Borgin slapp vel frá kjaradeilunni Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 8. maí 2019 07:00 Kjarasamningar hafa verið gerðir fyrir næstum níu af hverjum tíu starfsmanna á almennum vinnumarkaði til fjögurra ára. Þessir löngu samningar skapa skilyrði fyrir atvinnulífið til að búa sig undir áskoranir sem fram undan eru. Góð lending miðað við aðstæður á vinnumarkaði enda var Lífskjarasamningurinn svonefndi samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atvinnurekenda. Það var nauðsynlegt að eyða óvissunni. Hins vegar er ljóst að verulegar hækkanir á lægstu launum munu þyngja róðurinn, sérstaklega hjá þeim fyrirtækjum sem starfa í vinnuaflsfrekum geirum eins og ferðaþjónustu og smásölu. Fyrirtækin munu þurfa að bera mikinn kostnað af þeim aðstæðum sem sköpuðust á vinnumarkaði. Hvernig gátu þessar aðstæður skapast? Á einu lengsta hagvaxtarskeiði Íslandssögunnar féll sósíalísk orðræða, sem etur saman verkafólki og fjármagnseigendum, í frjóan jarðveg og formaður Eflingar talaði um „vopnahlé“ eftir undirritun samninganna. Byltingarmóðurinn er ekki runninn af forystu Eflingar þó að samningarnir séu frágengnir. Spjótin beindust að atvinnurekendum en það er varla hægt að kenna þeim um uppgang byltingarsinna innan verkalýðshreyfingarinnar enda hafa laun á almennum vinnumarkaði hækkað verulega á síðustu árum. Nei, við þurfum að horfa til ríkisstjórnarinnar og borgaryfirvalda. Bættur fjárhagur ríkissjóðs á síðustu árum var ekki nýttur til að lækka skattbyrði fólks í nægilega miklum mæli. Auk þess klúðraði ríkisstjórnin dauðafæri til að skapa meiri ró á vinnumarkaði þegar hún ákvað að hreyfa ekki við ákvörðunum kjararáðs. Launahækkanir háttsettra embættismanna voru dýru verði keyptar. En ríkisstjórnin var þó dregin að borðinu og lagði sitt af mörkum til að samningar næðust. Það sama gildir ekki um Reykjavíkurborg. Óhætt er að segja að húsnæðismál hafi verið eitt stærsta málefnið í kjaradeilunni þar sem hækkanir á húsnæðisverði og leiguverði hafa vegið til móts við launahækkanir. Kjarabót síðustu ára varð ekki jafnmikil og hún hefði getað orðið. Það skrifast að miklu leyti á borgina. Þó að borgaryfirvöld hafi með aðgerðaleysi sínu búið til frjóan jarðveg fyrir sósíalíska verkalýðsforystu þurfa þau ekki að bera kostnaðinn. Eftir miklar hækkanir á húsnæðisleigu þurfa fyrirtækin að hækka lægstu laun enn meira svo að fólk geti framfleytt sér og sínum. Aðkoma Reykjavíkurborgar að kjarasamningunum er einungis sú að hefja skipulagningu Keldnalands í samvinnu við ríkið. Borgin sleppur vel en atvinnulífið ber kostnaðinn. Því ber að halda til haga svo að þessi atburðarás endurtaki sig ekki á næstu fjórum árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Kjarasamningar hafa verið gerðir fyrir næstum níu af hverjum tíu starfsmanna á almennum vinnumarkaði til fjögurra ára. Þessir löngu samningar skapa skilyrði fyrir atvinnulífið til að búa sig undir áskoranir sem fram undan eru. Góð lending miðað við aðstæður á vinnumarkaði enda var Lífskjarasamningurinn svonefndi samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atvinnurekenda. Það var nauðsynlegt að eyða óvissunni. Hins vegar er ljóst að verulegar hækkanir á lægstu launum munu þyngja róðurinn, sérstaklega hjá þeim fyrirtækjum sem starfa í vinnuaflsfrekum geirum eins og ferðaþjónustu og smásölu. Fyrirtækin munu þurfa að bera mikinn kostnað af þeim aðstæðum sem sköpuðust á vinnumarkaði. Hvernig gátu þessar aðstæður skapast? Á einu lengsta hagvaxtarskeiði Íslandssögunnar féll sósíalísk orðræða, sem etur saman verkafólki og fjármagnseigendum, í frjóan jarðveg og formaður Eflingar talaði um „vopnahlé“ eftir undirritun samninganna. Byltingarmóðurinn er ekki runninn af forystu Eflingar þó að samningarnir séu frágengnir. Spjótin beindust að atvinnurekendum en það er varla hægt að kenna þeim um uppgang byltingarsinna innan verkalýðshreyfingarinnar enda hafa laun á almennum vinnumarkaði hækkað verulega á síðustu árum. Nei, við þurfum að horfa til ríkisstjórnarinnar og borgaryfirvalda. Bættur fjárhagur ríkissjóðs á síðustu árum var ekki nýttur til að lækka skattbyrði fólks í nægilega miklum mæli. Auk þess klúðraði ríkisstjórnin dauðafæri til að skapa meiri ró á vinnumarkaði þegar hún ákvað að hreyfa ekki við ákvörðunum kjararáðs. Launahækkanir háttsettra embættismanna voru dýru verði keyptar. En ríkisstjórnin var þó dregin að borðinu og lagði sitt af mörkum til að samningar næðust. Það sama gildir ekki um Reykjavíkurborg. Óhætt er að segja að húsnæðismál hafi verið eitt stærsta málefnið í kjaradeilunni þar sem hækkanir á húsnæðisverði og leiguverði hafa vegið til móts við launahækkanir. Kjarabót síðustu ára varð ekki jafnmikil og hún hefði getað orðið. Það skrifast að miklu leyti á borgina. Þó að borgaryfirvöld hafi með aðgerðaleysi sínu búið til frjóan jarðveg fyrir sósíalíska verkalýðsforystu þurfa þau ekki að bera kostnaðinn. Eftir miklar hækkanir á húsnæðisleigu þurfa fyrirtækin að hækka lægstu laun enn meira svo að fólk geti framfleytt sér og sínum. Aðkoma Reykjavíkurborgar að kjarasamningunum er einungis sú að hefja skipulagningu Keldnalands í samvinnu við ríkið. Borgin sleppur vel en atvinnulífið ber kostnaðinn. Því ber að halda til haga svo að þessi atburðarás endurtaki sig ekki á næstu fjórum árum.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun