Bregðast þurfi við ofgreiningu sjúkdóma Sighvatur Arnmundsson skrifar 12. apríl 2019 08:00 Viðmið um hvað sé of hár blóðþrýstingur hafa breyst. Nordicphotos/Getty „Við þurfum að breyta um fókus. Fókusinn á að vera á sjúklinginn en ekki sjúkdóminn,“ segir Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor emeritus í heimilislækningum. Jóhann, sem starfar bæði á Íslandi og í Noregi, er einn af þrettán læknum og vísindamönnum sem birtu í vikunni grein í British Medical Journal þar sem þeir kalla eftir nýrri nálgun að sjúkdómsgreiningum. Annar Íslendingur er í hópnum en það er Hálfdán Pétursson sem starfar í Svíþjóð. „Þetta er ekki skipulagður hópur þannig en við ákváðum að hittast og sjá hvort við gætum ekki boðið upp á einhverjar nýjar hugmyndir til að takast á við vandamál ofgreininga eða óþarfa greininga á sjúkdómum,“ segir Jóhann. Stór hluti vandans stafi af því að skilgreiningar á sjúkdómum hafi á undanförnum árum verið víkkaðar of mikið út. Það leiði til ofgreininga og óþarfa meðferðar á heilbrigðum einstaklingum. „Við getum tekið of háan blóðþrýsting sem dæmi. Einu sinni vorum við með viðmið efri og neðri marka 160/95 en fyrir um tuttugu árum var það fært niður í 140/90. Bandaríkjamenn hafa svo verið að mælast til þess að færa þetta enn neðar, alveg niður í 130/80, en þá væru eiginlega allir komnir með háþrýsting.“ Jóhann segir að heimilislæknar séu að gera sitt besta en verði að fara eftir þeim leiðbeiningum sem yfirvöld setji. „Vísindin á bak við þessar leiðbeiningar eru allt of oft rannsóknir sem hafa verið fjármagnaðar af lyfjaiðnaðinum eða sérfræðingum sem hafa hagsmuna að gæta og vilja gera sem mest úr sjúkdómnum og búa þannig til fleiri sjúklinga.“ Annað vandamál sé tengt sjúklingum sem hafi fleiri en einn langvarandi sjúkdóm. Til dæmis sé nánast enginn sjúklingur yfir fimmtugu bara með sykursýki, heldur fylgi henni oft offita, háþrýstingur, hjartasjúkdómar, kvíði og fleira. „Ef heimilislæknirinn er með sjúkling með marga langvarandi sjúkdóma þarf hann að taka tillit til jafn margra klínískra leiðbeininga. Leiðbeiningar með hverjum sjúkdómi mæla kannski með þremur lyfjum fyrir hvert tilvik og allt í einu er sjúklingurinn kominn á tuttugu lyf.“ Klínískar leiðbeiningar um meðhöndlun sjúkdóma gera aðeins ráð fyrir að viðkomandi sjúklingur þjáist af einum sjúkdómi. „Það eru bara til leiðbeiningar fyrir einstakling með einn sjúkdóm en ekki fyrir venjulegt fólk. Það er mjög mikill skortur á rannsóknum á fjölveiku fólki. Við vorum að reyna að mynda einhvern hóp sem gæti kannski gert þá kröfu að leiðbeiningarnar tækju tillit til persónunnar en ekki sjúkdómsins.“ Greinarhöfundar leggja áherslu á aukið hlutverk heimilislækna þegar kemur að ákvörðunartöku um meðhöndlun sjúklinga. „Sérfræðingarnir eru sérfræðingar í sjúkdómnum en heimilislæknar eru sérfræðingar í einstaklingnum. Við hljótum að geta sameinað þetta með einhverjum hætti.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
„Við þurfum að breyta um fókus. Fókusinn á að vera á sjúklinginn en ekki sjúkdóminn,“ segir Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor emeritus í heimilislækningum. Jóhann, sem starfar bæði á Íslandi og í Noregi, er einn af þrettán læknum og vísindamönnum sem birtu í vikunni grein í British Medical Journal þar sem þeir kalla eftir nýrri nálgun að sjúkdómsgreiningum. Annar Íslendingur er í hópnum en það er Hálfdán Pétursson sem starfar í Svíþjóð. „Þetta er ekki skipulagður hópur þannig en við ákváðum að hittast og sjá hvort við gætum ekki boðið upp á einhverjar nýjar hugmyndir til að takast á við vandamál ofgreininga eða óþarfa greininga á sjúkdómum,“ segir Jóhann. Stór hluti vandans stafi af því að skilgreiningar á sjúkdómum hafi á undanförnum árum verið víkkaðar of mikið út. Það leiði til ofgreininga og óþarfa meðferðar á heilbrigðum einstaklingum. „Við getum tekið of háan blóðþrýsting sem dæmi. Einu sinni vorum við með viðmið efri og neðri marka 160/95 en fyrir um tuttugu árum var það fært niður í 140/90. Bandaríkjamenn hafa svo verið að mælast til þess að færa þetta enn neðar, alveg niður í 130/80, en þá væru eiginlega allir komnir með háþrýsting.“ Jóhann segir að heimilislæknar séu að gera sitt besta en verði að fara eftir þeim leiðbeiningum sem yfirvöld setji. „Vísindin á bak við þessar leiðbeiningar eru allt of oft rannsóknir sem hafa verið fjármagnaðar af lyfjaiðnaðinum eða sérfræðingum sem hafa hagsmuna að gæta og vilja gera sem mest úr sjúkdómnum og búa þannig til fleiri sjúklinga.“ Annað vandamál sé tengt sjúklingum sem hafi fleiri en einn langvarandi sjúkdóm. Til dæmis sé nánast enginn sjúklingur yfir fimmtugu bara með sykursýki, heldur fylgi henni oft offita, háþrýstingur, hjartasjúkdómar, kvíði og fleira. „Ef heimilislæknirinn er með sjúkling með marga langvarandi sjúkdóma þarf hann að taka tillit til jafn margra klínískra leiðbeininga. Leiðbeiningar með hverjum sjúkdómi mæla kannski með þremur lyfjum fyrir hvert tilvik og allt í einu er sjúklingurinn kominn á tuttugu lyf.“ Klínískar leiðbeiningar um meðhöndlun sjúkdóma gera aðeins ráð fyrir að viðkomandi sjúklingur þjáist af einum sjúkdómi. „Það eru bara til leiðbeiningar fyrir einstakling með einn sjúkdóm en ekki fyrir venjulegt fólk. Það er mjög mikill skortur á rannsóknum á fjölveiku fólki. Við vorum að reyna að mynda einhvern hóp sem gæti kannski gert þá kröfu að leiðbeiningarnar tækju tillit til persónunnar en ekki sjúkdómsins.“ Greinarhöfundar leggja áherslu á aukið hlutverk heimilislækna þegar kemur að ákvörðunartöku um meðhöndlun sjúklinga. „Sérfræðingarnir eru sérfræðingar í sjúkdómnum en heimilislæknar eru sérfræðingar í einstaklingnum. Við hljótum að geta sameinað þetta með einhverjum hætti.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira