Vegagerðin hafi neyðst til að innkalla bankaábyrgð til að tryggja fjárfestingu Sighvatur Jónsson skrifar 30. apríl 2019 19:00 Vegagerðin segist hafa neyðst til að innkalla bankaábyrgð vegna nýsmíði Herjólfs til að tryggja fjárfestingu ríkisins í verkefninu. Skipasmíðastöðin hafi áður í smíðaferlinu framlengt bankaábyrgðir á allra síðustu stundu. Vegagerðin segir það brot á samningi ef Herjólfur verður seldur annað, en talsmaður skipasmíðastöðvarinnar segir að fyrirspurn hafi borist um skipið frá Frakklandi í dag. Vegagerðin hefur greitt skipasmíðastöðinni Crist í Póllandi fyrir smíði nýs Herjólfs í áföngum eftir framvindu verksins. Samningsupphæðin nemur fjórum milljörðum króna. Banki ábyrgist allar greiðslur þannig að Vegagerðin geti fengið peningana til baka ef ekki er staðið við samninga. Bankaábyrgðin átti að renna út á miðnætti í kvöld. Vegagerðin innkallaði ábyrgðina í dag og talsmaður skipasmíðastöðvarinnar hér á landi taldi það vera ígildi riftunar samnings, þar sem Vegagerðin væri í raun að óska eftir endurgreiðslu á 85 prósenta hluta samningsupphæðarinnar sem hefur verið greiddur. Vegagerðin segist aftur á móti hafa gert þetta til að knýja á um framlengingu bankaábyrgðarinnar. „Í gær vorum við ekki búin að fá neina tryggingu fyrir því að þessi bankaábyrgð yrði framlengd og tíminn að renna út og þá var ekki annað að gera en að hafa samband við bankann og innkalla þessar tryggingar,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.Snýst þetta þá ekki um að þið séuð að biðja um peningana til baka og hætta við framkvæmdina? „Nei, þetta snýst alls ekki um það. Við vorum einungis að verja fé ríkisins sem við eigum þarna.“Herjólfur í skipasmíðastöð Crist í Póllandi.Mynd/Crist S.A.Bankaábyrgðir framlengdar á síðustu stundu Pólski sendiherrann á Íslandi sagði í gær að fulltrúar skipasmíðastöðvarinnar hafi rætt við samgönguráðherra um framlengingu bankaábyrgðar. G. Pétur Matthíasson hjá Vegagerðinni segir að það hafi ekki verið komið til framkvæmda. „Við fengum pappírana fyrst í dag. Í gær vissum við ekkert um það að þetta yrði framlengt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist. Í fimm eða sex skipti hefur þurft að framlengja þessar bankaábyrgðir og það hefur gerst oft á allra síðustu stundu. Þannig að við höfum ekkert í höndunum fyrr en við erum komin með pappírana.“ Bankaábyrgðin var í dag framlengd um 30 daga. Vegagerðin hefur hins vegar ekki afturkallað innköllun ábyrgðarinnar. „Við erum að tala við Pólverjana og við erum að tala við bankann líka um framhaldið. Þannig að við höldum að okkur höndum um sinn. En við höfum svigrúm, bankinn ætlar ekki að innheimta þetta alveg strax af skipasmíðastöðinni. Það er svigrúm til viðræðna og við ætlum að skoða þetta aðeins betur áður en við tökum næstu skref, “ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Umboðsmaður skipasmíðastöðvarinnar hér á landi sagði í dag að það væri verið að undirbúa að selja nýjan Herjólf. Vegagerðin telur það hins vegar skýrt brot á samningi. Herjólfur Samgöngur Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Vegagerðin segist hafa neyðst til að innkalla bankaábyrgð vegna nýsmíði Herjólfs til að tryggja fjárfestingu ríkisins í verkefninu. Skipasmíðastöðin hafi áður í smíðaferlinu framlengt bankaábyrgðir á allra síðustu stundu. Vegagerðin segir það brot á samningi ef Herjólfur verður seldur annað, en talsmaður skipasmíðastöðvarinnar segir að fyrirspurn hafi borist um skipið frá Frakklandi í dag. Vegagerðin hefur greitt skipasmíðastöðinni Crist í Póllandi fyrir smíði nýs Herjólfs í áföngum eftir framvindu verksins. Samningsupphæðin nemur fjórum milljörðum króna. Banki ábyrgist allar greiðslur þannig að Vegagerðin geti fengið peningana til baka ef ekki er staðið við samninga. Bankaábyrgðin átti að renna út á miðnætti í kvöld. Vegagerðin innkallaði ábyrgðina í dag og talsmaður skipasmíðastöðvarinnar hér á landi taldi það vera ígildi riftunar samnings, þar sem Vegagerðin væri í raun að óska eftir endurgreiðslu á 85 prósenta hluta samningsupphæðarinnar sem hefur verið greiddur. Vegagerðin segist aftur á móti hafa gert þetta til að knýja á um framlengingu bankaábyrgðarinnar. „Í gær vorum við ekki búin að fá neina tryggingu fyrir því að þessi bankaábyrgð yrði framlengd og tíminn að renna út og þá var ekki annað að gera en að hafa samband við bankann og innkalla þessar tryggingar,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.Snýst þetta þá ekki um að þið séuð að biðja um peningana til baka og hætta við framkvæmdina? „Nei, þetta snýst alls ekki um það. Við vorum einungis að verja fé ríkisins sem við eigum þarna.“Herjólfur í skipasmíðastöð Crist í Póllandi.Mynd/Crist S.A.Bankaábyrgðir framlengdar á síðustu stundu Pólski sendiherrann á Íslandi sagði í gær að fulltrúar skipasmíðastöðvarinnar hafi rætt við samgönguráðherra um framlengingu bankaábyrgðar. G. Pétur Matthíasson hjá Vegagerðinni segir að það hafi ekki verið komið til framkvæmda. „Við fengum pappírana fyrst í dag. Í gær vissum við ekkert um það að þetta yrði framlengt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist. Í fimm eða sex skipti hefur þurft að framlengja þessar bankaábyrgðir og það hefur gerst oft á allra síðustu stundu. Þannig að við höfum ekkert í höndunum fyrr en við erum komin með pappírana.“ Bankaábyrgðin var í dag framlengd um 30 daga. Vegagerðin hefur hins vegar ekki afturkallað innköllun ábyrgðarinnar. „Við erum að tala við Pólverjana og við erum að tala við bankann líka um framhaldið. Þannig að við höldum að okkur höndum um sinn. En við höfum svigrúm, bankinn ætlar ekki að innheimta þetta alveg strax af skipasmíðastöðinni. Það er svigrúm til viðræðna og við ætlum að skoða þetta aðeins betur áður en við tökum næstu skref, “ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Umboðsmaður skipasmíðastöðvarinnar hér á landi sagði í dag að það væri verið að undirbúa að selja nýjan Herjólf. Vegagerðin telur það hins vegar skýrt brot á samningi.
Herjólfur Samgöngur Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira