Viðbrögð stjórnvalda við dómum MDE Gestur Jónsson og Ragnar Halldór Hall skrifar 23. apríl 2019 07:00 Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur í þriðja sinn á tæpum tveimur árum fellt dóm á hendur Íslandi um að brotin hafi verið mannréttindi einstaklings við málsmeðferð vegna skattalagabrots með því að refsa tvisvar vegna sama atviksins (ne bis in idem). Í öllum tilvikunum hafði viðkomandi einstaklingum fyrst verið refsað hjá viðkomandi skattyfirvöldum en síðar hlotið refsingu fyrir dómi vegna sama atviks. Fyrsta málið var dæmt hjá MDE 18. maí 2017 en nýjasti dómurinn var felldur 16. apríl sl. Í örstuttu máli er forsaga þessara mála sú að árið 2009 kvað MDE upp stefnumarkandi dóm sem að mati margra lögfræðinga fól í sér að íslenska refsikerfið í skattamálum stæðist ekki og reyndar ætti það sama við um sambærileg refsikerfi annarra norrænna ríkja. Reyndi á þennan skilning fyrir Hæstarétti Íslands haustið 2010 (mál 371/2010). Komst rétturinn þá að þeirri niðurstöðu að ekki kæmi til greina að slá því föstu á grundvelli fyrirliggjandi dóma MDE að refsimeðferð skattamála á Íslandi fái ekki staðist. Hefur framkvæmdin því haldist óbreytt allt til þessa dags og engin breyting verið gerð á íslenskum lögum um meðferð refsimála vegna skattabrota.Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður.Vísir/HeiðaÍ Svíþjóð urðu viðbrögðin við dómi MDE frá 2009 önnur en á Íslandi. Hæstiréttur Svíþjóðar, skipaður 15 dómurum í því máli, komst að niðurstöðu um að refsikerfi skattamála í landinu stæðist ekki skuldbindingu Svíþjóðar skv. mannréttindasáttmálanum (MSE). Í framhaldinu hafa verið gerðar breytingar á sænskum lögum. Jafnframt lét ríkissaksóknari Svíþjóðar yfirfara þegar dæmd mál þar sem hugsanlega hefði verið brotinn réttur á einstaklingum í málsmeðferðinni. Í fréttum hefur m.a. komið fram að í Svíþjóð hafi ríkissaksóknarinn látið yfirfara um 3.000 refsimál af þessum sökum. 42 menn sem sátu í fangelsi vegna skattalagabrota voru leystir úr haldi eftir endurskoðunina. Frestað var fullnustu dóma þar sem slíkt átti við. Haft var samband við 800 einstaklinga sem tekið höfðu út sína refsingu og þeim boðin aðstoð við að kanna grundvöll endurupptöku. Leiddi þetta til endurupptöku fjölda mála fyrir dómi. Reynt var að rétta hlut allra þeirra sem hlotið höfðu refsidóma á grundvelli refsimeðferðar sem ekki stóðst reglur MSE. Eftir áralanga dauðaþögn og aðgerðarleysi hafa íslensk stjórnvöld nú loksins látið málið til sín taka heilum áratug á eftir Svíum. Í liðinni viku birtist fréttatilkynning um að ráðherrar dóms- og fjármála hefðu skipað nefnd sem á að „greina þau álitaefni sem leiða af dómum Mannréttindadómstóls Evrópu í tengslum við rannsókn og saksókn skattalagabrota og móta afstöðu til þess hvort og þá til hvaða breytinga þarf að ráðast í til að mæta þeim“. Skal nefndin „leggja til grundvallar skýrslur sem unnið hefur verið að síðastliðin ár í tengslum við þessi álitaefni.“ Ekki kemur fram hvaða skýrslur þar er um að ræða né hvað í þeim standi. Í nefndina hafa verið skipaðir átta lögfræðingar. Þeirra á meðal eru tveir saksóknarar, ríkisskattstjóri, skattrannsóknarstjóri og fulltrúar ráðuneytanna sem hlut eiga að skipun nefndarinnar. Þolendur refsikerfisins sem MDE hefur nú margsinnis lýst andstætt mannréttindum, sem Ísland hefur skuldbundið sig til þess að virða, eru margir. Við vitum ekki hve margir. Hvort þeir eru eitt hundrað eða miklu fleiri skiptir í sjálfu sér ekki máli. Þessir einstaklingar horfa nú agndofa upp á að stjórnendur stofnana sem um langt árabil hafa borið hitann og þungann af löglausum aðgerðum gegn þeim eru skipaðir í nefnd til þess að meta hvernig rétt sé að bregðast við áfellisdómunum. Í nefndinni eru m.a. menn sem undanfarin ár hafa sótt mál af þessum toga af miklu kappi og aldrei fallist á að ákvæði MSE ættu á nokkurn hátt að hafa áhrif á ákvarðanir um útgáfu ákæru. Verkefni nefndarinnar á að vera að lappa upp á ólögmæta framkvæmd sem nefndarmennirnir að hluta til bera sjálfir ábyrgð á. Þá vekur það athygli og undrun okkar að nefnd sem á að gera tillögur um viðbrögð stjórnvalda við umræddum dómum skuli ekki falið það verkefni að gera tillögur um hvernig rétta skuli hlut þeirra sem mannréttindi hafa verið brotin á með löglausum refsingum á liðnum árum. Við skipun nefndarinnar virðast ráðherrarnir einungis hafa horft til fjárhagslegra hagsmuna ríkisins en látið sig engu varða réttindi þeirra einstaklinga sem brotið hefur verið gegn. Þessi viðbrögð stjórnvalda hér á landi við dómum MDE eru að okkar áliti með hreinum ólíkindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur í þriðja sinn á tæpum tveimur árum fellt dóm á hendur Íslandi um að brotin hafi verið mannréttindi einstaklings við málsmeðferð vegna skattalagabrots með því að refsa tvisvar vegna sama atviksins (ne bis in idem). Í öllum tilvikunum hafði viðkomandi einstaklingum fyrst verið refsað hjá viðkomandi skattyfirvöldum en síðar hlotið refsingu fyrir dómi vegna sama atviks. Fyrsta málið var dæmt hjá MDE 18. maí 2017 en nýjasti dómurinn var felldur 16. apríl sl. Í örstuttu máli er forsaga þessara mála sú að árið 2009 kvað MDE upp stefnumarkandi dóm sem að mati margra lögfræðinga fól í sér að íslenska refsikerfið í skattamálum stæðist ekki og reyndar ætti það sama við um sambærileg refsikerfi annarra norrænna ríkja. Reyndi á þennan skilning fyrir Hæstarétti Íslands haustið 2010 (mál 371/2010). Komst rétturinn þá að þeirri niðurstöðu að ekki kæmi til greina að slá því föstu á grundvelli fyrirliggjandi dóma MDE að refsimeðferð skattamála á Íslandi fái ekki staðist. Hefur framkvæmdin því haldist óbreytt allt til þessa dags og engin breyting verið gerð á íslenskum lögum um meðferð refsimála vegna skattabrota.Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður.Vísir/HeiðaÍ Svíþjóð urðu viðbrögðin við dómi MDE frá 2009 önnur en á Íslandi. Hæstiréttur Svíþjóðar, skipaður 15 dómurum í því máli, komst að niðurstöðu um að refsikerfi skattamála í landinu stæðist ekki skuldbindingu Svíþjóðar skv. mannréttindasáttmálanum (MSE). Í framhaldinu hafa verið gerðar breytingar á sænskum lögum. Jafnframt lét ríkissaksóknari Svíþjóðar yfirfara þegar dæmd mál þar sem hugsanlega hefði verið brotinn réttur á einstaklingum í málsmeðferðinni. Í fréttum hefur m.a. komið fram að í Svíþjóð hafi ríkissaksóknarinn látið yfirfara um 3.000 refsimál af þessum sökum. 42 menn sem sátu í fangelsi vegna skattalagabrota voru leystir úr haldi eftir endurskoðunina. Frestað var fullnustu dóma þar sem slíkt átti við. Haft var samband við 800 einstaklinga sem tekið höfðu út sína refsingu og þeim boðin aðstoð við að kanna grundvöll endurupptöku. Leiddi þetta til endurupptöku fjölda mála fyrir dómi. Reynt var að rétta hlut allra þeirra sem hlotið höfðu refsidóma á grundvelli refsimeðferðar sem ekki stóðst reglur MSE. Eftir áralanga dauðaþögn og aðgerðarleysi hafa íslensk stjórnvöld nú loksins látið málið til sín taka heilum áratug á eftir Svíum. Í liðinni viku birtist fréttatilkynning um að ráðherrar dóms- og fjármála hefðu skipað nefnd sem á að „greina þau álitaefni sem leiða af dómum Mannréttindadómstóls Evrópu í tengslum við rannsókn og saksókn skattalagabrota og móta afstöðu til þess hvort og þá til hvaða breytinga þarf að ráðast í til að mæta þeim“. Skal nefndin „leggja til grundvallar skýrslur sem unnið hefur verið að síðastliðin ár í tengslum við þessi álitaefni.“ Ekki kemur fram hvaða skýrslur þar er um að ræða né hvað í þeim standi. Í nefndina hafa verið skipaðir átta lögfræðingar. Þeirra á meðal eru tveir saksóknarar, ríkisskattstjóri, skattrannsóknarstjóri og fulltrúar ráðuneytanna sem hlut eiga að skipun nefndarinnar. Þolendur refsikerfisins sem MDE hefur nú margsinnis lýst andstætt mannréttindum, sem Ísland hefur skuldbundið sig til þess að virða, eru margir. Við vitum ekki hve margir. Hvort þeir eru eitt hundrað eða miklu fleiri skiptir í sjálfu sér ekki máli. Þessir einstaklingar horfa nú agndofa upp á að stjórnendur stofnana sem um langt árabil hafa borið hitann og þungann af löglausum aðgerðum gegn þeim eru skipaðir í nefnd til þess að meta hvernig rétt sé að bregðast við áfellisdómunum. Í nefndinni eru m.a. menn sem undanfarin ár hafa sótt mál af þessum toga af miklu kappi og aldrei fallist á að ákvæði MSE ættu á nokkurn hátt að hafa áhrif á ákvarðanir um útgáfu ákæru. Verkefni nefndarinnar á að vera að lappa upp á ólögmæta framkvæmd sem nefndarmennirnir að hluta til bera sjálfir ábyrgð á. Þá vekur það athygli og undrun okkar að nefnd sem á að gera tillögur um viðbrögð stjórnvalda við umræddum dómum skuli ekki falið það verkefni að gera tillögur um hvernig rétta skuli hlut þeirra sem mannréttindi hafa verið brotin á með löglausum refsingum á liðnum árum. Við skipun nefndarinnar virðast ráðherrarnir einungis hafa horft til fjárhagslegra hagsmuna ríkisins en látið sig engu varða réttindi þeirra einstaklinga sem brotið hefur verið gegn. Þessi viðbrögð stjórnvalda hér á landi við dómum MDE eru að okkar áliti með hreinum ólíkindum.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun