Bensínstöðvar í þéttri íbúðabyggð fyrstar til að fara Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. maí 2019 18:14 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. fbl/eyþór Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags-og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að bensínstöðvar sem staðsettar eru inni í þéttri íbúðabyggð verði fyrstar til að fara en þær sem eru staðsettar við stofnbrautir aftur á móti síðastar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti í dag að borgarráð hefði samþykkt að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025 eða innan sex ára.Sjá nánar: Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Sigurborg Ósk útskýrði hugmyndina nánar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Aðgerðin sé liður í því að sporna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum auk þess sem aðgerðin flýtti fyrir orkuskiptum í samgöngum. Hún sagði að á sama tíma og bensínstöðvum fækkaði í Evrópu væri þróunin allt önnur á Íslandi. „Við erum að tala um að það er bensínstöð fyrir hverja 2700 íbúa. Það er ansi ríflegt“.Breið samstaða um aðgerðirnar Sigurborg Ósk sagði að það hefði verið afar ánægjulegt að einhugur ríkti um aðgerðirnar í borgarráði. Flokkarnir hefðu sammælst um að flýta fækkun benínstöðva úr 2030 í 2025. Í Loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar, sem samþykkt var árið 2016, voru sett fram markmið um fækkun bensínstöðva. „Unnin verði áætlun og skilgreindir hvatar sem miða að fækkun bensínstöðva. Markmiðið verði að dælum fyrir jarðefnaeldsneyti innan borgarmarkanna fækki um 50% til ársins 2030 og þær að mestu horfnar árið 2040.“Á meðan þróunin hefur verið sú að fækka bensínstöðvum í Evrópu hefur þeim fjölgað á Íslandi.Matvöruverslanir og íbúðir í stað bensínstöðva Í forgangi verður að fækka bensínstöðvum innan íbúðabyggðar eða í nálægð við þétta íbúðabyggð, innan miðborgar og blandaðrar byggðar, þar sem þær hafa veruleg áhrif á ásýnd og yfirbragð byggðar og á lóðum þar sem eru sérstök tækifæri til að þróa nýja og þéttari byggð og í nálægð við útivistarsvæði og viðkvæma náttúru. „Við nálgumst þetta út frá því hvar bensínstöðvarnar eru staðsettar það er að segja fyrst að loka þeim sem eru inni í þéttri íbúðabyggð og halda þá frekar þeim sem eru við stofnbrautirnar og þá eru þær sem eru í þéttri íbúðabyggð, þær liggja oft vel við alls konar uppbyggingarmöguleikum, þá er hægt að bæta við íbúðum eða koma með matvöruverslun eða alls konar þjónustu sem kannski vantar í hverfið. Það er hugmyndin,“ sagði Sigurborg Ósk. Viðræðurnar á byrjunarstigi Viðræður við olíufélögin eru að sögn Sigurborgar Óskar á frumstigi. Í Stefnu um orkustöðvar fyrir einkabíla kemur fram að lóðaleigusamningar um bensínstöðvar sem í dag eru útrunnir verði ekki endurnýjaðir lengur en til tveggja ára frá samþykkt í borgarráði. Aðspurð um hvenær fyrstu bensínstöðvarnar færu sagði Sigurborg Ósk að það fari eftir lóðaleigusamningum en hún gerir ráð fyrir því að það verði í það minnsta innan tveggja ára. Bensín og olía Borgarstjórn Loftslagsmál Reykjavík Reykjavík síðdegis Umhverfismál Tengdar fréttir Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags-og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að bensínstöðvar sem staðsettar eru inni í þéttri íbúðabyggð verði fyrstar til að fara en þær sem eru staðsettar við stofnbrautir aftur á móti síðastar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti í dag að borgarráð hefði samþykkt að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025 eða innan sex ára.Sjá nánar: Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Sigurborg Ósk útskýrði hugmyndina nánar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Aðgerðin sé liður í því að sporna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum auk þess sem aðgerðin flýtti fyrir orkuskiptum í samgöngum. Hún sagði að á sama tíma og bensínstöðvum fækkaði í Evrópu væri þróunin allt önnur á Íslandi. „Við erum að tala um að það er bensínstöð fyrir hverja 2700 íbúa. Það er ansi ríflegt“.Breið samstaða um aðgerðirnar Sigurborg Ósk sagði að það hefði verið afar ánægjulegt að einhugur ríkti um aðgerðirnar í borgarráði. Flokkarnir hefðu sammælst um að flýta fækkun benínstöðva úr 2030 í 2025. Í Loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar, sem samþykkt var árið 2016, voru sett fram markmið um fækkun bensínstöðva. „Unnin verði áætlun og skilgreindir hvatar sem miða að fækkun bensínstöðva. Markmiðið verði að dælum fyrir jarðefnaeldsneyti innan borgarmarkanna fækki um 50% til ársins 2030 og þær að mestu horfnar árið 2040.“Á meðan þróunin hefur verið sú að fækka bensínstöðvum í Evrópu hefur þeim fjölgað á Íslandi.Matvöruverslanir og íbúðir í stað bensínstöðva Í forgangi verður að fækka bensínstöðvum innan íbúðabyggðar eða í nálægð við þétta íbúðabyggð, innan miðborgar og blandaðrar byggðar, þar sem þær hafa veruleg áhrif á ásýnd og yfirbragð byggðar og á lóðum þar sem eru sérstök tækifæri til að þróa nýja og þéttari byggð og í nálægð við útivistarsvæði og viðkvæma náttúru. „Við nálgumst þetta út frá því hvar bensínstöðvarnar eru staðsettar það er að segja fyrst að loka þeim sem eru inni í þéttri íbúðabyggð og halda þá frekar þeim sem eru við stofnbrautirnar og þá eru þær sem eru í þéttri íbúðabyggð, þær liggja oft vel við alls konar uppbyggingarmöguleikum, þá er hægt að bæta við íbúðum eða koma með matvöruverslun eða alls konar þjónustu sem kannski vantar í hverfið. Það er hugmyndin,“ sagði Sigurborg Ósk. Viðræðurnar á byrjunarstigi Viðræður við olíufélögin eru að sögn Sigurborgar Óskar á frumstigi. Í Stefnu um orkustöðvar fyrir einkabíla kemur fram að lóðaleigusamningar um bensínstöðvar sem í dag eru útrunnir verði ekki endurnýjaðir lengur en til tveggja ára frá samþykkt í borgarráði. Aðspurð um hvenær fyrstu bensínstöðvarnar færu sagði Sigurborg Ósk að það fari eftir lóðaleigusamningum en hún gerir ráð fyrir því að það verði í það minnsta innan tveggja ára.
Bensín og olía Borgarstjórn Loftslagsmál Reykjavík Reykjavík síðdegis Umhverfismál Tengdar fréttir Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira
Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18