Rétt sé að sniðganga þá sem hækka verð Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2019 18:57 Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Þorbjörn Þórðarson Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. Þau hvetja því neytendur til að beina viðskiptum sínum til „ábyrgra fyrirtækja,“ að því er fram kemur í yfirlýsingu frá stjórninni. Stjórn Neytendasamtakanna fundaði í dag vegna fyrirhugaðra verðhækkana. Mest hefur farið fyrir yfirlýsingum ÍSAM sem hyggst hækka vöruverð frá 1,9% til 3,9%. Þá hefur Gæðabakstur, sem einnig á Kristjánsbakarí, boðað 6,2% verðhækkanir á vörum sínum. Neytendasamtökin tala enga tæpitungu í fyrrnefndri yfirlýsingu sinni. Það sé þeirra mat að neytendur muni ekki sætta sig við „óábyrgar verðhækkanir.“ Forstjóri ÍSAM sagði í samtali við Vísi í dag að hækkanir fyrirtækisins væru hóflegar og ekki tilefni til sniðgöngu, eins og Neytendasamtökin kalla eftir. Þau segja hækkanir sem þessar til þess fallnar að auka verðbólgu „em aftur vegur að grundvelli kjarasamninganna og eru bein ógn við hagsmuni neytenda, launafólks og fyrirtækja. Ljóst er að langflestir atvinnurekendur hafa svigrúm til að mæta kjarasamningnum með öðrum hætti en að seilast í vasa neytenda,“ segir í yfirlýsingu Neytendasamtakanna. „Neytendasamtökin hvetja neytendur til að beina viðskiptum sínum til ábyrgra fyrirtækja. Samtökin munu áfram fylgjast vel með verðlagsþróun og halda sínum félagsmönnum og almenningi vel upplýstum. Neytendur Tengdar fréttir Forstjóri ÍSAM telur hækkanirnar hóflegar og ekki tilefni til sniðgöngu Forstjóri ÍSAM segir tölvupóstinn, sem fyrirtækið sendi viðskiptavinum sínum til að boða verðhækkanir yrðu kjarasamningar samþykktir, hafa verið óheppilega tímasettan. 24. apríl 2019 13:56 Hækkanir leggjast þungt á framleiðslu Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launahækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum. 24. apríl 2019 07:15 Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur afar misráðið að ráðast í verðhækkanir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, telur verðhækkanir grafa undan forsendum kjarasamninganna. 23. apríl 2019 15:33 Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. Þau hvetja því neytendur til að beina viðskiptum sínum til „ábyrgra fyrirtækja,“ að því er fram kemur í yfirlýsingu frá stjórninni. Stjórn Neytendasamtakanna fundaði í dag vegna fyrirhugaðra verðhækkana. Mest hefur farið fyrir yfirlýsingum ÍSAM sem hyggst hækka vöruverð frá 1,9% til 3,9%. Þá hefur Gæðabakstur, sem einnig á Kristjánsbakarí, boðað 6,2% verðhækkanir á vörum sínum. Neytendasamtökin tala enga tæpitungu í fyrrnefndri yfirlýsingu sinni. Það sé þeirra mat að neytendur muni ekki sætta sig við „óábyrgar verðhækkanir.“ Forstjóri ÍSAM sagði í samtali við Vísi í dag að hækkanir fyrirtækisins væru hóflegar og ekki tilefni til sniðgöngu, eins og Neytendasamtökin kalla eftir. Þau segja hækkanir sem þessar til þess fallnar að auka verðbólgu „em aftur vegur að grundvelli kjarasamninganna og eru bein ógn við hagsmuni neytenda, launafólks og fyrirtækja. Ljóst er að langflestir atvinnurekendur hafa svigrúm til að mæta kjarasamningnum með öðrum hætti en að seilast í vasa neytenda,“ segir í yfirlýsingu Neytendasamtakanna. „Neytendasamtökin hvetja neytendur til að beina viðskiptum sínum til ábyrgra fyrirtækja. Samtökin munu áfram fylgjast vel með verðlagsþróun og halda sínum félagsmönnum og almenningi vel upplýstum.
Neytendur Tengdar fréttir Forstjóri ÍSAM telur hækkanirnar hóflegar og ekki tilefni til sniðgöngu Forstjóri ÍSAM segir tölvupóstinn, sem fyrirtækið sendi viðskiptavinum sínum til að boða verðhækkanir yrðu kjarasamningar samþykktir, hafa verið óheppilega tímasettan. 24. apríl 2019 13:56 Hækkanir leggjast þungt á framleiðslu Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launahækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum. 24. apríl 2019 07:15 Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur afar misráðið að ráðast í verðhækkanir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, telur verðhækkanir grafa undan forsendum kjarasamninganna. 23. apríl 2019 15:33 Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Forstjóri ÍSAM telur hækkanirnar hóflegar og ekki tilefni til sniðgöngu Forstjóri ÍSAM segir tölvupóstinn, sem fyrirtækið sendi viðskiptavinum sínum til að boða verðhækkanir yrðu kjarasamningar samþykktir, hafa verið óheppilega tímasettan. 24. apríl 2019 13:56
Hækkanir leggjast þungt á framleiðslu Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launahækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum. 24. apríl 2019 07:15
Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur afar misráðið að ráðast í verðhækkanir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, telur verðhækkanir grafa undan forsendum kjarasamninganna. 23. apríl 2019 15:33