Pólski sendiherrann vonar að nýr Herjólfur verði afhentur í næsta mánuði Sighvatur Jónsson skrifar 29. apríl 2019 20:00 Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi. Vísir/Baldur Pólski sendiherrann á Íslandi vonar að nýr Herjólfur verði afhentur Vegagerðinni í næsta mánuði. Hann hafði milligöngu um fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar hjá samgönguráðherra fyrir helgi. Ráðherra segist hafa hvatt til þess að skipasmíðastöðin og Vegagerðin næðu saman sem fyrst svo afhenda megi skipið. Deilt hefur verið um afhendingu nýs Herjólfs. Skipasmíðastöðin segir aukakostnað nema rúmum milljarði en íslenska ríkið neitar að borga rúma fimm milljarða króna fyrir nýja Vestmannaeyjaferju. Fulltrúar pólsku skipasmíðastöðvarinnar hittu Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra í ráðuneyti hans á föstudag. Þeir buðu íslenska ríkinu að bankaábyrgð vegna smíði Herjólfs verði framlengd til þriggja mánaða til að liðka fyrir samningaviðræðum. Deila um afhendingu nýs Herjólfs kom til tals þegar utanríkisráðherra Póllands fundaði með íslenskum starfsbróður sínum í Reykjavík í upphafi mánaðarins. Pólski sendiherrann segir að þrýstingur um að hann myndi beita sér í málinu hafi verið meiri frá Íslendingum en Pólverjum. „Það voru íslenskir þingmenn sem höfðu áhyggjur af flutningum á milli Íslands og hinna fallegu Vestmannaeyja,“ segir Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi og bætir við: „Ferjan er tilbúin, við getum afhent hana innan mánaðar.“Um borð í nýjum Herjólfi.Mynd/Andrés SigurðssonEkki samningafundur Sendiherrann las úr bréfi frá pólsku skipasmíðastöðinni fyrir fréttastofu þar sem fram kom ánægja með fund þeirra með íslenska samgönguráðherranum. „Þetta er bréf til samgönguráðherrans ykkar og nú bíðum við eftir að Íslendingar taki næsta skref,“ segir Gerard. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, segir að hann hafi bent Pólverjunum á að fundurinn væri ekki samningafundur. „Í okkar kerfi er það Vegagerðin sem er með þetta verkefni og ég ætlaðist til að þeir tveir aðilar myndu koma sér saman um niðurstöðu og afhenda skipið sem fyrst og ganga frá þeim greiðslum sem þar af út af standa,“ segir Sigurður Ingi.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Samningar standi Sigurður Ingi segir að samningar um smíði Herjólfs standi og þar sé tekið á öllum þeim breytingum sem hafi verið gerðar í smíðaferlinu. „Séu einhverjar aðrar kröfur upp á borðinu voru menn sammála um að það færi þá fyrir gerðardóm, það er hin eðlilega leið,“ segir ráðherra.Þannig að það er annaðhvort fjórir milljarðar eða gerðardómur? Menn eru ekkert að ræða saman um eitthvað þar á milli? „Að sjálfsögðu eru menn að tala saman. Það eru liðnar nokkrar vikur frá því að mér skilst að menn hefðu getað sett punktinn fyrir aftan samningana. Ég vænti þess að menn geri það sem hraðast. Það var að minnsta kosti mín hvatning til þessara aðila á föstudaginn,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Herjólfur Samgöngur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira
Pólski sendiherrann á Íslandi vonar að nýr Herjólfur verði afhentur Vegagerðinni í næsta mánuði. Hann hafði milligöngu um fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar hjá samgönguráðherra fyrir helgi. Ráðherra segist hafa hvatt til þess að skipasmíðastöðin og Vegagerðin næðu saman sem fyrst svo afhenda megi skipið. Deilt hefur verið um afhendingu nýs Herjólfs. Skipasmíðastöðin segir aukakostnað nema rúmum milljarði en íslenska ríkið neitar að borga rúma fimm milljarða króna fyrir nýja Vestmannaeyjaferju. Fulltrúar pólsku skipasmíðastöðvarinnar hittu Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra í ráðuneyti hans á föstudag. Þeir buðu íslenska ríkinu að bankaábyrgð vegna smíði Herjólfs verði framlengd til þriggja mánaða til að liðka fyrir samningaviðræðum. Deila um afhendingu nýs Herjólfs kom til tals þegar utanríkisráðherra Póllands fundaði með íslenskum starfsbróður sínum í Reykjavík í upphafi mánaðarins. Pólski sendiherrann segir að þrýstingur um að hann myndi beita sér í málinu hafi verið meiri frá Íslendingum en Pólverjum. „Það voru íslenskir þingmenn sem höfðu áhyggjur af flutningum á milli Íslands og hinna fallegu Vestmannaeyja,“ segir Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi og bætir við: „Ferjan er tilbúin, við getum afhent hana innan mánaðar.“Um borð í nýjum Herjólfi.Mynd/Andrés SigurðssonEkki samningafundur Sendiherrann las úr bréfi frá pólsku skipasmíðastöðinni fyrir fréttastofu þar sem fram kom ánægja með fund þeirra með íslenska samgönguráðherranum. „Þetta er bréf til samgönguráðherrans ykkar og nú bíðum við eftir að Íslendingar taki næsta skref,“ segir Gerard. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, segir að hann hafi bent Pólverjunum á að fundurinn væri ekki samningafundur. „Í okkar kerfi er það Vegagerðin sem er með þetta verkefni og ég ætlaðist til að þeir tveir aðilar myndu koma sér saman um niðurstöðu og afhenda skipið sem fyrst og ganga frá þeim greiðslum sem þar af út af standa,“ segir Sigurður Ingi.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Samningar standi Sigurður Ingi segir að samningar um smíði Herjólfs standi og þar sé tekið á öllum þeim breytingum sem hafi verið gerðar í smíðaferlinu. „Séu einhverjar aðrar kröfur upp á borðinu voru menn sammála um að það færi þá fyrir gerðardóm, það er hin eðlilega leið,“ segir ráðherra.Þannig að það er annaðhvort fjórir milljarðar eða gerðardómur? Menn eru ekkert að ræða saman um eitthvað þar á milli? „Að sjálfsögðu eru menn að tala saman. Það eru liðnar nokkrar vikur frá því að mér skilst að menn hefðu getað sett punktinn fyrir aftan samningana. Ég vænti þess að menn geri það sem hraðast. Það var að minnsta kosti mín hvatning til þessara aðila á föstudaginn,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Herjólfur Samgöngur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira