Grundvallarmunur á ostunum þó að þeir kunni að virðast sá sami undir fimm vörumerkjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2019 14:46 Ostarnir sem um ræðir eru allir framleiddir hjá Mjólkursamsölunni. Fimm tegundir Gouda-osta Mjólkursamsölunnar, sem allar hafa sama fituinnihald en eru seldar undir mismunandi vörumerkjum, eru um margt ólíkar, að sögn sölustjóra fyrirtækisins. Vörumerkin voru sögð villandi fyrir neytendur á samfélagsmiðlum í vikunni. Umræddar tegundir eru Gouda, Brauðostur, Góðostur, Sveitabiti og Skólaostur. Tegundirnar eru allar 26% Gouda-ostar og hafa nær alveg sama næringargildi samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Mjólkursamsölunnar.„Niðurlægjandi að vera neytandi á Íslandi“ Tónlistar- og útvarpsmaðurinn Jóhann Kristófer Stefánsson, betur þekktur sem Joey Christ, vakti athygli á málinu á Twitter-reikningi sínum. „Þessir ostar eru allir með sitt eigið brand, en eru í raun allir þeir sömu. 26% Gouda. Það er niðurlægjandi að vera neytandi á Íslandi,“ skrifaði Jóhann og birti myndir af ostategundunum.Þessir ostar eru allir með sitt eigið brand, en eru í raun allir þeir sömu. 26% Gouda. Það er niðurlægjandi að vera neytandi á Íslandi. pic.twitter.com/HcJ9Tfh5aN— litli joey (@JHNNKRSTFR) May 5, 2019 Áberandi bragðmunur og söguleg skýring Aðalsteinn H. Magnússon sölustjóri hjá MS segir í samtali við Vísi að þó að ostarnir séu allir 26% að fituinnihaldi og tilheyri flokki Gouda-osta sé grundvallarmunur á vörumerkjunum.Aðalsteinn H. Magnússon, sölustjóri hjá Mjólkursamsölunni.Fréttablaðið/GVAEf miðað sé við Góðostinn þá sé Skólaosturinn til dæmis yngri ostur, ekki þroskaður jafnlengi og teljist mildari. Hann eigi að höfða til yngri neytenda. Þá sé Sveitabitinn talsvert frábrugðinn hinum ostunum fjórum. Hann sé töluvert mýkri og vatnsmeiri þannig að erfitt sé að skera hann í sneiðar. Líkastir innbyrðis séu Góðostur og Brauðostur en vörumerkin eigi sér sögulega skýringu. Annar osturinn hafi upphaflega verið framleiddur í einu mjólkurbúi og hinn í öðru. Þegar iðnaðurinn var svo sameinaður og Mjólkursamsalan tók yfir var ákveðið að halda vörumerkjunum. „Á meðan einhverjir vilja kaupa Góðost og aðrir Brauðost þá bara leyfum við kúnnunum að ráða,“ segir Aðalsteinn. „Það er áberandi bragðmunur og hann liggur í rauninni í þessu, að Skólaosturinn er minna þroskaður þannig að hann er mildari, Sveitabitinn er blautari og Brauðosturinn er svona líkastur Góðosti en það á þessa sögulegu skýringu.“ Neytendur Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Fimm tegundir Gouda-osta Mjólkursamsölunnar, sem allar hafa sama fituinnihald en eru seldar undir mismunandi vörumerkjum, eru um margt ólíkar, að sögn sölustjóra fyrirtækisins. Vörumerkin voru sögð villandi fyrir neytendur á samfélagsmiðlum í vikunni. Umræddar tegundir eru Gouda, Brauðostur, Góðostur, Sveitabiti og Skólaostur. Tegundirnar eru allar 26% Gouda-ostar og hafa nær alveg sama næringargildi samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Mjólkursamsölunnar.„Niðurlægjandi að vera neytandi á Íslandi“ Tónlistar- og útvarpsmaðurinn Jóhann Kristófer Stefánsson, betur þekktur sem Joey Christ, vakti athygli á málinu á Twitter-reikningi sínum. „Þessir ostar eru allir með sitt eigið brand, en eru í raun allir þeir sömu. 26% Gouda. Það er niðurlægjandi að vera neytandi á Íslandi,“ skrifaði Jóhann og birti myndir af ostategundunum.Þessir ostar eru allir með sitt eigið brand, en eru í raun allir þeir sömu. 26% Gouda. Það er niðurlægjandi að vera neytandi á Íslandi. pic.twitter.com/HcJ9Tfh5aN— litli joey (@JHNNKRSTFR) May 5, 2019 Áberandi bragðmunur og söguleg skýring Aðalsteinn H. Magnússon sölustjóri hjá MS segir í samtali við Vísi að þó að ostarnir séu allir 26% að fituinnihaldi og tilheyri flokki Gouda-osta sé grundvallarmunur á vörumerkjunum.Aðalsteinn H. Magnússon, sölustjóri hjá Mjólkursamsölunni.Fréttablaðið/GVAEf miðað sé við Góðostinn þá sé Skólaosturinn til dæmis yngri ostur, ekki þroskaður jafnlengi og teljist mildari. Hann eigi að höfða til yngri neytenda. Þá sé Sveitabitinn talsvert frábrugðinn hinum ostunum fjórum. Hann sé töluvert mýkri og vatnsmeiri þannig að erfitt sé að skera hann í sneiðar. Líkastir innbyrðis séu Góðostur og Brauðostur en vörumerkin eigi sér sögulega skýringu. Annar osturinn hafi upphaflega verið framleiddur í einu mjólkurbúi og hinn í öðru. Þegar iðnaðurinn var svo sameinaður og Mjólkursamsalan tók yfir var ákveðið að halda vörumerkjunum. „Á meðan einhverjir vilja kaupa Góðost og aðrir Brauðost þá bara leyfum við kúnnunum að ráða,“ segir Aðalsteinn. „Það er áberandi bragðmunur og hann liggur í rauninni í þessu, að Skólaosturinn er minna þroskaður þannig að hann er mildari, Sveitabitinn er blautari og Brauðosturinn er svona líkastur Góðosti en það á þessa sögulegu skýringu.“
Neytendur Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira