Telur hatursglæpum hafa fjölgað hér á landi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 23. apríl 2019 20:30 Lögreglan þarf að standa sig betur þegar kemur að hatursglæpum hér á landi að sögn aðjúnkts í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Þekkingu skorti innan lögreglunnar til að bera kennsl á hatursglæpi og skrá þá rétt og því lítil sem engin tölfræði til. Einnig þurfi að vekja upp umræðu í samfélaginu um málefnið og auka fræðslu. Hún sé grunnur af því að uppræta glæpina.Í gær bárust fréttir af því að hópur unglingspilta réðist á dreng af erlendum uppruna fyrir utan verslunarkjarna í Grafarvogi. Drenginn lokkuðu þeir til sín í gegnum samskiptaforritið Snapchat. Sjónarvottur af atvikinu, sem sagðist hafa rætt við drenginn á staðnum, sagði hópinn hafa kallað hann skítugan útlending og sagt honum að sleikja skóna sína. Þegar hann neitaði var ráðist á hann. Eyrún Eyþórsdóttir, aðjúnkt í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, telur mál sem þessi heyra undir hatursglæpi. „Miðað viðþað sem að hefur átt sér stað varðandi haturstjáningu í samfélaginu og þá tölfræði sem við erum að sjá frá honum norðurlöndunum til dæmis. Þá held ég aðþað sé nánast hægt að fullyrða að hatursglæpum fer fjölgandi hérlendis,“ segir hún.Aðeins tuttugu prósent mála á borð lögreglu Hún bendir á að árið 2018 voru 250 hatursglæpir í Osló. Norska lögreglan telji þó að aðeins 20% haturglæpa komi inn á borð til þeirra. Á árunum 2016 til 2018 komu 50 hatursglæpir inn á borð lögreglunnar hér á landi. Miðað við að 600 þúsund íbúar séu í Osló og 350 þúsund íbúar hér landi. Þá segi tölfræðin okkur að haturglæpir séu líklega nokkuð faldir á Íslandi og það sé tvennt sem gæti spilað þar inn í „Annars vegar að lögreglukerfið sem við notumst við gerir ekki grein fyrir eða tilgreinir ekki sérstaklega hatursglæpi. Þeir eru ekki sérmerktir. Það vantar kannski að setja inn í kerfið þar sem hægt er að haka við hatursglæpi. Jafnframt haka við ásetninginn og á hverju hann byggist. Þannig að það sé hægt að draga út betri tölfræði. Svo er það hitt, þetta er kannski nýtt viðfangefni á Íslandi. Það skortir enn mikla þekkingu innan lögreglunnar hvað er þaðí glæpum sem gerir glæp að hatursglæp,“ segir hún. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan rannsakar skuggalegt atvik í Grafarvogi Mun ræða við drengi og foreldra þeirra. 22. apríl 2019 14:25 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Lögreglan þarf að standa sig betur þegar kemur að hatursglæpum hér á landi að sögn aðjúnkts í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Þekkingu skorti innan lögreglunnar til að bera kennsl á hatursglæpi og skrá þá rétt og því lítil sem engin tölfræði til. Einnig þurfi að vekja upp umræðu í samfélaginu um málefnið og auka fræðslu. Hún sé grunnur af því að uppræta glæpina.Í gær bárust fréttir af því að hópur unglingspilta réðist á dreng af erlendum uppruna fyrir utan verslunarkjarna í Grafarvogi. Drenginn lokkuðu þeir til sín í gegnum samskiptaforritið Snapchat. Sjónarvottur af atvikinu, sem sagðist hafa rætt við drenginn á staðnum, sagði hópinn hafa kallað hann skítugan útlending og sagt honum að sleikja skóna sína. Þegar hann neitaði var ráðist á hann. Eyrún Eyþórsdóttir, aðjúnkt í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, telur mál sem þessi heyra undir hatursglæpi. „Miðað viðþað sem að hefur átt sér stað varðandi haturstjáningu í samfélaginu og þá tölfræði sem við erum að sjá frá honum norðurlöndunum til dæmis. Þá held ég aðþað sé nánast hægt að fullyrða að hatursglæpum fer fjölgandi hérlendis,“ segir hún.Aðeins tuttugu prósent mála á borð lögreglu Hún bendir á að árið 2018 voru 250 hatursglæpir í Osló. Norska lögreglan telji þó að aðeins 20% haturglæpa komi inn á borð til þeirra. Á árunum 2016 til 2018 komu 50 hatursglæpir inn á borð lögreglunnar hér á landi. Miðað við að 600 þúsund íbúar séu í Osló og 350 þúsund íbúar hér landi. Þá segi tölfræðin okkur að haturglæpir séu líklega nokkuð faldir á Íslandi og það sé tvennt sem gæti spilað þar inn í „Annars vegar að lögreglukerfið sem við notumst við gerir ekki grein fyrir eða tilgreinir ekki sérstaklega hatursglæpi. Þeir eru ekki sérmerktir. Það vantar kannski að setja inn í kerfið þar sem hægt er að haka við hatursglæpi. Jafnframt haka við ásetninginn og á hverju hann byggist. Þannig að það sé hægt að draga út betri tölfræði. Svo er það hitt, þetta er kannski nýtt viðfangefni á Íslandi. Það skortir enn mikla þekkingu innan lögreglunnar hvað er þaðí glæpum sem gerir glæp að hatursglæp,“ segir hún.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan rannsakar skuggalegt atvik í Grafarvogi Mun ræða við drengi og foreldra þeirra. 22. apríl 2019 14:25 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Lögreglan rannsakar skuggalegt atvik í Grafarvogi Mun ræða við drengi og foreldra þeirra. 22. apríl 2019 14:25