Stefnt á aukna efnistöku úr Ingólfsfjalli Sveinn Arnarsson skrifar 10. apríl 2019 06:45 Auka á efnistöku úr Ingólfsfjalli. fréttablaðið/óli kristján Fyrirhugað er að stækka Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli á næstu árum og vinna meira efni úr fjallinu til framkvæmda á Suðurlandi. Fulltrúi landeigenda og framkvæmdaaðili hafa kynnt Árborg og Ölfusi framkvæmdaáætlanir vegna fyrirhugaðrar stækkunar. Bæjarráð Árborgar fagnar stækkuninni. Á síðasta fundi bæjarráðs Árborgar var málið tekið fyrir. „Bæjarráð fagnar þeirri vinnu sem farin er af stað í þessum efnum enda eru miklir hagsmunir í húfi fyrir sveitarfélagið að náman verði starfrækt í sátt til framtíðar,“ segir í bókun fundarins. Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar, segir það skipta miklu máli að ná efni þarna úr fjallinu. „Það sem vakir helst fyrir okkur er mikilvægi þess að ná í efni stutt frá framkvæmdum í stað þess að þurfa að ná í efni lengra frá. Ef við þyrftum að gera það þá væri líklegt að húsnæðisverð yrði hærra sem og að allar framkvæmdir í bæjarfélaginu yrðu mun dýrari en nú er. Því er þetta hagsmunamál okkar að hægt sé að ná í efni í sátt við umhverfið á þessum stað,“ segir Eggert Valur. Landvernd hefur um langa hríð barist gegn þessum framkvæmdum og segir þær óafturkræfar með öllu. Skipulagsstofnun hafi einnig á síðasta áratug gefið afar neikvætt álit um framkvæmdirnar en leyfisveitandinn, Árborg, hafi farið gegn álitinu. „Við höfum alla tíð barist gegn þessum framkvæmdum í Ingólfsfjalli með þessum árangri, það er að segja, engum,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Eggert Valur er sammála því að auðvitað sé námuvinnsla í fjallinu ekki til þess fallin að fegra fjallið. „Auðvitað er þetta lýti, en það verður ekki bæði sleppt og haldið í þessum efnum,“ segir Eggert Valur. „Hins vegar höfum við séð tölvumyndir af svæðinu og þegar framkvæmdatíma lýkur á þetta nú að líta ágætlega út.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Ölfus Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Sjá meira
Fyrirhugað er að stækka Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli á næstu árum og vinna meira efni úr fjallinu til framkvæmda á Suðurlandi. Fulltrúi landeigenda og framkvæmdaaðili hafa kynnt Árborg og Ölfusi framkvæmdaáætlanir vegna fyrirhugaðrar stækkunar. Bæjarráð Árborgar fagnar stækkuninni. Á síðasta fundi bæjarráðs Árborgar var málið tekið fyrir. „Bæjarráð fagnar þeirri vinnu sem farin er af stað í þessum efnum enda eru miklir hagsmunir í húfi fyrir sveitarfélagið að náman verði starfrækt í sátt til framtíðar,“ segir í bókun fundarins. Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar, segir það skipta miklu máli að ná efni þarna úr fjallinu. „Það sem vakir helst fyrir okkur er mikilvægi þess að ná í efni stutt frá framkvæmdum í stað þess að þurfa að ná í efni lengra frá. Ef við þyrftum að gera það þá væri líklegt að húsnæðisverð yrði hærra sem og að allar framkvæmdir í bæjarfélaginu yrðu mun dýrari en nú er. Því er þetta hagsmunamál okkar að hægt sé að ná í efni í sátt við umhverfið á þessum stað,“ segir Eggert Valur. Landvernd hefur um langa hríð barist gegn þessum framkvæmdum og segir þær óafturkræfar með öllu. Skipulagsstofnun hafi einnig á síðasta áratug gefið afar neikvætt álit um framkvæmdirnar en leyfisveitandinn, Árborg, hafi farið gegn álitinu. „Við höfum alla tíð barist gegn þessum framkvæmdum í Ingólfsfjalli með þessum árangri, það er að segja, engum,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Eggert Valur er sammála því að auðvitað sé námuvinnsla í fjallinu ekki til þess fallin að fegra fjallið. „Auðvitað er þetta lýti, en það verður ekki bæði sleppt og haldið í þessum efnum,“ segir Eggert Valur. „Hins vegar höfum við séð tölvumyndir af svæðinu og þegar framkvæmdatíma lýkur á þetta nú að líta ágætlega út.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Ölfus Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Sjá meira