Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. apríl 2019 10:06 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. Vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, lýsir boðuðum verðhækkunum verði kjarasamningar samþykktir ógeðfelldar og afgerandi. Nokkur fyrirtæki hafa boðað hækkanir. Komi til hækkunarhrinu hjá heildsölum, byrgjum og fyrirtækjum hyggist verkalýðshreyfingin virkja forsenduákvæði samningsins í september á næsta ári. Þetta sagði Ragnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. ÍSAM, heildsölu-og framleiðslufyrirtæki, hyggst hækka vöruverð um 3,9% og innfluttar vörur um 1,9%. Kristjáns bakarí og Gæðabakstur hækka þá einnig sínar vörur um 6,2%. Atkvæðagreiðsla um kjarasamninga stendur enn yfir hjá nokkrum félögum.Fyrirtækin gefi neytendum leiðbeiningar Ragnar skorar á fyrirtæki sem vilja taka þátt í samfélagslegri sátt um vexti og lífskjör í landinu að stíga fram og tilkynna að ekki verði ráðist í verðhækkanir. „Ég skora hér með á fyrirtæki að stíga fram og leiðbeina okkur neytendum hverja við eigum að versla við og hvaða vörur við eigum að kaupa ef við kjósum að gera það þannig vegna þess að mér sýnist það á stemmningunni í þjóðfélaginu – reiðin til dæmis á samfélagsmiðlum – að það sé bara fullt tilefni fyrir fyrirtæki sem eru tilbúin að taka þátt í þessu með okkur að stíga bara fram og leiðbeina okkur sem erum óánægð með þau fyrirtæki sem ætla að vera út fyrir sviga.“ Ógeðfellt þegar ekki sé samræmi í orðum og gjörðum Aðspurður hvort boðaðar hækkanir séu sérstaklega viðkvæmar í miðri atkvæðagreiðslu um samninginn svarar Ragnar því til að það sé vissulega hluti af því. „Það er viðkvæmt mál. Þegar við gerum kjarasamninginn þá eru Samtök atvinnulífsins að fullvissa okkur um að fyrirtækin muni taka þátt í þessu - sem þau gera síðan ekki í miðri atkvæðagreiðslu. Það er það sem er mjög ógeðfellt; að vera sannfærður um eitt en síðan gerist eitthvað allt, allt annað.“ Hann segir að kjarasamningarnir hafi verið afrakstur stórs og mikils samkomulags. Ríki og sveitarfélög hefðu skuldbundið sig til að halda að sér höndum er varðar gjaldskrárhækkanir. „Svo stíga þarna ákveðin fyrirtæki núna út fyrir sviga með mjög afgerandi og ógeðfelldum hætti eins og ÍSAM gerir í miðri atkvæðagreiðslu um kjarasamninga – ég er ekki að segja að það hefði verið betra að bíða með þetta þangað til eftir atkvæðagreiðslu en tímasetningin er vissulega óheppileg.“ Hækkanir virki sem hótun Ragnar segir að sá háttur sé vanalega hafður á að fyrirtæki hækki verð þegar búið er að afgreiða kjarasamninga og þannig komi boðaðar hækkanir honum fyrir sjónir sem hótun. „Venjulega hefur þetta nú verið þannig að við höfum greitt atkvæði um kjarasamning og síðan hefur holskefla hækkana riðið yfir landann, á meðan blekið er varla þornað á samningunum. Þetta þekkjum við. Við settum þar af leiðandi fyrirvara í okkar samninga þar sem við erum með endurskoðunarákvæði sem eru tvíþætt; það er að segja að kaupmáttur launa verði tryggður og að vextir myndu lækka umtalsvert. Forsendur vaxtalækkana eru einmitt að verðlag verði stöðugt, það er að segja að verðlag hækki ekki mikið og haldi þannig niðri verðbólgu og að kaupmáttur launa verði að sama skapi tryggður þar sem það snýr líka að reiknuðu verðlagi. Það sem þetta gerir í sjálfu sér er að þetta ógnar þessu samkomulagi, þessu trausti sem við vorum að vonast til að ná á milli atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar að við myndum ná hér saman kjarasamningi sem myndi stuðla að vaxtalækkunum.“ Eftir að hafa farið yfir rekstrarreikning fyrirtækjanna segir Ragnar að boðaðar hækkanir skjóti skökku við. „Ég hefði haldið að það væri mun meiri ávinningur fyrir sum þessi fyrirtæki að ná niður vaxtastigi en að reyna að fleyta alltaf upp vöruverði til að borga þennan gríðarlega kostnað sem felst í því að skulda mikið.“ Vilja fara blandaða leið í kjarasamningum Ragnar segir að komi til hrinu verðhækkana muni verkalýðshreyfingin grípa til sinna ráða þegar hún endurskoðar samninginn á næsta ári. „Við getum tekið þátt í því sem við erum að reyna að gera og það er að fara blandaða leið; að reyna að lækka kostnað og auka kaupmátt í báðar áttir en ef það gengur ekki þá munum við bara halda áfram í þeirri vegferð sem hefur verið farin hér áratugum saman. Það er að semja alltaf um hærri og hærri laun til að standa undir gríðarlega háum kostnaði við að versla dagvöruna, bensín, húsnæðiskostnað og fleira og þá höfum við bara þetta eina vopn að gera og það næst ekki samfélagsleg sátt um þessa vegferð þá munum við sækja þær kaupmáttarkrónur sem við gáfum eftir í þessum samningum sem við vorum að skrifa undir núna, það er að segja, fyrsta hlutanum og trúið mér við munum sækja það gríðarlega hart ef forsenduákvæði kjarasamningsins í september á næsta ári standast ekki.“ Bítið Kjaramál Neytendur Tengdar fréttir Segir það neyðarúrræði að hækka vöruverð Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, segir fyrirtækið knúið til að hækka verð. Tæpur helmingur útgjalda fyrirtækisins séu laun og hann vilji frekar ráðast í verðhækkanir en uppsagnir. 21. apríl 2019 20:00 Segir tölvupósta um verðhækkanir sýna fram á klofning innan SA Tölvupóstur hefur verið sendur á viðskiptavini ÍSAM sem er heildsölu- og framleiðslufyrirtæki um að verði kjarasamningar samþykkir hækki þeir verð á vörum sínum. Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir þetta til skammar og lítur á þetta sem klofning innan Samtaka atvinnulífsins. 20. apríl 2019 13:30 Verðhækkanir boðaðar vegna kjarasamninga ÍSAM, heildsölu- og framleiðslufyrirtæki sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna boðar 3,9% hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir. 20. apríl 2019 08:00 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, lýsir boðuðum verðhækkunum verði kjarasamningar samþykktir ógeðfelldar og afgerandi. Nokkur fyrirtæki hafa boðað hækkanir. Komi til hækkunarhrinu hjá heildsölum, byrgjum og fyrirtækjum hyggist verkalýðshreyfingin virkja forsenduákvæði samningsins í september á næsta ári. Þetta sagði Ragnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. ÍSAM, heildsölu-og framleiðslufyrirtæki, hyggst hækka vöruverð um 3,9% og innfluttar vörur um 1,9%. Kristjáns bakarí og Gæðabakstur hækka þá einnig sínar vörur um 6,2%. Atkvæðagreiðsla um kjarasamninga stendur enn yfir hjá nokkrum félögum.Fyrirtækin gefi neytendum leiðbeiningar Ragnar skorar á fyrirtæki sem vilja taka þátt í samfélagslegri sátt um vexti og lífskjör í landinu að stíga fram og tilkynna að ekki verði ráðist í verðhækkanir. „Ég skora hér með á fyrirtæki að stíga fram og leiðbeina okkur neytendum hverja við eigum að versla við og hvaða vörur við eigum að kaupa ef við kjósum að gera það þannig vegna þess að mér sýnist það á stemmningunni í þjóðfélaginu – reiðin til dæmis á samfélagsmiðlum – að það sé bara fullt tilefni fyrir fyrirtæki sem eru tilbúin að taka þátt í þessu með okkur að stíga bara fram og leiðbeina okkur sem erum óánægð með þau fyrirtæki sem ætla að vera út fyrir sviga.“ Ógeðfellt þegar ekki sé samræmi í orðum og gjörðum Aðspurður hvort boðaðar hækkanir séu sérstaklega viðkvæmar í miðri atkvæðagreiðslu um samninginn svarar Ragnar því til að það sé vissulega hluti af því. „Það er viðkvæmt mál. Þegar við gerum kjarasamninginn þá eru Samtök atvinnulífsins að fullvissa okkur um að fyrirtækin muni taka þátt í þessu - sem þau gera síðan ekki í miðri atkvæðagreiðslu. Það er það sem er mjög ógeðfellt; að vera sannfærður um eitt en síðan gerist eitthvað allt, allt annað.“ Hann segir að kjarasamningarnir hafi verið afrakstur stórs og mikils samkomulags. Ríki og sveitarfélög hefðu skuldbundið sig til að halda að sér höndum er varðar gjaldskrárhækkanir. „Svo stíga þarna ákveðin fyrirtæki núna út fyrir sviga með mjög afgerandi og ógeðfelldum hætti eins og ÍSAM gerir í miðri atkvæðagreiðslu um kjarasamninga – ég er ekki að segja að það hefði verið betra að bíða með þetta þangað til eftir atkvæðagreiðslu en tímasetningin er vissulega óheppileg.“ Hækkanir virki sem hótun Ragnar segir að sá háttur sé vanalega hafður á að fyrirtæki hækki verð þegar búið er að afgreiða kjarasamninga og þannig komi boðaðar hækkanir honum fyrir sjónir sem hótun. „Venjulega hefur þetta nú verið þannig að við höfum greitt atkvæði um kjarasamning og síðan hefur holskefla hækkana riðið yfir landann, á meðan blekið er varla þornað á samningunum. Þetta þekkjum við. Við settum þar af leiðandi fyrirvara í okkar samninga þar sem við erum með endurskoðunarákvæði sem eru tvíþætt; það er að segja að kaupmáttur launa verði tryggður og að vextir myndu lækka umtalsvert. Forsendur vaxtalækkana eru einmitt að verðlag verði stöðugt, það er að segja að verðlag hækki ekki mikið og haldi þannig niðri verðbólgu og að kaupmáttur launa verði að sama skapi tryggður þar sem það snýr líka að reiknuðu verðlagi. Það sem þetta gerir í sjálfu sér er að þetta ógnar þessu samkomulagi, þessu trausti sem við vorum að vonast til að ná á milli atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar að við myndum ná hér saman kjarasamningi sem myndi stuðla að vaxtalækkunum.“ Eftir að hafa farið yfir rekstrarreikning fyrirtækjanna segir Ragnar að boðaðar hækkanir skjóti skökku við. „Ég hefði haldið að það væri mun meiri ávinningur fyrir sum þessi fyrirtæki að ná niður vaxtastigi en að reyna að fleyta alltaf upp vöruverði til að borga þennan gríðarlega kostnað sem felst í því að skulda mikið.“ Vilja fara blandaða leið í kjarasamningum Ragnar segir að komi til hrinu verðhækkana muni verkalýðshreyfingin grípa til sinna ráða þegar hún endurskoðar samninginn á næsta ári. „Við getum tekið þátt í því sem við erum að reyna að gera og það er að fara blandaða leið; að reyna að lækka kostnað og auka kaupmátt í báðar áttir en ef það gengur ekki þá munum við bara halda áfram í þeirri vegferð sem hefur verið farin hér áratugum saman. Það er að semja alltaf um hærri og hærri laun til að standa undir gríðarlega háum kostnaði við að versla dagvöruna, bensín, húsnæðiskostnað og fleira og þá höfum við bara þetta eina vopn að gera og það næst ekki samfélagsleg sátt um þessa vegferð þá munum við sækja þær kaupmáttarkrónur sem við gáfum eftir í þessum samningum sem við vorum að skrifa undir núna, það er að segja, fyrsta hlutanum og trúið mér við munum sækja það gríðarlega hart ef forsenduákvæði kjarasamningsins í september á næsta ári standast ekki.“
Bítið Kjaramál Neytendur Tengdar fréttir Segir það neyðarúrræði að hækka vöruverð Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, segir fyrirtækið knúið til að hækka verð. Tæpur helmingur útgjalda fyrirtækisins séu laun og hann vilji frekar ráðast í verðhækkanir en uppsagnir. 21. apríl 2019 20:00 Segir tölvupósta um verðhækkanir sýna fram á klofning innan SA Tölvupóstur hefur verið sendur á viðskiptavini ÍSAM sem er heildsölu- og framleiðslufyrirtæki um að verði kjarasamningar samþykkir hækki þeir verð á vörum sínum. Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir þetta til skammar og lítur á þetta sem klofning innan Samtaka atvinnulífsins. 20. apríl 2019 13:30 Verðhækkanir boðaðar vegna kjarasamninga ÍSAM, heildsölu- og framleiðslufyrirtæki sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna boðar 3,9% hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir. 20. apríl 2019 08:00 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Segir það neyðarúrræði að hækka vöruverð Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, segir fyrirtækið knúið til að hækka verð. Tæpur helmingur útgjalda fyrirtækisins séu laun og hann vilji frekar ráðast í verðhækkanir en uppsagnir. 21. apríl 2019 20:00
Segir tölvupósta um verðhækkanir sýna fram á klofning innan SA Tölvupóstur hefur verið sendur á viðskiptavini ÍSAM sem er heildsölu- og framleiðslufyrirtæki um að verði kjarasamningar samþykkir hækki þeir verð á vörum sínum. Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir þetta til skammar og lítur á þetta sem klofning innan Samtaka atvinnulífsins. 20. apríl 2019 13:30
Verðhækkanir boðaðar vegna kjarasamninga ÍSAM, heildsölu- og framleiðslufyrirtæki sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna boðar 3,9% hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir. 20. apríl 2019 08:00