Móðgunin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 10. apríl 2019 07:00 Yfirleitt er það svo, eins og margir hafa rekið sig á í lífinu, að mun betra er að muna eftir kurteisinni en að gleyma henni. Þáttur í almennri kurteisi er að stilla sig um að steypa svívirðingum yfir fólk. Þetta á við í daglegri umgengni þar sem fólk hittist augliti til auglitis, en ekki síður á samfélagsmiðlum þar sem fólk sýnir oft furðu mikið dómgreindarleysi. Töluð orð verða ekki aftur tekin og svívirðingar sem skrifaðar eru á Facebook geta kallað veruleg vandræði yfir þann sem það gerir. Þetta er nokkuð sem fólk ætti að vera meðvitað um en gleymist iðulega í hita leiksins þegar tilfinningarnar taka völdin, stundum með ansi vondum afleiðingum. Þessu hefði hún betur áttað sig á, Laleh Shahravesh, sem býr í Bretlandi og er komin í heimsfréttir vegna gamalla Facebook-færslna. Fyrir þremur árum missti hún stjórn á sér þegar hún sá brúðkaupsmynd af eiginmanni sínum fyrrverandi og nýju konunni hans. „Þú yfirgafst mig fyrir þetta hross,“ skrifaði hún á Facebook og þar sem hún var bálvond ítrekaði hún þessi orð sín nokkru seinna og skrifaði: „Þú kvæntist hrossi, fávitinn þinn.“ Orð eins og þessi eru ekki til eftirbreytni, en konunni til afsökunar má segja að afbrýðisemin, hið græneygða skrímsli eins og Shakespeare kallaði hana, hafi haft hana í heljargreipum sínum. Ekkert benti þó til að svívirðingar eiginkonunnar myndu hafa einhver eftirmál, önnur en þau að gera hinum fyrrverandi og nýju konunni gramt í geði. Eiginmaðurinn fyrrverandi bjó í Dúbaí með hinni nýju heittelskuðu og rétt er að taka fram, þótt það sé ekki aðalatriði málsins, að sú minnir engan veginn á hross. Fyrir skömmu lést eiginmaðurinn skyndilega langt um aldur fram úr hjartaáfalli og eiginkonan fyrrverandi ákvað að mæta í jarðarför hans í Dúbaí ásamt unglingsdóttur þeirra. Því hefði hún betur sleppt því hún var ekki fyrr komin til Dúbaí en ekkjan kærði hana fyrir netníð. Laleh var svipt vegabréfi, kyrrsett í Dúbaí og á yfir sér tveggja ára fangelsi og háa sekt. Nýjustu fréttir herma að nýja eiginkonan íhugi að draga kæruna til baka. Laleh segir að jafnvel þótt þær verði lyktir málsins þá sé líf hennar í rúst. Hún sé peningalaus eftir að hafa orðið að búa á hóteli í Dúbaí í rúman mánuð, búin að missa leiguíbúð sína í Bretlandi og vinnuna sömuleiðis. Orð sem hún skrifaði í reiðikasti í Bretlandi eltu hana alla leið til Dúbaí þar sem ekkja í hefndarhug beið hennar. Sjálfsagt mun ekkjan sjá að sér og draga kæru sína til baka og Laleh mun sennilega vanda sig betur í framtíðinni þegar kemur að Facebook-færslum. Facebook-notendur víða um heim mættu vel íhuga þetta mál. Vitanlega er það svo að fáránlegt er að dæma fólk í fangelsi eða háa fjársekt fyrir að móðga annan einstakling. Á móti slíku á að berjast af krafti því tjáningarfrelsið á að vera mjög rúmt og þar á að vera pláss fyrir móðganir. Sem breytir þó engu um það að ansi margt sem sagt er í hita leiksins væri svo miklu betur ósagt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Yfirleitt er það svo, eins og margir hafa rekið sig á í lífinu, að mun betra er að muna eftir kurteisinni en að gleyma henni. Þáttur í almennri kurteisi er að stilla sig um að steypa svívirðingum yfir fólk. Þetta á við í daglegri umgengni þar sem fólk hittist augliti til auglitis, en ekki síður á samfélagsmiðlum þar sem fólk sýnir oft furðu mikið dómgreindarleysi. Töluð orð verða ekki aftur tekin og svívirðingar sem skrifaðar eru á Facebook geta kallað veruleg vandræði yfir þann sem það gerir. Þetta er nokkuð sem fólk ætti að vera meðvitað um en gleymist iðulega í hita leiksins þegar tilfinningarnar taka völdin, stundum með ansi vondum afleiðingum. Þessu hefði hún betur áttað sig á, Laleh Shahravesh, sem býr í Bretlandi og er komin í heimsfréttir vegna gamalla Facebook-færslna. Fyrir þremur árum missti hún stjórn á sér þegar hún sá brúðkaupsmynd af eiginmanni sínum fyrrverandi og nýju konunni hans. „Þú yfirgafst mig fyrir þetta hross,“ skrifaði hún á Facebook og þar sem hún var bálvond ítrekaði hún þessi orð sín nokkru seinna og skrifaði: „Þú kvæntist hrossi, fávitinn þinn.“ Orð eins og þessi eru ekki til eftirbreytni, en konunni til afsökunar má segja að afbrýðisemin, hið græneygða skrímsli eins og Shakespeare kallaði hana, hafi haft hana í heljargreipum sínum. Ekkert benti þó til að svívirðingar eiginkonunnar myndu hafa einhver eftirmál, önnur en þau að gera hinum fyrrverandi og nýju konunni gramt í geði. Eiginmaðurinn fyrrverandi bjó í Dúbaí með hinni nýju heittelskuðu og rétt er að taka fram, þótt það sé ekki aðalatriði málsins, að sú minnir engan veginn á hross. Fyrir skömmu lést eiginmaðurinn skyndilega langt um aldur fram úr hjartaáfalli og eiginkonan fyrrverandi ákvað að mæta í jarðarför hans í Dúbaí ásamt unglingsdóttur þeirra. Því hefði hún betur sleppt því hún var ekki fyrr komin til Dúbaí en ekkjan kærði hana fyrir netníð. Laleh var svipt vegabréfi, kyrrsett í Dúbaí og á yfir sér tveggja ára fangelsi og háa sekt. Nýjustu fréttir herma að nýja eiginkonan íhugi að draga kæruna til baka. Laleh segir að jafnvel þótt þær verði lyktir málsins þá sé líf hennar í rúst. Hún sé peningalaus eftir að hafa orðið að búa á hóteli í Dúbaí í rúman mánuð, búin að missa leiguíbúð sína í Bretlandi og vinnuna sömuleiðis. Orð sem hún skrifaði í reiðikasti í Bretlandi eltu hana alla leið til Dúbaí þar sem ekkja í hefndarhug beið hennar. Sjálfsagt mun ekkjan sjá að sér og draga kæru sína til baka og Laleh mun sennilega vanda sig betur í framtíðinni þegar kemur að Facebook-færslum. Facebook-notendur víða um heim mættu vel íhuga þetta mál. Vitanlega er það svo að fáránlegt er að dæma fólk í fangelsi eða háa fjársekt fyrir að móðga annan einstakling. Á móti slíku á að berjast af krafti því tjáningarfrelsið á að vera mjög rúmt og þar á að vera pláss fyrir móðganir. Sem breytir þó engu um það að ansi margt sem sagt er í hita leiksins væri svo miklu betur ósagt.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun