Rósa Björk á Evrópuráðsþinginu: Kynferðisleg áreitni faraldur sem þurfi að tækla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. apríl 2019 22:36 Rósa Björk hélt innblásna ræðu á vorþingi Evrópuráðsþingsins í gær. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og fulltrúi íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, hélt innblásna ræðu á vorþingi Evrópuráðsþingsins í gær um alvarleika kynferðislegrar áreitni á þjóðþingum. Umfang vandans væri slíkt að hægt væri að tala um faraldur í því samhengi og því þyrfti að tækla vandann eins og um faraldur væri að ræða; hratt og örugglega. Tilefnið var rannsókn Evrópuráðs og Alþjóðaþingmannasambandinu á karlrembu, kynferðislegu ofbeldi og áreitni í þjóðþingum og byggir hún á viðtölum við 123 konur frá 45 Evrópulöndum. 85,2% þingkvenna sögðust hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi á meðan þær sátu á þingi. Tæp 47% kvenna sem voru spurðar höfðu fengið líflátshótanir eða hótanir um barsmíðar og 58% þeirra höfðu orðið fyrir aðkasti á netinu. Tæp 15 prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og 40,5% þeirra kváðust hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á meðan þær voru við störf í þinginu. Í 69% tilfella voru karlkyns þingmenn að verki samkvæmt svörum kvennanna í rannsókninni. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og formaður laga-og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins, er framsögumaður skýrslu sem byggði meðal annars á rannsókninni. Evrópuráðsþingið samþykkti í gær þingsályktun og tilmæli Þórhildar Sunnu til aðildarríkja Evrópuráðsins. Í ræðu sinni tók Rósa Björk mið af sláandi niðurstöðum rannsóknarinnar og velti fyrir sér hver raunveruleg staða mála væri hjá konum í Evrópu í ljósi þess hve yfirgripsmikið vandamál karlremba og kynferðisleg áreitni í þjóðþingum væri gagnvart konum í stjórnmálum. Þær búi við mikil forréttindi; séu þjóðkjörnar, hafi völd og geti látið til sín taka á hinum pólitíska vettvangi. „Hvernig eiga þær að stíga fram, opna sig um reynslu sína af kynferðislegri áreitni, stuðla að vitundarvakningu og tækla vandann ef við getum það ekki?“ spurði Rósa Björk og beindi orðum sínum til kollega sinna á Evrópuráðsþinginu. Hún sagði að það væri einmitt forréttindastaða þeirra á þinginu sem færði þeim tækifæri til að láta til sín taka í þessum málaflokki, setja skýr viðmið og senda kraftmikil skilaboð út í samfélagið um að kynferðisleg áreitni verði ekki liðin. Rósa Björk kallaði eftir trúverðugum aðgerðum til að bregðast við niðurstöðum rannsóknarinnar. Hún var mjög hlynnt þeim leiðum sem mælt var með í skýrslunni, eins og refsingu í samræmi við alvarleika brots og að setja á fót kvörtunarkerfi. Undir lok ræðu sinnar beindi Rósa Björk orðum sínum til Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins og fulltrúa Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, og sagði að það væri bæði óviðeigandi og óásættanlegt að hann talaði með þeim hætti sem hann gerði á Evrópuráðsþinginu í ljósi þess að karlrembutal hans um kvenkyns þingmann hefði náðst á upptöku. Bergþór sagði í jómfrúarræðu sinni á Evrópuráðsþinginu um skýrslu Þórhildar Sunnu að mikilvægt væri að stíga varlega til jarðar varðandi refsiaðgerðir gegn þingmönnum vegna brota á siðareglum þjóðþinga. Hætt væri við því að stjórnmálamenn nýttu slík tækifæri til að koma höggi á andstæðinga í nafni pólitísks rétttrúnaðar. Alþingi Kynferðisofbeldi MeToo Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Blæs til sóknar gegn kynferðisofbeldi á Evrópuráðsþingi og Bergþór á mælendaskrá Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþings, er framsögumaður skýrslu um aðgerðir gegn kynferðisofbeldi-og áreitni á þjóðþingum. 9. apríl 2019 15:39 Tókust á um Klaustursmálið á Evrópuráðsþingi Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði í dag að stíga ætti varlega til jarðar í því að refsa þingmönnum fyrir brot á siðareglum þjóðþinga. 9. apríl 2019 19:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og fulltrúi íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, hélt innblásna ræðu á vorþingi Evrópuráðsþingsins í gær um alvarleika kynferðislegrar áreitni á þjóðþingum. Umfang vandans væri slíkt að hægt væri að tala um faraldur í því samhengi og því þyrfti að tækla vandann eins og um faraldur væri að ræða; hratt og örugglega. Tilefnið var rannsókn Evrópuráðs og Alþjóðaþingmannasambandinu á karlrembu, kynferðislegu ofbeldi og áreitni í þjóðþingum og byggir hún á viðtölum við 123 konur frá 45 Evrópulöndum. 85,2% þingkvenna sögðust hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi á meðan þær sátu á þingi. Tæp 47% kvenna sem voru spurðar höfðu fengið líflátshótanir eða hótanir um barsmíðar og 58% þeirra höfðu orðið fyrir aðkasti á netinu. Tæp 15 prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og 40,5% þeirra kváðust hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á meðan þær voru við störf í þinginu. Í 69% tilfella voru karlkyns þingmenn að verki samkvæmt svörum kvennanna í rannsókninni. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og formaður laga-og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins, er framsögumaður skýrslu sem byggði meðal annars á rannsókninni. Evrópuráðsþingið samþykkti í gær þingsályktun og tilmæli Þórhildar Sunnu til aðildarríkja Evrópuráðsins. Í ræðu sinni tók Rósa Björk mið af sláandi niðurstöðum rannsóknarinnar og velti fyrir sér hver raunveruleg staða mála væri hjá konum í Evrópu í ljósi þess hve yfirgripsmikið vandamál karlremba og kynferðisleg áreitni í þjóðþingum væri gagnvart konum í stjórnmálum. Þær búi við mikil forréttindi; séu þjóðkjörnar, hafi völd og geti látið til sín taka á hinum pólitíska vettvangi. „Hvernig eiga þær að stíga fram, opna sig um reynslu sína af kynferðislegri áreitni, stuðla að vitundarvakningu og tækla vandann ef við getum það ekki?“ spurði Rósa Björk og beindi orðum sínum til kollega sinna á Evrópuráðsþinginu. Hún sagði að það væri einmitt forréttindastaða þeirra á þinginu sem færði þeim tækifæri til að láta til sín taka í þessum málaflokki, setja skýr viðmið og senda kraftmikil skilaboð út í samfélagið um að kynferðisleg áreitni verði ekki liðin. Rósa Björk kallaði eftir trúverðugum aðgerðum til að bregðast við niðurstöðum rannsóknarinnar. Hún var mjög hlynnt þeim leiðum sem mælt var með í skýrslunni, eins og refsingu í samræmi við alvarleika brots og að setja á fót kvörtunarkerfi. Undir lok ræðu sinnar beindi Rósa Björk orðum sínum til Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins og fulltrúa Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, og sagði að það væri bæði óviðeigandi og óásættanlegt að hann talaði með þeim hætti sem hann gerði á Evrópuráðsþinginu í ljósi þess að karlrembutal hans um kvenkyns þingmann hefði náðst á upptöku. Bergþór sagði í jómfrúarræðu sinni á Evrópuráðsþinginu um skýrslu Þórhildar Sunnu að mikilvægt væri að stíga varlega til jarðar varðandi refsiaðgerðir gegn þingmönnum vegna brota á siðareglum þjóðþinga. Hætt væri við því að stjórnmálamenn nýttu slík tækifæri til að koma höggi á andstæðinga í nafni pólitísks rétttrúnaðar.
Alþingi Kynferðisofbeldi MeToo Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Blæs til sóknar gegn kynferðisofbeldi á Evrópuráðsþingi og Bergþór á mælendaskrá Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþings, er framsögumaður skýrslu um aðgerðir gegn kynferðisofbeldi-og áreitni á þjóðþingum. 9. apríl 2019 15:39 Tókust á um Klaustursmálið á Evrópuráðsþingi Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði í dag að stíga ætti varlega til jarðar í því að refsa þingmönnum fyrir brot á siðareglum þjóðþinga. 9. apríl 2019 19:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Sjá meira
Blæs til sóknar gegn kynferðisofbeldi á Evrópuráðsþingi og Bergþór á mælendaskrá Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþings, er framsögumaður skýrslu um aðgerðir gegn kynferðisofbeldi-og áreitni á þjóðþingum. 9. apríl 2019 15:39
Tókust á um Klaustursmálið á Evrópuráðsþingi Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði í dag að stíga ætti varlega til jarðar í því að refsa þingmönnum fyrir brot á siðareglum þjóðþinga. 9. apríl 2019 19:00