Olíuverð hækkar vegna deilu Bandaríkjanna og Íran Samúel Karl Ólason skrifar 24. apríl 2019 13:00 Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti því nýverið yfir að allar undanþágur vegna viðskiptaþvinganna Bandaríkjanna gagnvart Íran yrðu felldar niður þann fyrsta maí. Getty/Kaveh Kazemi Yfirvöld Íran hótuðu á dögunum að loka fyrir skipaumferð um Hormuzsund, innganginn að Persaflóa. Slík lokun hefði miklar afleiðingar þar sem að um fimmtungur allrar olíu í heiminum fer um sundið. Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti því nýverið yfir að allar undanþágur vegna viðskiptaþvinganna Bandaríkjanna gagnvart Íran yrðu felldar niður þann fyrsta maí. Það felur í sér að þau ríki sem kaupa olíu af Íran þurfa að hætta því eða sæta refsiaðgerðum. Þau ríki sem kaupa mesta olíu af Íran eru Kína, Suður-Kóreu, Indland, Japan og Tyrkland. OPEC-ríkin segjast auðveldlega geta fyllt upp í það gat á olíuframleiðslu sem stöðvun olíusölu frá Íran myndi leiða til.Olíuverð hefur aukist til muna á undanförnum dögum vegna deilunnar. Bandaríkjastjórn lagði viðskiptaþvinganir aftur á Íran í fyrra eftir að Donald Trump forseti rifti sagði sig frá kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við landið árið 2015. Þvingunum þessum er ætlað að draga verulega úr tekjum Íran. Yfirvöld Bandaríkjanna segja Írani hafa notað fjármuni sína frá olíusölu til þess að grafa undan öðrum ríkjum Mið-Austurlanda og styðja við bakið á hryðjuverkasamtökum. Sérfræðingar segja þó ólíklegt að Íran muni loka Hormuzsundi, sérstaklega þar sem því hafi verið hótað ítrekað á undanförnum árum. Bandaríkjastjórn sendi þó út yfirlýsingu í dag þar sem yfirvöld Íran voru hvött til að láta af hótunum sínum og virða frjáls flæði orku og vara og virða frjálsar siglingar. Áður en þessar nýjustu aðgerðir Bandaríkjanna voru tilkynntar á mánudaginn hafði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáð því að efnahagur Íran myndi dragast saman um sex prósent á þessu ári. Samkvæmt BBC hafa íbúar Íran fundið fyrir þvingunum Bandaríkjanna og hefur verðbólga aukist til muna þar í landi.Maximum pressure on the Iranian regime means maximum pressure. That's why the U.S. will not issue any exceptions to Iranian oil importers. The global oil market remains well-supplied. We're confident it will remain stable as jurisdictions transition away from Iranian crude.— Secretary Pompeo (@SecPompeo) April 22, 2019 Bandaríkin Bensín og olía Íran Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Yfirvöld Íran hótuðu á dögunum að loka fyrir skipaumferð um Hormuzsund, innganginn að Persaflóa. Slík lokun hefði miklar afleiðingar þar sem að um fimmtungur allrar olíu í heiminum fer um sundið. Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti því nýverið yfir að allar undanþágur vegna viðskiptaþvinganna Bandaríkjanna gagnvart Íran yrðu felldar niður þann fyrsta maí. Það felur í sér að þau ríki sem kaupa olíu af Íran þurfa að hætta því eða sæta refsiaðgerðum. Þau ríki sem kaupa mesta olíu af Íran eru Kína, Suður-Kóreu, Indland, Japan og Tyrkland. OPEC-ríkin segjast auðveldlega geta fyllt upp í það gat á olíuframleiðslu sem stöðvun olíusölu frá Íran myndi leiða til.Olíuverð hefur aukist til muna á undanförnum dögum vegna deilunnar. Bandaríkjastjórn lagði viðskiptaþvinganir aftur á Íran í fyrra eftir að Donald Trump forseti rifti sagði sig frá kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við landið árið 2015. Þvingunum þessum er ætlað að draga verulega úr tekjum Íran. Yfirvöld Bandaríkjanna segja Írani hafa notað fjármuni sína frá olíusölu til þess að grafa undan öðrum ríkjum Mið-Austurlanda og styðja við bakið á hryðjuverkasamtökum. Sérfræðingar segja þó ólíklegt að Íran muni loka Hormuzsundi, sérstaklega þar sem því hafi verið hótað ítrekað á undanförnum árum. Bandaríkjastjórn sendi þó út yfirlýsingu í dag þar sem yfirvöld Íran voru hvött til að láta af hótunum sínum og virða frjáls flæði orku og vara og virða frjálsar siglingar. Áður en þessar nýjustu aðgerðir Bandaríkjanna voru tilkynntar á mánudaginn hafði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáð því að efnahagur Íran myndi dragast saman um sex prósent á þessu ári. Samkvæmt BBC hafa íbúar Íran fundið fyrir þvingunum Bandaríkjanna og hefur verðbólga aukist til muna þar í landi.Maximum pressure on the Iranian regime means maximum pressure. That's why the U.S. will not issue any exceptions to Iranian oil importers. The global oil market remains well-supplied. We're confident it will remain stable as jurisdictions transition away from Iranian crude.— Secretary Pompeo (@SecPompeo) April 22, 2019
Bandaríkin Bensín og olía Íran Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira