Hækkanir leggjast þungt á framleiðslu Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 24. apríl 2019 07:15 Guðrún Hafsteinsdóttir er formaður stjórnar Samtaka iðnaðarins. Fréttablaðið/Anton Brink Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launahækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum. Launahækkanirnar sem kveðið er á um í nýjum kjarasamningum koma þungt niður á framleiðslufyrirtækjum. Þær geta því kallað á verðhækkanir eða hagræðingaraðgerðir að sögn Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns stjórnar Samtaka iðnaðarins og markaðsstjóra Kjöríss. „Það er ekkert launungarmál að kjarasamningarnir koma mjög misjafnlega niður á fyrirtækjum og þessar hækkanir lenda þungt á framleiðslugeiranum,“ segir Guðrún í samtali við Markaðinn. ÍSAM, sem á meðal annars Mylluna, Ora, Frón og Kexsmiðjuna, boðaði í síðustu viku hækkun á öllum vöruflokkum verði nýir kjarasamningar samþykktir. Önnur fyrirtæki á borð við Gæðabakstur hafa einnig ákveðið að hækka verð. Guðrún nefnir að framleiðslufyrirtæki hafi borið mikið af þeim kostnaði sem hlaust af gerð síðustu kjarasamninga árið 2015. „Þá héldu fyrirtæki í sér og voru orðin aðþrengd seinni part 2017 og á síðasta ári. Þegar við töluðum um að það væri ekki svigrúm þá vorum við að tala út frá þessum geirum. Launahækkanir geta því miður kallað á hækkun á vöruverði eða hagræðingaraðgerðir, sem við vitum öll hvað þýðir en viljum helst forðast. Við erum því miður búin að sjá á síðustu vikum að mörg fyrirtæki eru að hagræða hjá sér,“ segir Guðrún en bætir við að hún telji að samningarnir séu jákvæðir þegar heildarsamhengið er skoðað. „Þarna eru atriði eins og stytting vinnutíma og fleira sem fyrirtæki geta notað til mótvægis við beinar launahækkanir. Þetta eru flóknir samningar og það er verkefni atvinnurekenda að notfæra sér þá til hins ýtrasta,“ segir Guðrún og bætir við: „Markmið samningsins um lægri vexti munu skila heimilum og fyrirtækjum miklum ávinningi ef það gengur eftir.“ Þá hafi verið gríðarlega mikilvægt að ná fjögurra ára samningi til að skapa frið á vinnumarkaði þannig að fyrirtæki í landinu geti skipulagt fram í tímann. „Við sáum að fasteignasala var botnfrosin, sem og bílasala, og einkaneysla dróst saman. Það héldu allir að sér höndum, bæði einstaklingar og fyrirtæki.“ Þá verður fyrsti stjórnarfundur Samtaka iðnaðarins eftir gerð kjarasamninga haldinn í dag. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að þetta muni verða rætt á breiðum grunni á fundinum,“ segir Guðrún. Spurð hvernig félagsmenn samtakanna hafi tekið í kjarasamningana segir hún að margir séu sáttir en eðlilega séu skiptar skoðanir. „Aðalatriðið er að það tókst að semja, samningurinn er til langs tíma, með því er óvissu ýtt til hliðar og hægt að skipuleggja fram í tímann. Fyrirtæki munu bregðast við, hvert á sinn hátt en allar forsendur eru til staðar um að láta markmið samningsins um stöðugleika standa.“ Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur gagnrýnt boðaðar verðhækkanir harðlega. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), sagði sambandið íhuga það hvort hvetji ætti félagsmenn til að sniðganga fyrirtæki sem boða verðhækkanir á vörum vegna kjarasamninga. Þá sagði hún að verðlagseftirlit ASÍ yrði eflt til muna eftir kjarasamninga. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði ljóst að yfirlýsingar um verðhækkanir væru ekki til þess fallnar að vekja bjartsýni um að kjarasamningar héldu þegar kemur að forsenduákvæðum um að vextir lækki og að kaupmáttur launa verði tryggður. Atkvæðagreiðslu á meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins um lýkur í dag. Kjarasamningurinn felur í sér sérstaka áherslu á kjarabætur til tekjulágs launafólks þar sem launahækkanir samningsins eru allar í formi krónutöluhækkana á kauptaxta og föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu. Launahækkanir til þeirra sem starfa á töxtum nema 90 þúsund krónum á samningstímanum. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Neytendur Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launahækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum. Launahækkanirnar sem kveðið er á um í nýjum kjarasamningum koma þungt niður á framleiðslufyrirtækjum. Þær geta því kallað á verðhækkanir eða hagræðingaraðgerðir að sögn Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns stjórnar Samtaka iðnaðarins og markaðsstjóra Kjöríss. „Það er ekkert launungarmál að kjarasamningarnir koma mjög misjafnlega niður á fyrirtækjum og þessar hækkanir lenda þungt á framleiðslugeiranum,“ segir Guðrún í samtali við Markaðinn. ÍSAM, sem á meðal annars Mylluna, Ora, Frón og Kexsmiðjuna, boðaði í síðustu viku hækkun á öllum vöruflokkum verði nýir kjarasamningar samþykktir. Önnur fyrirtæki á borð við Gæðabakstur hafa einnig ákveðið að hækka verð. Guðrún nefnir að framleiðslufyrirtæki hafi borið mikið af þeim kostnaði sem hlaust af gerð síðustu kjarasamninga árið 2015. „Þá héldu fyrirtæki í sér og voru orðin aðþrengd seinni part 2017 og á síðasta ári. Þegar við töluðum um að það væri ekki svigrúm þá vorum við að tala út frá þessum geirum. Launahækkanir geta því miður kallað á hækkun á vöruverði eða hagræðingaraðgerðir, sem við vitum öll hvað þýðir en viljum helst forðast. Við erum því miður búin að sjá á síðustu vikum að mörg fyrirtæki eru að hagræða hjá sér,“ segir Guðrún en bætir við að hún telji að samningarnir séu jákvæðir þegar heildarsamhengið er skoðað. „Þarna eru atriði eins og stytting vinnutíma og fleira sem fyrirtæki geta notað til mótvægis við beinar launahækkanir. Þetta eru flóknir samningar og það er verkefni atvinnurekenda að notfæra sér þá til hins ýtrasta,“ segir Guðrún og bætir við: „Markmið samningsins um lægri vexti munu skila heimilum og fyrirtækjum miklum ávinningi ef það gengur eftir.“ Þá hafi verið gríðarlega mikilvægt að ná fjögurra ára samningi til að skapa frið á vinnumarkaði þannig að fyrirtæki í landinu geti skipulagt fram í tímann. „Við sáum að fasteignasala var botnfrosin, sem og bílasala, og einkaneysla dróst saman. Það héldu allir að sér höndum, bæði einstaklingar og fyrirtæki.“ Þá verður fyrsti stjórnarfundur Samtaka iðnaðarins eftir gerð kjarasamninga haldinn í dag. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að þetta muni verða rætt á breiðum grunni á fundinum,“ segir Guðrún. Spurð hvernig félagsmenn samtakanna hafi tekið í kjarasamningana segir hún að margir séu sáttir en eðlilega séu skiptar skoðanir. „Aðalatriðið er að það tókst að semja, samningurinn er til langs tíma, með því er óvissu ýtt til hliðar og hægt að skipuleggja fram í tímann. Fyrirtæki munu bregðast við, hvert á sinn hátt en allar forsendur eru til staðar um að láta markmið samningsins um stöðugleika standa.“ Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur gagnrýnt boðaðar verðhækkanir harðlega. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), sagði sambandið íhuga það hvort hvetji ætti félagsmenn til að sniðganga fyrirtæki sem boða verðhækkanir á vörum vegna kjarasamninga. Þá sagði hún að verðlagseftirlit ASÍ yrði eflt til muna eftir kjarasamninga. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði ljóst að yfirlýsingar um verðhækkanir væru ekki til þess fallnar að vekja bjartsýni um að kjarasamningar héldu þegar kemur að forsenduákvæðum um að vextir lækki og að kaupmáttur launa verði tryggður. Atkvæðagreiðslu á meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins um lýkur í dag. Kjarasamningurinn felur í sér sérstaka áherslu á kjarabætur til tekjulágs launafólks þar sem launahækkanir samningsins eru allar í formi krónutöluhækkana á kauptaxta og föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu. Launahækkanir til þeirra sem starfa á töxtum nema 90 þúsund krónum á samningstímanum.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Neytendur Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira