Áfrýja dómi héraðsdóms og segja hann slæmt fordæmi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2019 09:04 Ragnheiður Freyja Kristínardóttir og Jórunn Edda Helgadóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Ragnheiður Freyja Kristínardóttir og Jórunn Edda Helgadóttir hafa áfrýjað þriggja mánaða dómi sem þær hlutu í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir mótmæli um borð í vél Icelandair í maí 2016 til Landsréttar.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ragnheiði Freyju, Jórunni Eddu og verjendum þeirra. Voru þær dæmdar fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um loftferðir þegar þær stóðu upp í flugvél Icelandair þann 26. maí 2016 og reyndu að fá aðra farþega í lið með sér til að stöðva för flugvélarinnar.Tilgangurinn með uppátæki þeirra var að reyna að koma í veg fyrir að hælisleitandinn Eze Okafor yrði sendur úr landi. Þær tölu sig vera að bjarga lífi hans. Vélin var á leið til Svíþjóðar þaðan sem átti að senda Okafor til Nígeríu en hann hafði orðið fyrir ofbeldi af hálfu hryðjuverkasamtakanna Boko Haram fyrir að neita að ganga til liðs við samtökin og beita sjálfur ofbeldi.Ragnheiður Freyja og Jórunn Edda voru handteknar og kærðar fyrir uppátækið og sem fyrr segir dæmdar í þriggja mánaða fangelsi fyrr í mánuðinum.Úr dómsal fyrr í mánuðinum.Vísir/VilhelmSjá einnig: Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair Í tilkynningu þeirra um áfrýjunina segir að ástæður áfrýjunarinnar séu ýmsar en þar vegi þyngst „slæm fordæmi sem dómurinn myndi skilja eftir sig og þar með möguleg neikvæð áhrif dómsins á réttindi fólksins í landinu.“ „Ef þessum dómi er leyft að standa óbreyttum er hætta á að tjáningar- og mótmælafrelsi í landinu verði settar þröngar skorður í krafti opinna og illa skilgreindra fullyrðinga í texta hans,“ segir ennfremur. Þá segja þær að áhersla héraðsdóms á óþæginda annarra í máli þeirra sæti furðu. Auk þess hafi þeim tveimur verið ítrekað ruglað saman, sem sé til marks um það að atburðarásin, eins og hún átti sér stað, hafi aldrei verið dómara skýr. „Ekki er ljóst hvers konar mótmælaaðgerðir eru yfirleitt hugsanlegar sem ekki fela í sér einhver óþægindi. Að dæma megi þátttakendur í friðsamlegum mótmælum til fangelsisvistar vegna óljósrar hugmyndar um óþægindi sem af mótmælunum stafa felur í sér hættulegt fordæmi sem vegur að tjáningarfrelsi, fundafrelsi og réttinum til mótmæla í landinu yfirleitt.“ Dómsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Lýsir því sem áfalli þegar kæran barst Jórunn Edda Helgadóttir segir það veita henni mikinn styrk að sjá hve margir vinir og félagar hafi verið mættir í dómssal í morgun til að sýna henni stuðning. 6. mars 2019 12:11 Segir lögreglu hafa haft ánægju af því að pína sig Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. mars 2019 14:00 Dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en íhuga áfrýjun Jórunn Edda Helgadóttir og Ragnheiður Freyja Kristínardóttir voru í héraðsdómi Reykjavíkur dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir það sem konurnar segja hafa verið friðsamlegar mótmælaaðgerðir. 3. apríl 2019 15:57 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira
Ragnheiður Freyja Kristínardóttir og Jórunn Edda Helgadóttir hafa áfrýjað þriggja mánaða dómi sem þær hlutu í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir mótmæli um borð í vél Icelandair í maí 2016 til Landsréttar.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ragnheiði Freyju, Jórunni Eddu og verjendum þeirra. Voru þær dæmdar fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um loftferðir þegar þær stóðu upp í flugvél Icelandair þann 26. maí 2016 og reyndu að fá aðra farþega í lið með sér til að stöðva för flugvélarinnar.Tilgangurinn með uppátæki þeirra var að reyna að koma í veg fyrir að hælisleitandinn Eze Okafor yrði sendur úr landi. Þær tölu sig vera að bjarga lífi hans. Vélin var á leið til Svíþjóðar þaðan sem átti að senda Okafor til Nígeríu en hann hafði orðið fyrir ofbeldi af hálfu hryðjuverkasamtakanna Boko Haram fyrir að neita að ganga til liðs við samtökin og beita sjálfur ofbeldi.Ragnheiður Freyja og Jórunn Edda voru handteknar og kærðar fyrir uppátækið og sem fyrr segir dæmdar í þriggja mánaða fangelsi fyrr í mánuðinum.Úr dómsal fyrr í mánuðinum.Vísir/VilhelmSjá einnig: Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair Í tilkynningu þeirra um áfrýjunina segir að ástæður áfrýjunarinnar séu ýmsar en þar vegi þyngst „slæm fordæmi sem dómurinn myndi skilja eftir sig og þar með möguleg neikvæð áhrif dómsins á réttindi fólksins í landinu.“ „Ef þessum dómi er leyft að standa óbreyttum er hætta á að tjáningar- og mótmælafrelsi í landinu verði settar þröngar skorður í krafti opinna og illa skilgreindra fullyrðinga í texta hans,“ segir ennfremur. Þá segja þær að áhersla héraðsdóms á óþæginda annarra í máli þeirra sæti furðu. Auk þess hafi þeim tveimur verið ítrekað ruglað saman, sem sé til marks um það að atburðarásin, eins og hún átti sér stað, hafi aldrei verið dómara skýr. „Ekki er ljóst hvers konar mótmælaaðgerðir eru yfirleitt hugsanlegar sem ekki fela í sér einhver óþægindi. Að dæma megi þátttakendur í friðsamlegum mótmælum til fangelsisvistar vegna óljósrar hugmyndar um óþægindi sem af mótmælunum stafa felur í sér hættulegt fordæmi sem vegur að tjáningarfrelsi, fundafrelsi og réttinum til mótmæla í landinu yfirleitt.“
Dómsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Lýsir því sem áfalli þegar kæran barst Jórunn Edda Helgadóttir segir það veita henni mikinn styrk að sjá hve margir vinir og félagar hafi verið mættir í dómssal í morgun til að sýna henni stuðning. 6. mars 2019 12:11 Segir lögreglu hafa haft ánægju af því að pína sig Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. mars 2019 14:00 Dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en íhuga áfrýjun Jórunn Edda Helgadóttir og Ragnheiður Freyja Kristínardóttir voru í héraðsdómi Reykjavíkur dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir það sem konurnar segja hafa verið friðsamlegar mótmælaaðgerðir. 3. apríl 2019 15:57 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira
Lýsir því sem áfalli þegar kæran barst Jórunn Edda Helgadóttir segir það veita henni mikinn styrk að sjá hve margir vinir og félagar hafi verið mættir í dómssal í morgun til að sýna henni stuðning. 6. mars 2019 12:11
Segir lögreglu hafa haft ánægju af því að pína sig Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. mars 2019 14:00
Dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en íhuga áfrýjun Jórunn Edda Helgadóttir og Ragnheiður Freyja Kristínardóttir voru í héraðsdómi Reykjavíkur dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir það sem konurnar segja hafa verið friðsamlegar mótmælaaðgerðir. 3. apríl 2019 15:57