Puigdemont og aðrir útlagar mega bjóða sig fram til Evrópuþings Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. maí 2019 06:15 Carles Puigdemont fær að bjóða sig fram. Nordicphotos/Getty Carles Puigdemont, áður forseti Katalóníuhéraðs á Spáni og nú í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu, má bjóða sig fram til Evrópuþingsins í kosningum 26. maí. Svo úrskurðaði dómstóll í Madríd í gær og ógilti fyrri ákvörðun landskjörstjórnar. Úrskurðurinn nær líka til þeirra Clara Ponsatí, fyrrverandi menntamálaráðherra, nú í útlegð í Skotlandi, og Antoni Comín, fyrrverandi heilbrigðismálaráðherra og nú í útlegð í Belgíu. Landskjörstjórn meinaði þessum katalónsku lýðveldissinnum að bjóða sig fram eftir að Lýðflokkurinn og Borgaraflokkurinn í Katalóníu kvörtuðu. Lýðflokkurinn segist munu áfrýja úrskurðinum. Óljóst er hvort útlagarnir geti yfirhöfuð tekið sæti á Evrópuþinginu, nái þeir kjöri. Í nýrri skýrslu lögfræðisviðs Evrópuþingsins kemur fram að nái Puigdemont kjöri muni hann þurfa að fara til Madríd til að sverja Spáni hollustueið. Það gæti reynst flókið því hann hefur verið ákærður fyrir uppreisn á Spáni. Réttarhöldin yfir þeim tólf Katalónum sem ekki eru í útlegð héldu áfram í gær. Líkt og útlagarnir eru tólfmenningarnir sakaðir um uppreisn, uppreisnaráróður og aðra glæpi í tengslum við sjálfstæðisatkvæðagreiðslu haustsins 2017. Xavier Trias, borgarstjóri Barcelona frá 2011 til 2015, mætti í skýrslutöku í gær og sagðist ekki hafa orðið var við að nokkur kjósandi hefði beitt ofbeldi á kjördag eða í kosningabaráttunni, líkt og sækjendur hafa haldið fram. Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Carles Puigdemont, áður forseti Katalóníuhéraðs á Spáni og nú í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu, má bjóða sig fram til Evrópuþingsins í kosningum 26. maí. Svo úrskurðaði dómstóll í Madríd í gær og ógilti fyrri ákvörðun landskjörstjórnar. Úrskurðurinn nær líka til þeirra Clara Ponsatí, fyrrverandi menntamálaráðherra, nú í útlegð í Skotlandi, og Antoni Comín, fyrrverandi heilbrigðismálaráðherra og nú í útlegð í Belgíu. Landskjörstjórn meinaði þessum katalónsku lýðveldissinnum að bjóða sig fram eftir að Lýðflokkurinn og Borgaraflokkurinn í Katalóníu kvörtuðu. Lýðflokkurinn segist munu áfrýja úrskurðinum. Óljóst er hvort útlagarnir geti yfirhöfuð tekið sæti á Evrópuþinginu, nái þeir kjöri. Í nýrri skýrslu lögfræðisviðs Evrópuþingsins kemur fram að nái Puigdemont kjöri muni hann þurfa að fara til Madríd til að sverja Spáni hollustueið. Það gæti reynst flókið því hann hefur verið ákærður fyrir uppreisn á Spáni. Réttarhöldin yfir þeim tólf Katalónum sem ekki eru í útlegð héldu áfram í gær. Líkt og útlagarnir eru tólfmenningarnir sakaðir um uppreisn, uppreisnaráróður og aðra glæpi í tengslum við sjálfstæðisatkvæðagreiðslu haustsins 2017. Xavier Trias, borgarstjóri Barcelona frá 2011 til 2015, mætti í skýrslutöku í gær og sagðist ekki hafa orðið var við að nokkur kjósandi hefði beitt ofbeldi á kjördag eða í kosningabaráttunni, líkt og sækjendur hafa haldið fram.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira