Götubitahátíð á Miðbakkanum þriðju helgina í júlí Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. apríl 2019 14:45 Götubitahátíðin verður á Miðbakkanum. Fréttablaðið/Ernir Götubitahátíð verður haldin á Miðbakkanum í Reykjavík helgina 19.-21. júlí í sumar. Róbert Aron Magnússon, forsvarsmaður Reykjavík Street Food, segir að um sé að ræða fyrstu götubitahátíðina hér á landi þar sem götubiti er seldur í gámum, matvögnum og tjöldum. „Einnig verða básar fyrir pop up verlsanir, bar, kaffi sölu og matarmarkað ásamt öðru skemmtilegum nýjungum. Boðið uppá skemmtanir að ýmsum toga eins og plötusnúðar, tónlistamenn o.fl.,“ segir Róbert í tilkynningu. Samhliða hátíðinni verði haldin fyrsta keppnin í Iceland Street Food Awards þar sem fjölmargir íslenskir aðilar muni keppa upp titilinn besti Götubitinn 2019. Sigurvegarinn keppi svo fyrir Íslands hönd í European Street Food Awards í Svíþjóð í september. Heimsþekktir dómarar innan matvælageirans dæma í keppninni í Malmö að sögn Róberts. „Nú þegar hafa mjög margir söluaðilar sýnt áhuga á að taka þátt í keppninni hérlendis. Einnig erum við í viðræðum við mjög spennandi aðila að taka að sér sæti í dómnefnd, en það verður tilkynnt nánar síðar,“ segir Róbert en selt er inn á hátíðina. Aðspurður segir Róbert að miðaverði verði stillt í hóf, eins og „alvöru street food“ segi til um. Viðræður við söluaðila standi yfir og í framhaldinu verði útfærslur kynntar og dagskráin sömuleiðis. Nú þegar hafi um tuttugu aðilar skráð sig til leiks.Fram kom á dögunum að Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir væru komin í samstarf um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými. Í dag eru þar bílastæði. „Við erum með beiðni um samstarf frá Boxinu-matarmarkaði. Það eru hugmyndir uppi um brettagarð, boltavöll, mögulegt samstarf við Listasafn Reykjavíkur. Í núverandi skipulagi er gert ráð fyrir móttökuhúsi fyrir skemmtiferðaskipin, það gæti verið fjölnota hús,“ sagði Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarformaður Faxaflóahafna, við Fréttablaðið í mars. Reykjavík Street Food stóð fyrir Boxinu-matarmarkaði í Skeifunni sumarið 2018. Þá stóð markaðurinn yfir í níu vikur en eins og höfuðborgarbúar muna vafalítið eftir var fátt um fína drætti hvað veðrið varðaði stærstan hluta sumars. „Ég fékk tvo sólardaga á níu vikum,“ segir Róbert Aron og hlær. Hann veðji því á júlí enda mestar líkur á góðu veðri. Sólardagarnir tveir í fyrra hafi einmitt komið í júlí. Matur Reykjavík Tengdar fréttir Reykjavík Street Food heldur áfram Upprunalega stóð til að loka markaðinum í lok júlí en vegna eftirspurnar var ákveðið að framlengja dvöl hans í Skeifunni. 15. ágúst 2018 15:34 Markmiðið að kynna alvöru street food Box verður götumarkaður þar sem hægt verður að kaupa sér spennandi götumat, tísku og horfa á HM í knattspyrnu – allt saman í Skeifunni. Herlegheitin munu verða opin frá 1. júní til 29. júlí í sumar. 8. mars 2018 06:00 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Götubitahátíð verður haldin á Miðbakkanum í Reykjavík helgina 19.-21. júlí í sumar. Róbert Aron Magnússon, forsvarsmaður Reykjavík Street Food, segir að um sé að ræða fyrstu götubitahátíðina hér á landi þar sem götubiti er seldur í gámum, matvögnum og tjöldum. „Einnig verða básar fyrir pop up verlsanir, bar, kaffi sölu og matarmarkað ásamt öðru skemmtilegum nýjungum. Boðið uppá skemmtanir að ýmsum toga eins og plötusnúðar, tónlistamenn o.fl.,“ segir Róbert í tilkynningu. Samhliða hátíðinni verði haldin fyrsta keppnin í Iceland Street Food Awards þar sem fjölmargir íslenskir aðilar muni keppa upp titilinn besti Götubitinn 2019. Sigurvegarinn keppi svo fyrir Íslands hönd í European Street Food Awards í Svíþjóð í september. Heimsþekktir dómarar innan matvælageirans dæma í keppninni í Malmö að sögn Róberts. „Nú þegar hafa mjög margir söluaðilar sýnt áhuga á að taka þátt í keppninni hérlendis. Einnig erum við í viðræðum við mjög spennandi aðila að taka að sér sæti í dómnefnd, en það verður tilkynnt nánar síðar,“ segir Róbert en selt er inn á hátíðina. Aðspurður segir Róbert að miðaverði verði stillt í hóf, eins og „alvöru street food“ segi til um. Viðræður við söluaðila standi yfir og í framhaldinu verði útfærslur kynntar og dagskráin sömuleiðis. Nú þegar hafi um tuttugu aðilar skráð sig til leiks.Fram kom á dögunum að Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir væru komin í samstarf um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými. Í dag eru þar bílastæði. „Við erum með beiðni um samstarf frá Boxinu-matarmarkaði. Það eru hugmyndir uppi um brettagarð, boltavöll, mögulegt samstarf við Listasafn Reykjavíkur. Í núverandi skipulagi er gert ráð fyrir móttökuhúsi fyrir skemmtiferðaskipin, það gæti verið fjölnota hús,“ sagði Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarformaður Faxaflóahafna, við Fréttablaðið í mars. Reykjavík Street Food stóð fyrir Boxinu-matarmarkaði í Skeifunni sumarið 2018. Þá stóð markaðurinn yfir í níu vikur en eins og höfuðborgarbúar muna vafalítið eftir var fátt um fína drætti hvað veðrið varðaði stærstan hluta sumars. „Ég fékk tvo sólardaga á níu vikum,“ segir Róbert Aron og hlær. Hann veðji því á júlí enda mestar líkur á góðu veðri. Sólardagarnir tveir í fyrra hafi einmitt komið í júlí.
Matur Reykjavík Tengdar fréttir Reykjavík Street Food heldur áfram Upprunalega stóð til að loka markaðinum í lok júlí en vegna eftirspurnar var ákveðið að framlengja dvöl hans í Skeifunni. 15. ágúst 2018 15:34 Markmiðið að kynna alvöru street food Box verður götumarkaður þar sem hægt verður að kaupa sér spennandi götumat, tísku og horfa á HM í knattspyrnu – allt saman í Skeifunni. Herlegheitin munu verða opin frá 1. júní til 29. júlí í sumar. 8. mars 2018 06:00 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Reykjavík Street Food heldur áfram Upprunalega stóð til að loka markaðinum í lok júlí en vegna eftirspurnar var ákveðið að framlengja dvöl hans í Skeifunni. 15. ágúst 2018 15:34
Markmiðið að kynna alvöru street food Box verður götumarkaður þar sem hægt verður að kaupa sér spennandi götumat, tísku og horfa á HM í knattspyrnu – allt saman í Skeifunni. Herlegheitin munu verða opin frá 1. júní til 29. júlí í sumar. 8. mars 2018 06:00