Bensínstöðvar í þéttri íbúðabyggð fyrstar til að fara Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. maí 2019 18:14 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. fbl/eyþór Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags-og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að bensínstöðvar sem staðsettar eru inni í þéttri íbúðabyggð verði fyrstar til að fara en þær sem eru staðsettar við stofnbrautir aftur á móti síðastar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti í dag að borgarráð hefði samþykkt að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025 eða innan sex ára.Sjá nánar: Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Sigurborg Ósk útskýrði hugmyndina nánar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Aðgerðin sé liður í því að sporna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum auk þess sem aðgerðin flýtti fyrir orkuskiptum í samgöngum. Hún sagði að á sama tíma og bensínstöðvum fækkaði í Evrópu væri þróunin allt önnur á Íslandi. „Við erum að tala um að það er bensínstöð fyrir hverja 2700 íbúa. Það er ansi ríflegt“.Breið samstaða um aðgerðirnar Sigurborg Ósk sagði að það hefði verið afar ánægjulegt að einhugur ríkti um aðgerðirnar í borgarráði. Flokkarnir hefðu sammælst um að flýta fækkun benínstöðva úr 2030 í 2025. Í Loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar, sem samþykkt var árið 2016, voru sett fram markmið um fækkun bensínstöðva. „Unnin verði áætlun og skilgreindir hvatar sem miða að fækkun bensínstöðva. Markmiðið verði að dælum fyrir jarðefnaeldsneyti innan borgarmarkanna fækki um 50% til ársins 2030 og þær að mestu horfnar árið 2040.“Á meðan þróunin hefur verið sú að fækka bensínstöðvum í Evrópu hefur þeim fjölgað á Íslandi.Matvöruverslanir og íbúðir í stað bensínstöðva Í forgangi verður að fækka bensínstöðvum innan íbúðabyggðar eða í nálægð við þétta íbúðabyggð, innan miðborgar og blandaðrar byggðar, þar sem þær hafa veruleg áhrif á ásýnd og yfirbragð byggðar og á lóðum þar sem eru sérstök tækifæri til að þróa nýja og þéttari byggð og í nálægð við útivistarsvæði og viðkvæma náttúru. „Við nálgumst þetta út frá því hvar bensínstöðvarnar eru staðsettar það er að segja fyrst að loka þeim sem eru inni í þéttri íbúðabyggð og halda þá frekar þeim sem eru við stofnbrautirnar og þá eru þær sem eru í þéttri íbúðabyggð, þær liggja oft vel við alls konar uppbyggingarmöguleikum, þá er hægt að bæta við íbúðum eða koma með matvöruverslun eða alls konar þjónustu sem kannski vantar í hverfið. Það er hugmyndin,“ sagði Sigurborg Ósk. Viðræðurnar á byrjunarstigi Viðræður við olíufélögin eru að sögn Sigurborgar Óskar á frumstigi. Í Stefnu um orkustöðvar fyrir einkabíla kemur fram að lóðaleigusamningar um bensínstöðvar sem í dag eru útrunnir verði ekki endurnýjaðir lengur en til tveggja ára frá samþykkt í borgarráði. Aðspurð um hvenær fyrstu bensínstöðvarnar færu sagði Sigurborg Ósk að það fari eftir lóðaleigusamningum en hún gerir ráð fyrir því að það verði í það minnsta innan tveggja ára. Bensín og olía Borgarstjórn Loftslagsmál Reykjavík Reykjavík síðdegis Umhverfismál Tengdar fréttir Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags-og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að bensínstöðvar sem staðsettar eru inni í þéttri íbúðabyggð verði fyrstar til að fara en þær sem eru staðsettar við stofnbrautir aftur á móti síðastar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti í dag að borgarráð hefði samþykkt að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025 eða innan sex ára.Sjá nánar: Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Sigurborg Ósk útskýrði hugmyndina nánar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Aðgerðin sé liður í því að sporna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum auk þess sem aðgerðin flýtti fyrir orkuskiptum í samgöngum. Hún sagði að á sama tíma og bensínstöðvum fækkaði í Evrópu væri þróunin allt önnur á Íslandi. „Við erum að tala um að það er bensínstöð fyrir hverja 2700 íbúa. Það er ansi ríflegt“.Breið samstaða um aðgerðirnar Sigurborg Ósk sagði að það hefði verið afar ánægjulegt að einhugur ríkti um aðgerðirnar í borgarráði. Flokkarnir hefðu sammælst um að flýta fækkun benínstöðva úr 2030 í 2025. Í Loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar, sem samþykkt var árið 2016, voru sett fram markmið um fækkun bensínstöðva. „Unnin verði áætlun og skilgreindir hvatar sem miða að fækkun bensínstöðva. Markmiðið verði að dælum fyrir jarðefnaeldsneyti innan borgarmarkanna fækki um 50% til ársins 2030 og þær að mestu horfnar árið 2040.“Á meðan þróunin hefur verið sú að fækka bensínstöðvum í Evrópu hefur þeim fjölgað á Íslandi.Matvöruverslanir og íbúðir í stað bensínstöðva Í forgangi verður að fækka bensínstöðvum innan íbúðabyggðar eða í nálægð við þétta íbúðabyggð, innan miðborgar og blandaðrar byggðar, þar sem þær hafa veruleg áhrif á ásýnd og yfirbragð byggðar og á lóðum þar sem eru sérstök tækifæri til að þróa nýja og þéttari byggð og í nálægð við útivistarsvæði og viðkvæma náttúru. „Við nálgumst þetta út frá því hvar bensínstöðvarnar eru staðsettar það er að segja fyrst að loka þeim sem eru inni í þéttri íbúðabyggð og halda þá frekar þeim sem eru við stofnbrautirnar og þá eru þær sem eru í þéttri íbúðabyggð, þær liggja oft vel við alls konar uppbyggingarmöguleikum, þá er hægt að bæta við íbúðum eða koma með matvöruverslun eða alls konar þjónustu sem kannski vantar í hverfið. Það er hugmyndin,“ sagði Sigurborg Ósk. Viðræðurnar á byrjunarstigi Viðræður við olíufélögin eru að sögn Sigurborgar Óskar á frumstigi. Í Stefnu um orkustöðvar fyrir einkabíla kemur fram að lóðaleigusamningar um bensínstöðvar sem í dag eru útrunnir verði ekki endurnýjaðir lengur en til tveggja ára frá samþykkt í borgarráði. Aðspurð um hvenær fyrstu bensínstöðvarnar færu sagði Sigurborg Ósk að það fari eftir lóðaleigusamningum en hún gerir ráð fyrir því að það verði í það minnsta innan tveggja ára.
Bensín og olía Borgarstjórn Loftslagsmál Reykjavík Reykjavík síðdegis Umhverfismál Tengdar fréttir Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira
Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18