Skammarstrik Katrínar Jakobsdóttur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. apríl 2019 12:45 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Magnús Hlynur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að landsmenn megi vera þakklátir fyrir að hennar skammarstrik á menntaskólaárunum séu ekki geymd að eilífu á Internetinu. Ástæðan fyrir þessum orðum hennar er sú mikla pressa sem er á ungu fólki í dag því það sé nánast í beinni útsendingu allan daginn í gegnum snjalltæki. Katrín og nokkrir aðrir þingmenn Vinstri grænna voru nýlega með opinn fund á Hótel Selfossi þar sem farið var yfir stöðuna í þjóðmálunum og fjölmörgum spurningum fundargesta svarað. Katrín fékk m.a. spurning um líðan framhaldsskólanemenda og sálfræðiþjónustu við þá, sem er af skornum skammti. Hún heimsækir marga framhaldsskólum og notar þá tækifærið og spyr nemendur af hverju þeim líði illa. „Þau nefna til dæmis þennan gerbreytta heim þar sem snjalltæki, samfélagsmiðlar og annað slíkt er að breyta öllu umhverfi þessa unga fólks. Þegar ég lít aftur til minna menntaskólaára og skólaballa sem ég fór á og alls þess sem ég gerði á þeim tíma, mér hefði ekki fundist þægilegt að vera í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum í stöðugri mynd hjá einhverjum öðrum. Þetta er ekki smá pressa sem er búið að setja á þetta unga fólk,“ sagði Katrín. Og svo sagði Katrín þetta. „Ég er bara mjög fegin að mín skammarstrik eða mín hegðun á þessum tíma er ekki geymd að eilífu á Internetinu, ég er bara stórkostlega fegin, þið megið bara vera fegin líka,“ sagði forsætisráðherra og skellti upp úr og sagði svo: „Við þurfum öll að hafa okkar rými til þess að geta gert okkar mistök og rasað út og ekki síst þegar við erum ung og það er svakalegt að sjá þann mikla þrýsting sem ungt fólk upplifir einmitt af samfélagsmiðlum, að vera eiginlega stöðugt í kastljósinu, þannig að þetta er auðvitað eitthvað sem hefur mikil áhrif á líðan ungs fólks.“ Árborg Samfélagsmiðlar Tækni Vinstri græn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að landsmenn megi vera þakklátir fyrir að hennar skammarstrik á menntaskólaárunum séu ekki geymd að eilífu á Internetinu. Ástæðan fyrir þessum orðum hennar er sú mikla pressa sem er á ungu fólki í dag því það sé nánast í beinni útsendingu allan daginn í gegnum snjalltæki. Katrín og nokkrir aðrir þingmenn Vinstri grænna voru nýlega með opinn fund á Hótel Selfossi þar sem farið var yfir stöðuna í þjóðmálunum og fjölmörgum spurningum fundargesta svarað. Katrín fékk m.a. spurning um líðan framhaldsskólanemenda og sálfræðiþjónustu við þá, sem er af skornum skammti. Hún heimsækir marga framhaldsskólum og notar þá tækifærið og spyr nemendur af hverju þeim líði illa. „Þau nefna til dæmis þennan gerbreytta heim þar sem snjalltæki, samfélagsmiðlar og annað slíkt er að breyta öllu umhverfi þessa unga fólks. Þegar ég lít aftur til minna menntaskólaára og skólaballa sem ég fór á og alls þess sem ég gerði á þeim tíma, mér hefði ekki fundist þægilegt að vera í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum í stöðugri mynd hjá einhverjum öðrum. Þetta er ekki smá pressa sem er búið að setja á þetta unga fólk,“ sagði Katrín. Og svo sagði Katrín þetta. „Ég er bara mjög fegin að mín skammarstrik eða mín hegðun á þessum tíma er ekki geymd að eilífu á Internetinu, ég er bara stórkostlega fegin, þið megið bara vera fegin líka,“ sagði forsætisráðherra og skellti upp úr og sagði svo: „Við þurfum öll að hafa okkar rými til þess að geta gert okkar mistök og rasað út og ekki síst þegar við erum ung og það er svakalegt að sjá þann mikla þrýsting sem ungt fólk upplifir einmitt af samfélagsmiðlum, að vera eiginlega stöðugt í kastljósinu, þannig að þetta er auðvitað eitthvað sem hefur mikil áhrif á líðan ungs fólks.“
Árborg Samfélagsmiðlar Tækni Vinstri græn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira