Vonar að nágrannasveitarfélögin taki við sér líka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. maí 2019 20:45 Fækka á bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025. Þetta samþykkti borgarráð á fundi sínum í morgun líkt og Vísir greindi frá í dag. Borgarstjóri segir að lóðaleigusamningum við olíufélögin verði almennt ekki framlengt til að ná markmiðinu. Hann segist vona að nágrannasveitarfélögin taki við sér líka. Markmiðið er að sporna við loftslagsáhrifum og í staðinn fyrir bensínstöðvar verði byggðar upp íbúðir, hverfisverslanir eða önnur starfsemi. Skilgreindir hafa verið hvatar fyrir olíufélögin til að hraða þessari breytingu í samvinnu við borgina. Einhugur var um málið í borgarstjórn. „Það var ekki bara einhugur heldur sammæltist fólk um að markmið sem áður átti að ná 2030, að fækka bensínstöðvum um helming, það er núna einróma vilji til þess að ná því fyrir 2025,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hann segir samráð hafa verið haft við fyrirtækin sem eiga í hlut við undirbúninginn. Sjálfur hafi hann átt fundi með forstjórum nokkurra olíufélaganna. „Við sjáum, með því að kortleggja lóðaréttindin, að sumir lóðaleigusamningarnir eru útrunnir, aðrir eru alveg að fara að renna út, við skilgreinum tveggja ára glugga þar sem við erum til í að framlengja samningana um tvö ár ef að félögin vinna með okkur skipulag sem breyta landnotkuninni á þessum lóðum,“ segir Dagur, spurður í hverju hvatarnir felist fyrir olíufélögin. Þá verði gefinn ákveðinn afsláttur af gjöldum. Hugnist félögunum ekki þessir hvatar muni borgin ekki endurnýja lóðaleigusamninga. „Nú vona ég að önnur sveitarfélög taki líka við sér. Ég held að við séum að upplifa mikla hugarfarsbreytingu og bylgju sem undirstrikar vilja Íslendinga til að standa fremst og framarlega með öðrum borgum og löndum sem vilja gera sitt til þess að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum,“ segir Dagur. Bensín og olía Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Fækka á bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025. Þetta samþykkti borgarráð á fundi sínum í morgun líkt og Vísir greindi frá í dag. Borgarstjóri segir að lóðaleigusamningum við olíufélögin verði almennt ekki framlengt til að ná markmiðinu. Hann segist vona að nágrannasveitarfélögin taki við sér líka. Markmiðið er að sporna við loftslagsáhrifum og í staðinn fyrir bensínstöðvar verði byggðar upp íbúðir, hverfisverslanir eða önnur starfsemi. Skilgreindir hafa verið hvatar fyrir olíufélögin til að hraða þessari breytingu í samvinnu við borgina. Einhugur var um málið í borgarstjórn. „Það var ekki bara einhugur heldur sammæltist fólk um að markmið sem áður átti að ná 2030, að fækka bensínstöðvum um helming, það er núna einróma vilji til þess að ná því fyrir 2025,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hann segir samráð hafa verið haft við fyrirtækin sem eiga í hlut við undirbúninginn. Sjálfur hafi hann átt fundi með forstjórum nokkurra olíufélaganna. „Við sjáum, með því að kortleggja lóðaréttindin, að sumir lóðaleigusamningarnir eru útrunnir, aðrir eru alveg að fara að renna út, við skilgreinum tveggja ára glugga þar sem við erum til í að framlengja samningana um tvö ár ef að félögin vinna með okkur skipulag sem breyta landnotkuninni á þessum lóðum,“ segir Dagur, spurður í hverju hvatarnir felist fyrir olíufélögin. Þá verði gefinn ákveðinn afsláttur af gjöldum. Hugnist félögunum ekki þessir hvatar muni borgin ekki endurnýja lóðaleigusamninga. „Nú vona ég að önnur sveitarfélög taki líka við sér. Ég held að við séum að upplifa mikla hugarfarsbreytingu og bylgju sem undirstrikar vilja Íslendinga til að standa fremst og framarlega með öðrum borgum og löndum sem vilja gera sitt til þess að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum,“ segir Dagur.
Bensín og olía Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira