Vonar að nágrannasveitarfélögin taki við sér líka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. maí 2019 20:45 Fækka á bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025. Þetta samþykkti borgarráð á fundi sínum í morgun líkt og Vísir greindi frá í dag. Borgarstjóri segir að lóðaleigusamningum við olíufélögin verði almennt ekki framlengt til að ná markmiðinu. Hann segist vona að nágrannasveitarfélögin taki við sér líka. Markmiðið er að sporna við loftslagsáhrifum og í staðinn fyrir bensínstöðvar verði byggðar upp íbúðir, hverfisverslanir eða önnur starfsemi. Skilgreindir hafa verið hvatar fyrir olíufélögin til að hraða þessari breytingu í samvinnu við borgina. Einhugur var um málið í borgarstjórn. „Það var ekki bara einhugur heldur sammæltist fólk um að markmið sem áður átti að ná 2030, að fækka bensínstöðvum um helming, það er núna einróma vilji til þess að ná því fyrir 2025,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hann segir samráð hafa verið haft við fyrirtækin sem eiga í hlut við undirbúninginn. Sjálfur hafi hann átt fundi með forstjórum nokkurra olíufélaganna. „Við sjáum, með því að kortleggja lóðaréttindin, að sumir lóðaleigusamningarnir eru útrunnir, aðrir eru alveg að fara að renna út, við skilgreinum tveggja ára glugga þar sem við erum til í að framlengja samningana um tvö ár ef að félögin vinna með okkur skipulag sem breyta landnotkuninni á þessum lóðum,“ segir Dagur, spurður í hverju hvatarnir felist fyrir olíufélögin. Þá verði gefinn ákveðinn afsláttur af gjöldum. Hugnist félögunum ekki þessir hvatar muni borgin ekki endurnýja lóðaleigusamninga. „Nú vona ég að önnur sveitarfélög taki líka við sér. Ég held að við séum að upplifa mikla hugarfarsbreytingu og bylgju sem undirstrikar vilja Íslendinga til að standa fremst og framarlega með öðrum borgum og löndum sem vilja gera sitt til þess að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum,“ segir Dagur. Bensín og olía Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Fækka á bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025. Þetta samþykkti borgarráð á fundi sínum í morgun líkt og Vísir greindi frá í dag. Borgarstjóri segir að lóðaleigusamningum við olíufélögin verði almennt ekki framlengt til að ná markmiðinu. Hann segist vona að nágrannasveitarfélögin taki við sér líka. Markmiðið er að sporna við loftslagsáhrifum og í staðinn fyrir bensínstöðvar verði byggðar upp íbúðir, hverfisverslanir eða önnur starfsemi. Skilgreindir hafa verið hvatar fyrir olíufélögin til að hraða þessari breytingu í samvinnu við borgina. Einhugur var um málið í borgarstjórn. „Það var ekki bara einhugur heldur sammæltist fólk um að markmið sem áður átti að ná 2030, að fækka bensínstöðvum um helming, það er núna einróma vilji til þess að ná því fyrir 2025,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hann segir samráð hafa verið haft við fyrirtækin sem eiga í hlut við undirbúninginn. Sjálfur hafi hann átt fundi með forstjórum nokkurra olíufélaganna. „Við sjáum, með því að kortleggja lóðaréttindin, að sumir lóðaleigusamningarnir eru útrunnir, aðrir eru alveg að fara að renna út, við skilgreinum tveggja ára glugga þar sem við erum til í að framlengja samningana um tvö ár ef að félögin vinna með okkur skipulag sem breyta landnotkuninni á þessum lóðum,“ segir Dagur, spurður í hverju hvatarnir felist fyrir olíufélögin. Þá verði gefinn ákveðinn afsláttur af gjöldum. Hugnist félögunum ekki þessir hvatar muni borgin ekki endurnýja lóðaleigusamninga. „Nú vona ég að önnur sveitarfélög taki líka við sér. Ég held að við séum að upplifa mikla hugarfarsbreytingu og bylgju sem undirstrikar vilja Íslendinga til að standa fremst og framarlega með öðrum borgum og löndum sem vilja gera sitt til þess að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum,“ segir Dagur.
Bensín og olía Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira