Heilbrigðisráðherra væntir lausna á mönnunarvanda í komandi kjarasamningum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. apríl 2019 19:30 Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að bæta starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og finna lausnir í komandi kjarasamningum. Þá þurfi að leita leiða til að fá fólk aftur til starfa á spítalana. Fjórum legurýmum var lokað á krabbameinsdeild Landspítalans í dag vegna mönnunarvanda að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Alvarlegur skortur er á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum á Landspítalanum að sögn forsvarsmanna og hefur þurft að loka deildum og rýmum á spítalanum og fresta aðgerðum vegna mönnunarvandans. Í dag bættust svo við frekari fregnir um lokanir vegna vöntunnar á fólki.Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands.„Ég var til dæmis að fá ábendingu um það í dag að búið væri að loka fjórum rúmum á 11 E sem er krabbameinsdeild Landspítalans vegna skorts á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum,“ segir Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Sandra segir að almennir starfsmenn hafi verið ráðnir til starfa á spítalann en varast þurfi að þeir gangi í störf sérmenntaðra stétta. „Það sem er líka alvarlegt er að það er verið að ráða almenna starfsmenn til að styðja við starfsemina á spítalanum og maður þarf að vera vakandi yfir hvert það leiðir okkur,“ segir hún. Hún bendir hins vegar á að Sjúkraliðafélagið í samstarfi við Landspítalann sé að fara af stað með átak þar sem bjóða á þessum hópi starfsmanna uppá sjúkraliðanám samhliða starfi. Svandís Svavarsdóttir hefur áhyggjur af stöðunni og segir verið að leita leiða til að bæta hana. „Við erum að reyna að ná reyna að ná utan um starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða með því að taka til skoðunnar alls konar hugmyndir sem hafa verið til umræðu um langt skeið. Nú eru náttúrulega kjarasamningar handan við hornið við þessar stéttir og það verður að vera partur að niðurstöðunni í þeim að skoða kjaramálin í víðu samhengi þ.e. starfsaðstæður og annað slíkt líka,“ segir Svandís. Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að bæta starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og finna lausnir í komandi kjarasamningum. Þá þurfi að leita leiða til að fá fólk aftur til starfa á spítalana. Fjórum legurýmum var lokað á krabbameinsdeild Landspítalans í dag vegna mönnunarvanda að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Alvarlegur skortur er á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum á Landspítalanum að sögn forsvarsmanna og hefur þurft að loka deildum og rýmum á spítalanum og fresta aðgerðum vegna mönnunarvandans. Í dag bættust svo við frekari fregnir um lokanir vegna vöntunnar á fólki.Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands.„Ég var til dæmis að fá ábendingu um það í dag að búið væri að loka fjórum rúmum á 11 E sem er krabbameinsdeild Landspítalans vegna skorts á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum,“ segir Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Sandra segir að almennir starfsmenn hafi verið ráðnir til starfa á spítalann en varast þurfi að þeir gangi í störf sérmenntaðra stétta. „Það sem er líka alvarlegt er að það er verið að ráða almenna starfsmenn til að styðja við starfsemina á spítalanum og maður þarf að vera vakandi yfir hvert það leiðir okkur,“ segir hún. Hún bendir hins vegar á að Sjúkraliðafélagið í samstarfi við Landspítalann sé að fara af stað með átak þar sem bjóða á þessum hópi starfsmanna uppá sjúkraliðanám samhliða starfi. Svandís Svavarsdóttir hefur áhyggjur af stöðunni og segir verið að leita leiða til að bæta hana. „Við erum að reyna að ná reyna að ná utan um starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða með því að taka til skoðunnar alls konar hugmyndir sem hafa verið til umræðu um langt skeið. Nú eru náttúrulega kjarasamningar handan við hornið við þessar stéttir og það verður að vera partur að niðurstöðunni í þeim að skoða kjaramálin í víðu samhengi þ.e. starfsaðstæður og annað slíkt líka,“ segir Svandís.
Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Sjá meira