Starfsmenn Hallgrímskirkju fá loksins kaffistofu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. apríl 2019 20:00 Starfsmenn Hallgrímskirkju fá loksins kaffistofu, organistar skrifstofu og ný lyfta sem leysa mun þá gömlu af hólmi verður bæði hraðskreiðari og öruggari. Miklar framkvæmdir standa nú yfir í kirkjunni sem að miklu leiti eru fjármagnaðar með aðgangseyri sem gestir greiða til að fara upp í turninn. Í 50 ár hefur sama lyftan komið fólki upp og niður Hallgrímskirkjuturn en nú á að breyta og koma upp nýrri og betri lyftu líkt og greint var frá fyrir páska. En það eru ekki aðeins framkvæmdir við nýja lyftu sem standa yfir, en síðan kirkjan var tekin í notkun hefur önnur hæð hennar aldrei verið kláruð og hefur að mestu verið notuð sem geymsla. „Við erum að innrétta hérna skrifstofurými annars vegar fyrir organistana og hins vegar starfsmannaaðstöðu. Löngu tímabært,“ segir Sigríður Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju. „Framkvæmdir eru bara að hefjast og það verður unnið allan sólarhringinn núna þangað til 27. maí, þá reiknum við með að framkvæmdum ljúki og vonandi gengur það allt eftir,“ segir Sigríður og vísar þar til framkvæmda vegna nýju lyftunnar en lokað er upp í turninn á meðan þær standa yfir. „Við erum að gera breytingar á öllum hæðum, við erum að gera sem sagt brunahólf á öllum hæðum á milli lyftu og björgunarstigans,“ bætir hún við, en aðspurð segir hún að undirbúningur að bættum brunavörnum hafi staðið yfir síðan nokkru áður en Notre Dame-dómkirkjan í París brann á dögunum. Nýja lyftan verður bæði hraðskreiðari og öryggari. „Gamla lyftan var þannig að þú gast fests upp á hæðunum. Við höfum eiginlega ekki getað notað hæðirnar almennilega undanfarin ár á meðan það er svona mikill fólksfjöldi vegna þess að þú kemst ekki niður, hún er alltaf full. Þannig að nýja lyftan verður með svona VIP-takka, þannig að hún kemur ekki full þannig að þú kemst aftur niður ef að þú ert kominn upp á hæð.“ Áætlaður kostnaður við nýju lyftuna er um 40 milljónir en þeir um það bil 300 þúsund gestir sem heimsækja kirkjuna árlega greiða hver og einn þúsund krónur til að fara upp í turninn. Þessar tekjur nýtast vel til að standa straum af kostnaði við framkvæmdirnar að sögn Sigríðar. „Það eru þær sem gera okkur þetta kleift, og kannski líka kalla eftir þörfinni.“ Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Þjóðkirkjan Hallgrímskirkja Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Starfsmenn Hallgrímskirkju fá loksins kaffistofu, organistar skrifstofu og ný lyfta sem leysa mun þá gömlu af hólmi verður bæði hraðskreiðari og öruggari. Miklar framkvæmdir standa nú yfir í kirkjunni sem að miklu leiti eru fjármagnaðar með aðgangseyri sem gestir greiða til að fara upp í turninn. Í 50 ár hefur sama lyftan komið fólki upp og niður Hallgrímskirkjuturn en nú á að breyta og koma upp nýrri og betri lyftu líkt og greint var frá fyrir páska. En það eru ekki aðeins framkvæmdir við nýja lyftu sem standa yfir, en síðan kirkjan var tekin í notkun hefur önnur hæð hennar aldrei verið kláruð og hefur að mestu verið notuð sem geymsla. „Við erum að innrétta hérna skrifstofurými annars vegar fyrir organistana og hins vegar starfsmannaaðstöðu. Löngu tímabært,“ segir Sigríður Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju. „Framkvæmdir eru bara að hefjast og það verður unnið allan sólarhringinn núna þangað til 27. maí, þá reiknum við með að framkvæmdum ljúki og vonandi gengur það allt eftir,“ segir Sigríður og vísar þar til framkvæmda vegna nýju lyftunnar en lokað er upp í turninn á meðan þær standa yfir. „Við erum að gera breytingar á öllum hæðum, við erum að gera sem sagt brunahólf á öllum hæðum á milli lyftu og björgunarstigans,“ bætir hún við, en aðspurð segir hún að undirbúningur að bættum brunavörnum hafi staðið yfir síðan nokkru áður en Notre Dame-dómkirkjan í París brann á dögunum. Nýja lyftan verður bæði hraðskreiðari og öryggari. „Gamla lyftan var þannig að þú gast fests upp á hæðunum. Við höfum eiginlega ekki getað notað hæðirnar almennilega undanfarin ár á meðan það er svona mikill fólksfjöldi vegna þess að þú kemst ekki niður, hún er alltaf full. Þannig að nýja lyftan verður með svona VIP-takka, þannig að hún kemur ekki full þannig að þú kemst aftur niður ef að þú ert kominn upp á hæð.“ Áætlaður kostnaður við nýju lyftuna er um 40 milljónir en þeir um það bil 300 þúsund gestir sem heimsækja kirkjuna árlega greiða hver og einn þúsund krónur til að fara upp í turninn. Þessar tekjur nýtast vel til að standa straum af kostnaði við framkvæmdirnar að sögn Sigríðar. „Það eru þær sem gera okkur þetta kleift, og kannski líka kalla eftir þörfinni.“
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Þjóðkirkjan Hallgrímskirkja Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira