Puigdemont og aðrir útlagar mega bjóða sig fram til Evrópuþings Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. maí 2019 06:15 Carles Puigdemont fær að bjóða sig fram. Nordicphotos/Getty Carles Puigdemont, áður forseti Katalóníuhéraðs á Spáni og nú í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu, má bjóða sig fram til Evrópuþingsins í kosningum 26. maí. Svo úrskurðaði dómstóll í Madríd í gær og ógilti fyrri ákvörðun landskjörstjórnar. Úrskurðurinn nær líka til þeirra Clara Ponsatí, fyrrverandi menntamálaráðherra, nú í útlegð í Skotlandi, og Antoni Comín, fyrrverandi heilbrigðismálaráðherra og nú í útlegð í Belgíu. Landskjörstjórn meinaði þessum katalónsku lýðveldissinnum að bjóða sig fram eftir að Lýðflokkurinn og Borgaraflokkurinn í Katalóníu kvörtuðu. Lýðflokkurinn segist munu áfrýja úrskurðinum. Óljóst er hvort útlagarnir geti yfirhöfuð tekið sæti á Evrópuþinginu, nái þeir kjöri. Í nýrri skýrslu lögfræðisviðs Evrópuþingsins kemur fram að nái Puigdemont kjöri muni hann þurfa að fara til Madríd til að sverja Spáni hollustueið. Það gæti reynst flókið því hann hefur verið ákærður fyrir uppreisn á Spáni. Réttarhöldin yfir þeim tólf Katalónum sem ekki eru í útlegð héldu áfram í gær. Líkt og útlagarnir eru tólfmenningarnir sakaðir um uppreisn, uppreisnaráróður og aðra glæpi í tengslum við sjálfstæðisatkvæðagreiðslu haustsins 2017. Xavier Trias, borgarstjóri Barcelona frá 2011 til 2015, mætti í skýrslutöku í gær og sagðist ekki hafa orðið var við að nokkur kjósandi hefði beitt ofbeldi á kjördag eða í kosningabaráttunni, líkt og sækjendur hafa haldið fram. Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Carles Puigdemont, áður forseti Katalóníuhéraðs á Spáni og nú í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu, má bjóða sig fram til Evrópuþingsins í kosningum 26. maí. Svo úrskurðaði dómstóll í Madríd í gær og ógilti fyrri ákvörðun landskjörstjórnar. Úrskurðurinn nær líka til þeirra Clara Ponsatí, fyrrverandi menntamálaráðherra, nú í útlegð í Skotlandi, og Antoni Comín, fyrrverandi heilbrigðismálaráðherra og nú í útlegð í Belgíu. Landskjörstjórn meinaði þessum katalónsku lýðveldissinnum að bjóða sig fram eftir að Lýðflokkurinn og Borgaraflokkurinn í Katalóníu kvörtuðu. Lýðflokkurinn segist munu áfrýja úrskurðinum. Óljóst er hvort útlagarnir geti yfirhöfuð tekið sæti á Evrópuþinginu, nái þeir kjöri. Í nýrri skýrslu lögfræðisviðs Evrópuþingsins kemur fram að nái Puigdemont kjöri muni hann þurfa að fara til Madríd til að sverja Spáni hollustueið. Það gæti reynst flókið því hann hefur verið ákærður fyrir uppreisn á Spáni. Réttarhöldin yfir þeim tólf Katalónum sem ekki eru í útlegð héldu áfram í gær. Líkt og útlagarnir eru tólfmenningarnir sakaðir um uppreisn, uppreisnaráróður og aðra glæpi í tengslum við sjálfstæðisatkvæðagreiðslu haustsins 2017. Xavier Trias, borgarstjóri Barcelona frá 2011 til 2015, mætti í skýrslutöku í gær og sagðist ekki hafa orðið var við að nokkur kjósandi hefði beitt ofbeldi á kjördag eða í kosningabaráttunni, líkt og sækjendur hafa haldið fram.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira