnland, Noregur, Danmörk og Svíþjóð í ráðinu. Kína, Indland, Suður-Kórea, Singapúr, Ítalía og Japan eru áheyrnarfulltrúar. Kínverjar skilgreina sig þó sem „næstum því Norðurskautsríki“ og hafa verið að auka umsvif sín á svæðinu verulega.Sjá einnig: Hafa áhyggjur af auknum umsvifum Kínverja á norðurslóðumSamkvæmt Reuters fréttaveitunni sagði Pompeo einnig að yfirvöld Rússlands hefðu þegar krafist þess að skip sem nýti sér skipaleiðir á norðurslóðum fái leyfi til þess hjá Rússum og það væri ólöglegt. Hann sagði Rússa einnig krefjast þess að rússneskir leiðsögumenn yrðu um borð í þessum skipum og að þeir hefðu jafnvel hótað því að sökkva skipum sem verði ekki við þessum kröfum. „Þessar ögrandi aðgerðir eru hluti af árásargjarnri hegðun Rússa á norðurslóðum,“ sagði Pompeo.Sergei Lavrov og Guðlaugur Þór, utanríkisráðherrar Rússlands og Íslands.Vísir/StjórnarráðiðGuðlaugur ræddi við Lavrov Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, fundaði með Sergei Lavrov, í dag. Samkvæmt yfirlýsingu á vef ráðuneytisins ræddu þeir ýmis málefni auk málefna Norðurskautsráðsins. Þar á meðal voru tvíhliða samskipti ríkjanna rædd og þar á meðal innflutningsbann Rússlands á íslenskum sjávarafurðum. „Samskipti Rússlands og vestrænna ríkja hafa verið stirð, meðal annars í kjölfar átaka í Úkraínu og vegna stöðu mála í Sýrlandi og efnavopnaárásar á Bretlandi. Ísland mun ávallt standa vörð um alþjóðalög og virðingu fyrir mannréttindum og sýna samstöðu með nágrannaríkjum og vinaþjóðum þegar á sameiginleg gildi okkar reynir. Það er jafnframt mikilvægt viðhalda samtali og freista þess að draga úr spennu, og sannarlega eiga Rússland og Ísland sameiginlegra hagsmuna að gæta á norðurslóðum og langa sögu viðskiptatengsla. Því var mikilvægt að eiga orðastað við utanríkisráðherra Rússland um málefni sem við erum ýmist sammála eða ósammála um og freista þess að horfa fram á veginn í samskiptum ríkjanna,“ er haft eftir Guðlaugi í yfirlýsingu ráðuneytisins.
Bandaríkin Finnland Kína Norðurslóðir Rússland Utanríkismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira