Miklar áhyggjur vegna vopnaðra hægri-öfgahópa Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2019 15:26 Flóttafólki haldið af landamæraeftirlitinu við landamæri Bandaríkjanna að Mexíkó. Getty/ David Peinado Mexíkóska ríkið sagði í tilkynningu miklar áhyggjur vera vegna vopnaðra einkahersveita sem hafa tekið flóttafólk föngum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Tilkynningin var birt stuttu eftir að the American Civil Liberties Union (ACLU) og öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins kölluðu eftir rannsókn á aðgerðum almennra borgara til að stöðva flóttafólk á leið sinni yfir landamærin. Þetta kemur fram á vef Reuters. „Svona aðgerðir geta leitt til mannréttindabrota á flóttafólki og hælisleitendum í Bandaríkjunum,“ sagði í tilkynningu alþjóðasamskiptaráðuneytis Mexíkó í tengslum við hersveitir í Nýju Mexíkó. Á fimmtudag fordæmdi ACLU í Nýju Mexíkó hópinn the United Constitutional Patriots (UCP), en hann hefur haldið úti gæslu á landamærunum, og lýsti ACLU hópnum sem „fasískri hersveit,“ sem starfaði utan við lögin. Hópurinn hefur birt myndbönd þar sem meðlimir hans eru sýndir klæðast hermanna fatnaði, vopnaðir hálfsjálfvirkum rifflum og haldandi hópum flóttamanna föngum, þar til landamæraeftirlit Bandaríkjanna mætir á staðin til að taka flóttafólkið í varðhald. Hópurinn segist sjálfur vera að veita landamæraeftirlitinu aðstoð við að bregðast við „flóðbylgju“ ólöglegra flóttamanna á landamærunum í suðri. Núverandi stjórn landsins, undir forystu Donalds Trump forseta, hefur hert stefnu landsins í innflytjendamálum sem og beitt Mexíkó þrýsting til að stöðva flóttafólk sem leggur leið sína í gegn um Mexíkó. Auk ACLU birtu öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins í Nýju Mexíkó, Martin Heinrich og Tom Udall, sameiginlega yfirlýsingu á Twitter á föstudag þar sem þeir sögðu „Að ógna saklausum börnum og fjölskyldum sem flýja ofbeldi og sækjast eftir hæli er óásættanlegt og stendur gegn öllum gildum okkar sem ríkis og þjóðar.“ Bandaríkin Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Handtóku meðlim hægri-öfgahóps Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem er hluti hægri-öfgahóps sem er ásakaður um að hafa ólöglega haldið innflytjendum föngum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 21. apríl 2019 13:13 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Mexíkóska ríkið sagði í tilkynningu miklar áhyggjur vera vegna vopnaðra einkahersveita sem hafa tekið flóttafólk föngum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Tilkynningin var birt stuttu eftir að the American Civil Liberties Union (ACLU) og öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins kölluðu eftir rannsókn á aðgerðum almennra borgara til að stöðva flóttafólk á leið sinni yfir landamærin. Þetta kemur fram á vef Reuters. „Svona aðgerðir geta leitt til mannréttindabrota á flóttafólki og hælisleitendum í Bandaríkjunum,“ sagði í tilkynningu alþjóðasamskiptaráðuneytis Mexíkó í tengslum við hersveitir í Nýju Mexíkó. Á fimmtudag fordæmdi ACLU í Nýju Mexíkó hópinn the United Constitutional Patriots (UCP), en hann hefur haldið úti gæslu á landamærunum, og lýsti ACLU hópnum sem „fasískri hersveit,“ sem starfaði utan við lögin. Hópurinn hefur birt myndbönd þar sem meðlimir hans eru sýndir klæðast hermanna fatnaði, vopnaðir hálfsjálfvirkum rifflum og haldandi hópum flóttamanna föngum, þar til landamæraeftirlit Bandaríkjanna mætir á staðin til að taka flóttafólkið í varðhald. Hópurinn segist sjálfur vera að veita landamæraeftirlitinu aðstoð við að bregðast við „flóðbylgju“ ólöglegra flóttamanna á landamærunum í suðri. Núverandi stjórn landsins, undir forystu Donalds Trump forseta, hefur hert stefnu landsins í innflytjendamálum sem og beitt Mexíkó þrýsting til að stöðva flóttafólk sem leggur leið sína í gegn um Mexíkó. Auk ACLU birtu öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins í Nýju Mexíkó, Martin Heinrich og Tom Udall, sameiginlega yfirlýsingu á Twitter á föstudag þar sem þeir sögðu „Að ógna saklausum börnum og fjölskyldum sem flýja ofbeldi og sækjast eftir hæli er óásættanlegt og stendur gegn öllum gildum okkar sem ríkis og þjóðar.“
Bandaríkin Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Handtóku meðlim hægri-öfgahóps Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem er hluti hægri-öfgahóps sem er ásakaður um að hafa ólöglega haldið innflytjendum föngum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 21. apríl 2019 13:13 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Handtóku meðlim hægri-öfgahóps Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem er hluti hægri-öfgahóps sem er ásakaður um að hafa ólöglega haldið innflytjendum föngum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 21. apríl 2019 13:13