Létti líf fjölskyldunnar að fá hjól til afnota Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 25. apríl 2019 20:00 Fjölskyldan segir hjólið mikilvægt hjálpartæki, enda sé það partur í að auka við þroska Sunnu. Fjölda foreldra fatlaðra barna hefur verið neitað um niðurgreiðslu á hjóli fyrir börn sín hjá Sjúkratryggingum Íslands, þrátt fyrir að sjúkraþjálfari hafi sótt um. Foreldri langveikrar stúlku segir hjól nauðsynlegt hjálpartæki, sérstaklega fyrir börn sem þarfnast umönnunar allan daginn. Hjólin séu dýr og ekki á færi allra að kaupa þau. Dóttir Sigurðar Jóhannessonar er með AHC sjúkdóminn sem lýsir sér þannig að hún fær reglulega krampa sem valda ýmiskonar eftirköstum og stundum tímabundinni lömun. Hún er þrettán ára gömul og notast við hjólastól. Lífsgæði hennar eru skert að mörgu leyti en eftir að vinur Sigurðar safnaði fyrir hjóli sem fjölskyldan nýtir sér jókst þroski hennar og umönnun foreldranna varð auðveldari. Sigurður segist ekki skilja hvers vegna svona mörg fötluð börn fái neitun um niðurgreiðslu á hjóli hjá Sjúkratryggingum. Hjólin kosti frá hálfri milljón upp í rúma milljón. „Þetta er bara gjörsamlega búið að breyta öllu varðandi umönnun fyrir Sunnu því að henni líður svo vel á hjólinu og finnst svo gott að fara út að hjóla og um leið og henni líður betur þá líður allri fjölskyldunni betur. Fyrir utan það að hún er búin að þroskast alveg gríðarlega við að geta farið á aðra staði sem hún komst ekki á áður," segir Sigurður. Hann segir foreldra fá neitun af ýmsum ástæðum og gefast á endanum upp áþví að reyna. Til að sækja um hjól þurfi sjúkraþjálfari, læknir eða iðjuþjálfari að skila inn umsókn. Hann bendir á aðí Hollandi til dæmis séu hjól sem þessi niðurgreidd að fullu enda talin hjálpartæki fyrir fatlaða. „Það er dálítið furðulegt ef þú ert að tala um hjálpartæki fyrir fatlað barn þá segir það sig sjálft að oftast geti það ekki hjólað sjálft. Þá fær það ekki hjól af því það þarf einhver að hjálpa þeim. Það má heldur ekki hafa rafmagnsstuðning. Það er bannað. Það er svolítil mótsögn í þessu að vera að niðurgreiða hjálpartæki fyrir fötluð börn en þau mega ekki vera fötluð,“ segir hann. Heilbrigðismál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Nýtt slagorð ungra Miðflokksmanna: „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira
Fjölda foreldra fatlaðra barna hefur verið neitað um niðurgreiðslu á hjóli fyrir börn sín hjá Sjúkratryggingum Íslands, þrátt fyrir að sjúkraþjálfari hafi sótt um. Foreldri langveikrar stúlku segir hjól nauðsynlegt hjálpartæki, sérstaklega fyrir börn sem þarfnast umönnunar allan daginn. Hjólin séu dýr og ekki á færi allra að kaupa þau. Dóttir Sigurðar Jóhannessonar er með AHC sjúkdóminn sem lýsir sér þannig að hún fær reglulega krampa sem valda ýmiskonar eftirköstum og stundum tímabundinni lömun. Hún er þrettán ára gömul og notast við hjólastól. Lífsgæði hennar eru skert að mörgu leyti en eftir að vinur Sigurðar safnaði fyrir hjóli sem fjölskyldan nýtir sér jókst þroski hennar og umönnun foreldranna varð auðveldari. Sigurður segist ekki skilja hvers vegna svona mörg fötluð börn fái neitun um niðurgreiðslu á hjóli hjá Sjúkratryggingum. Hjólin kosti frá hálfri milljón upp í rúma milljón. „Þetta er bara gjörsamlega búið að breyta öllu varðandi umönnun fyrir Sunnu því að henni líður svo vel á hjólinu og finnst svo gott að fara út að hjóla og um leið og henni líður betur þá líður allri fjölskyldunni betur. Fyrir utan það að hún er búin að þroskast alveg gríðarlega við að geta farið á aðra staði sem hún komst ekki á áður," segir Sigurður. Hann segir foreldra fá neitun af ýmsum ástæðum og gefast á endanum upp áþví að reyna. Til að sækja um hjól þurfi sjúkraþjálfari, læknir eða iðjuþjálfari að skila inn umsókn. Hann bendir á aðí Hollandi til dæmis séu hjól sem þessi niðurgreidd að fullu enda talin hjálpartæki fyrir fatlaða. „Það er dálítið furðulegt ef þú ert að tala um hjálpartæki fyrir fatlað barn þá segir það sig sjálft að oftast geti það ekki hjólað sjálft. Þá fær það ekki hjól af því það þarf einhver að hjálpa þeim. Það má heldur ekki hafa rafmagnsstuðning. Það er bannað. Það er svolítil mótsögn í þessu að vera að niðurgreiða hjálpartæki fyrir fötluð börn en þau mega ekki vera fötluð,“ segir hann.
Heilbrigðismál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Nýtt slagorð ungra Miðflokksmanna: „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira