Páskaeggin ódýrust í Bónus Andri Eysteinsson skrifar 13. apríl 2019 11:26 Engin af þeim páskaeggjum sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði voru til í Costco. Vísir/Stefán Verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi á dögunum verðkönnun, meðal annars á páskaeggjum. Verslanir Bónus voru í flestum tilfellum með lægstu verðin eða í 28/30 tilfellum. Super 1 var hins vegar oftast með hæstu verðin eða í 13 af 30 tilfellum. Munur á hæsta og lægsta verði nam oft hundruðum króna en mest munaði 1400 krónum á sama páskaegginu milli verslana. Sjö af þrjátíu páskaeggjum sem skoða átti voru til í Kjörbúðinni en engin páskaegg reyndust til í Costco. „Af páskaeggjum var verðmunurinn mestur á litlum rís páskaeggjum frá Freyju, fjórum saman í pakka eða 67% en lægst var verðið í Bónus, 359 kr. en hæst í Hagkaup 599 kr. Í krónum talið var verðmunurinn mestur á Nóa Siríus risa páskaeggi, 1.401 kr. eða 25%. Lægst var verðið í Bónus 5.598 kr. en hæst var verðið 6.999 kr. í Super 1. Þá var 28% munur á hæsta og lægsta verði á Nóa Siríus eggi nr.7. Lægst var verðið í Bónus, 3.579 kr. en hæst, 4.599 kr. í Super 1 en það gerir 1.020 kr. verðmun.“ segir í tilkynningu frá ASÍ.Hér má sjá niðurstöður Nóa Siríus og Freyju páskaeggja rannsóknar ASÍASÍÞá var einnig litið á hilluverð annarar matvöru en páskaeggja. Mikill verðmunur var á matvöru, í 45 tilfellum af 117 var verðmunur yfir 41%. „Þar má nefna 170% verðmun á nautgripahakki sem kostaði minnst 853 kr. í Super 1 á tilboði en mest 2.999 kr. í Hagkaup og nemur verðmunurinn því 1.446 kr. Hamborgarahryggur með beini var 140% dýrari í Fjarðarkaup þar sem verðið var hæst, 2.398 kr. en í Nettó þar sem verðið var lægst, 999 kr. en það gerir 1.399 kr. verðmun. Þá var kílóverðið af frosnu lambalæri 120% hærra í Hagkaup þar sem það kostaði 2.199 kr. en í Bónus þar sem það var á 998 kr,“ segir í könnun ASÍ. Bónus reyndist með lægsta verðið í 69 af 117 tilfellum, verslun Iceland reyndist með það hæsta í 48 tilfellum. Í könnuninni var hilluverð á 117 vörum skráð niður en það er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um þegar hann ákveður hvort hann ætli að kaupa viðkomandi vöru. Ef að afsláttur er tekinn fram á hillu er hann tekinn til greina. Könnunin var framkvæmd á sama tíma í öllum verslunum en þær eru: Bónus Smáratorgi, Krónan Granda, Nettó Granda, Super 1 Faxafeni, Fjarðarkaup, Hagkaup Skeifan, Iceland Engihjalla og Costco. Neytendur Páskar Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi á dögunum verðkönnun, meðal annars á páskaeggjum. Verslanir Bónus voru í flestum tilfellum með lægstu verðin eða í 28/30 tilfellum. Super 1 var hins vegar oftast með hæstu verðin eða í 13 af 30 tilfellum. Munur á hæsta og lægsta verði nam oft hundruðum króna en mest munaði 1400 krónum á sama páskaegginu milli verslana. Sjö af þrjátíu páskaeggjum sem skoða átti voru til í Kjörbúðinni en engin páskaegg reyndust til í Costco. „Af páskaeggjum var verðmunurinn mestur á litlum rís páskaeggjum frá Freyju, fjórum saman í pakka eða 67% en lægst var verðið í Bónus, 359 kr. en hæst í Hagkaup 599 kr. Í krónum talið var verðmunurinn mestur á Nóa Siríus risa páskaeggi, 1.401 kr. eða 25%. Lægst var verðið í Bónus 5.598 kr. en hæst var verðið 6.999 kr. í Super 1. Þá var 28% munur á hæsta og lægsta verði á Nóa Siríus eggi nr.7. Lægst var verðið í Bónus, 3.579 kr. en hæst, 4.599 kr. í Super 1 en það gerir 1.020 kr. verðmun.“ segir í tilkynningu frá ASÍ.Hér má sjá niðurstöður Nóa Siríus og Freyju páskaeggja rannsóknar ASÍASÍÞá var einnig litið á hilluverð annarar matvöru en páskaeggja. Mikill verðmunur var á matvöru, í 45 tilfellum af 117 var verðmunur yfir 41%. „Þar má nefna 170% verðmun á nautgripahakki sem kostaði minnst 853 kr. í Super 1 á tilboði en mest 2.999 kr. í Hagkaup og nemur verðmunurinn því 1.446 kr. Hamborgarahryggur með beini var 140% dýrari í Fjarðarkaup þar sem verðið var hæst, 2.398 kr. en í Nettó þar sem verðið var lægst, 999 kr. en það gerir 1.399 kr. verðmun. Þá var kílóverðið af frosnu lambalæri 120% hærra í Hagkaup þar sem það kostaði 2.199 kr. en í Bónus þar sem það var á 998 kr,“ segir í könnun ASÍ. Bónus reyndist með lægsta verðið í 69 af 117 tilfellum, verslun Iceland reyndist með það hæsta í 48 tilfellum. Í könnuninni var hilluverð á 117 vörum skráð niður en það er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um þegar hann ákveður hvort hann ætli að kaupa viðkomandi vöru. Ef að afsláttur er tekinn fram á hillu er hann tekinn til greina. Könnunin var framkvæmd á sama tíma í öllum verslunum en þær eru: Bónus Smáratorgi, Krónan Granda, Nettó Granda, Super 1 Faxafeni, Fjarðarkaup, Hagkaup Skeifan, Iceland Engihjalla og Costco.
Neytendur Páskar Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira