Fengu draum sinn uppfylltan: „Ég hef beðið eftir hjólabrettarampi í tvö ár“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. apríl 2019 20:00 Krakkarnir í grunnskólanum í Vogum fengu draum sinn uppfylltan á dögunum þegar hjólabrettarampi var komið fyrir á skólalóðinni. Nemendur höfðu beitt bæjarstjórann miklum þrýstingi í tvö ár en hann segist ekki hafa geta annað en að láta undan. Krakkarnir segja að þau séu nánast hætt að vera í tölvunni og tekur aðstoðarskólastjórinn undir. „Ég kom bara heim einn daginn og hugsaði af hverju er ekki hjólabrettarampur í Vogunum og stakk þá upp á því að gera þetta bréf,“ segir Bragi Hilmarsson, nemandi í 6. bekk í Stóru-Vogaskóla en í bréfinu segir að krökkunum langi að láta byggja hjólabrettavöll í bænum til að geta verið á hjólabrettum.Bragi fékk krakka og kennara til að skrifa undir og sendi bréfið á bæjarskrifstofuna. „Þetta voru reyndar tvö bréf. Fyrst um vorið og aftur um haustið. Og þau fylgdu þessu eftir með mikilli alvöru og miklum þunga og þeim var greinilega mikið niðri fyrir og það var frábært að fá hvatningu og við tókum þetta bara mjög alvarlega," segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri á Vogum en rampinum var komið fyrir á skólalóðinni í upphafi árs, krökkunum til mikillar hamingju. Þegar fréttastofu bar að garði á dögunum var mjög hvasst og í gul viðvörun í gildi. Bragi, Elvar og Þóranna létu það ekki stoppa sig og rúlluðu sér á rampinum. Þau segja að það sé hressandi og raunar mikið skemmtilegra að rúlla sér um í vindinum. Rampurinn er mjög vinsæll í frímínútum og einnig eftir skóla. Þeim finnst að það ættu allir grunnskólar að vera með ramp. „Það væri miklu skemmtilegra. Líka svo að allir krakkar fái að prófa,“ segir Bragi. Þá segjast þau verja miklu minni tíma í tölvunni. Þau velji frekar að fara á rampinn. Hilmar Sveinbjörnsson, aðstoðarskólastjóri í Stóru-Vogaskóla, tekur í sama streng. „Tölvunotkun hún var minni, við merkjum það í skólanum, þau eru minna í tölvunum og meira úti að leika,“ segir Hilmar. „Mig hefur langað þetta í tvö ár. Ég skrifaði þetta bréf fyrir tveimur árum þegar ég var í fjórða bekk og loksins kom það og þá auðvitað á að nýta það. Nýta það vel,“ segir Bragi. Vogar Hjólabretti Krakkar Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Krakkarnir í grunnskólanum í Vogum fengu draum sinn uppfylltan á dögunum þegar hjólabrettarampi var komið fyrir á skólalóðinni. Nemendur höfðu beitt bæjarstjórann miklum þrýstingi í tvö ár en hann segist ekki hafa geta annað en að láta undan. Krakkarnir segja að þau séu nánast hætt að vera í tölvunni og tekur aðstoðarskólastjórinn undir. „Ég kom bara heim einn daginn og hugsaði af hverju er ekki hjólabrettarampur í Vogunum og stakk þá upp á því að gera þetta bréf,“ segir Bragi Hilmarsson, nemandi í 6. bekk í Stóru-Vogaskóla en í bréfinu segir að krökkunum langi að láta byggja hjólabrettavöll í bænum til að geta verið á hjólabrettum.Bragi fékk krakka og kennara til að skrifa undir og sendi bréfið á bæjarskrifstofuna. „Þetta voru reyndar tvö bréf. Fyrst um vorið og aftur um haustið. Og þau fylgdu þessu eftir með mikilli alvöru og miklum þunga og þeim var greinilega mikið niðri fyrir og það var frábært að fá hvatningu og við tókum þetta bara mjög alvarlega," segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri á Vogum en rampinum var komið fyrir á skólalóðinni í upphafi árs, krökkunum til mikillar hamingju. Þegar fréttastofu bar að garði á dögunum var mjög hvasst og í gul viðvörun í gildi. Bragi, Elvar og Þóranna létu það ekki stoppa sig og rúlluðu sér á rampinum. Þau segja að það sé hressandi og raunar mikið skemmtilegra að rúlla sér um í vindinum. Rampurinn er mjög vinsæll í frímínútum og einnig eftir skóla. Þeim finnst að það ættu allir grunnskólar að vera með ramp. „Það væri miklu skemmtilegra. Líka svo að allir krakkar fái að prófa,“ segir Bragi. Þá segjast þau verja miklu minni tíma í tölvunni. Þau velji frekar að fara á rampinn. Hilmar Sveinbjörnsson, aðstoðarskólastjóri í Stóru-Vogaskóla, tekur í sama streng. „Tölvunotkun hún var minni, við merkjum það í skólanum, þau eru minna í tölvunum og meira úti að leika,“ segir Hilmar. „Mig hefur langað þetta í tvö ár. Ég skrifaði þetta bréf fyrir tveimur árum þegar ég var í fjórða bekk og loksins kom það og þá auðvitað á að nýta það. Nýta það vel,“ segir Bragi.
Vogar Hjólabretti Krakkar Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira