Braut gegn stúlku með „afar grófri“ myndsendingu og orðbragði Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2019 10:19 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Vísir/Hanna Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungri stúlku. Var honum einnig gert að greiða henni 200 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn var ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa árið 2017 brotið gegn blygðunarsemi stúlkunnar. Hann hafi viðhaft kynferðislegt og klámfengið tal við hana í farsímaskilaboðum og jafnframt sent henni ljósmynd af fólki í kynferðislegum athöfnum. Var þess krafist að maðurinn yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá krafði stúlkan manninn einnig um eina milljón króna í miskabætur. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi neitað sök við þingfestingu málsins á þeim forsendum að hann hefði ekki viðhaft kynferðislegt og klámfengið tal við stúlkuna. Hann endurskoðaði þessa afstöðu sína og játaði brot sín skýlaust við þinghald í gær. Með játningunni og öðrum gögnum málsins taldist því sannað að maðurinn væri sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Miskabætur til stúlkunnar þóttu hæfilegar 200 þúsund krónur. Litið var til þess að háttsemi mannsins var til þess fallin að valda stúlkunni miska en um „afar grófa myndsendingu og orðbragð“ var að ræða, líkt og segir í dómi. Einnig var horft til þess að ekki liggja fyrir sérfræðileg gögn um afleiðingar brotsins fyrir stúlkuna. Var maðurinn dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Einnig var honum gert að greiða stúlkunni 200 þúsund krónur í miskabætur líkt og áður segir, auk málskostnað upp á rúmar 500 þúsund krónur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungri stúlku. Var honum einnig gert að greiða henni 200 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn var ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa árið 2017 brotið gegn blygðunarsemi stúlkunnar. Hann hafi viðhaft kynferðislegt og klámfengið tal við hana í farsímaskilaboðum og jafnframt sent henni ljósmynd af fólki í kynferðislegum athöfnum. Var þess krafist að maðurinn yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá krafði stúlkan manninn einnig um eina milljón króna í miskabætur. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi neitað sök við þingfestingu málsins á þeim forsendum að hann hefði ekki viðhaft kynferðislegt og klámfengið tal við stúlkuna. Hann endurskoðaði þessa afstöðu sína og játaði brot sín skýlaust við þinghald í gær. Með játningunni og öðrum gögnum málsins taldist því sannað að maðurinn væri sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Miskabætur til stúlkunnar þóttu hæfilegar 200 þúsund krónur. Litið var til þess að háttsemi mannsins var til þess fallin að valda stúlkunni miska en um „afar grófa myndsendingu og orðbragð“ var að ræða, líkt og segir í dómi. Einnig var horft til þess að ekki liggja fyrir sérfræðileg gögn um afleiðingar brotsins fyrir stúlkuna. Var maðurinn dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Einnig var honum gert að greiða stúlkunni 200 þúsund krónur í miskabætur líkt og áður segir, auk málskostnað upp á rúmar 500 þúsund krónur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira