Engir liggja undir grun eftir árás í Elliðaárdal Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. apríl 2019 06:45 Rafstöðvarvegur í Elliðaárdal er mjög vinsæll meðal útvistarfólks. Fréttablaðið/heiða „Það er verið að skoða hvort þarna eru myndavélar og hvort finnast vitni,“ segir Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöð 4 á Vínlandsleið, um árás í Elliðaárdal í fyrrakvöld. Árásin var gerð um klukkan hálf ellefu á Rafstöðvarvegi sem liggur austan Elliðaáa og upp undir Höfðabakkabrú. Er það vinsæll vettvangur útivistarfólks af öllu tagi. Valgarður segir þann sem tilkynnti árásina vera ungan karlmann en gefur ekki upp nánari deili á honum. Maðurinn hafi sagt við fyrstu skýrslutöku að árásarmennirnir hafi verið fleiri en einn en ekki sé ljóst hversu margir þeir kunni að hafa verið. „Það er algerlega óvíst. Hann talaði um að menn hefðu ráðist að sér,“ segir aðalvarðstjórinn. Fram kom í tilkynningu að maðurinn hefði verið var sleginn í höfuðið og veittir áverkar. Sjálfur hefði hann talið árásina vera ránstilraun. „Hann var ekki alvarlega slasaður en fór í skoðun á slysadeildinni og var svo útskrifaður þaðan. Hann hefur lent í einhverju en það er spurning um hvað nákvæmlega gerðist,“ segir aðalvarðstjórinn. „Það eru einhverjir endar ennþá sem við höfum ekki alveg náð að botna í. Málið er óljóst og er enn til skoðunar í rannsóknardeildinni hjá okkur.“ Þannig segir Valgarður engan liggja undir grun í málinu að svo stöddu. Sá sem ráðist var á hafi ekki þekkt til árásarmannanna. Hann hafi heldur ekki getað veitt lögreglu gagnlegar vísbendingar um hverjir þeir voru. „Hann lýsir því bara þannig að hann sé þarna að hlaupa þegar ráðist var á hann fyrirvaralaust, einhverjir ókunnugir aðilar. Þeir láta sig svo bara hverfa og það er ekki vitað neitt meir. Hann gerir sér sjálfur ekki alveg grein fyrir því hvað gerðist,“ útskýrir Valgarður. Aðspurður segir Valgarður ekki dæmi um að menn hafi áður veist að fólki sem stundar útivist í Elliðaárdal. „Nei, nei. Það eru engin nýleg dæmi um það hjá okkur,“ svarar hann. Um einstakt tilfelli sé að ræða. Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur. „Það er alveg ástæðulaust.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Ráðist á hlaupara í Elliðaárdalnum Árásin átti sér stað á Rafstöðvarvegi að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 10. apríl 2019 07:13 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
„Það er verið að skoða hvort þarna eru myndavélar og hvort finnast vitni,“ segir Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöð 4 á Vínlandsleið, um árás í Elliðaárdal í fyrrakvöld. Árásin var gerð um klukkan hálf ellefu á Rafstöðvarvegi sem liggur austan Elliðaáa og upp undir Höfðabakkabrú. Er það vinsæll vettvangur útivistarfólks af öllu tagi. Valgarður segir þann sem tilkynnti árásina vera ungan karlmann en gefur ekki upp nánari deili á honum. Maðurinn hafi sagt við fyrstu skýrslutöku að árásarmennirnir hafi verið fleiri en einn en ekki sé ljóst hversu margir þeir kunni að hafa verið. „Það er algerlega óvíst. Hann talaði um að menn hefðu ráðist að sér,“ segir aðalvarðstjórinn. Fram kom í tilkynningu að maðurinn hefði verið var sleginn í höfuðið og veittir áverkar. Sjálfur hefði hann talið árásina vera ránstilraun. „Hann var ekki alvarlega slasaður en fór í skoðun á slysadeildinni og var svo útskrifaður þaðan. Hann hefur lent í einhverju en það er spurning um hvað nákvæmlega gerðist,“ segir aðalvarðstjórinn. „Það eru einhverjir endar ennþá sem við höfum ekki alveg náð að botna í. Málið er óljóst og er enn til skoðunar í rannsóknardeildinni hjá okkur.“ Þannig segir Valgarður engan liggja undir grun í málinu að svo stöddu. Sá sem ráðist var á hafi ekki þekkt til árásarmannanna. Hann hafi heldur ekki getað veitt lögreglu gagnlegar vísbendingar um hverjir þeir voru. „Hann lýsir því bara þannig að hann sé þarna að hlaupa þegar ráðist var á hann fyrirvaralaust, einhverjir ókunnugir aðilar. Þeir láta sig svo bara hverfa og það er ekki vitað neitt meir. Hann gerir sér sjálfur ekki alveg grein fyrir því hvað gerðist,“ útskýrir Valgarður. Aðspurður segir Valgarður ekki dæmi um að menn hafi áður veist að fólki sem stundar útivist í Elliðaárdal. „Nei, nei. Það eru engin nýleg dæmi um það hjá okkur,“ svarar hann. Um einstakt tilfelli sé að ræða. Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur. „Það er alveg ástæðulaust.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Ráðist á hlaupara í Elliðaárdalnum Árásin átti sér stað á Rafstöðvarvegi að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 10. apríl 2019 07:13 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Ráðist á hlaupara í Elliðaárdalnum Árásin átti sér stað á Rafstöðvarvegi að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 10. apríl 2019 07:13