Biður farþega um að sýna biðlund vegna flugtafa Sylvía Hall skrifar 13. apríl 2019 16:51 Veðrið hefur sett ferðaplön margra í uppnám. Vísir/Vilhelm Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir allt kapp vera lagt á það að koma farþegum á áfangastaði og reyna leysa úr þeirri stöðu sem uppi er eftir að tugum flugferða var frestað vegna veðurs en öllu flugi Icelandair frá Keflavíkurflugvelli frá 16:10 hefur verið aflýst. Þremur flugum til Bandaríkjanna var bætt við í hádeginu í dag og verða fjögur til viðbótar á morgun. Þá verður tveimur flugum til Evrópu bætt við eftir miðnætti en mikil örtröð hefur skapast á Keflavíkurflugvelli og hafa margir farþegar kvartað undan óánægju á samfélagsmiðlum. „Við erum að reyna að finna lausnir og vinna þetta eins hratt og við getum,“ segir Ásdís í samtali við Vísi.Mikið álag á þjónustuverið Margir farþegar hafa kvartað undan því hversu erfitt sé að ná sambandi við þjónustuver flugfélagsins sem farþegum var bent á. Ásdís segir ástæðuna vera mikið álag enda hefur veðrið haft áhrif á ferðaplön þúsundir farþega en starfsmenn séu að vinna í því að hafa samband við farþega að fyrra bragði. „Þó að fólk sé ekki að ná í gegn þá erum við að vinna í því að koma öllum í flug. Þetta tekur tíma og við erum með heilmikinn mannskap í þessu og erum bara að gera okkar besta,“ segir Ásdís og biður fólk um að sýna biðlund. Erlendir farþegar sem verða fyrir áhrifum vegna þessa fá gistingu og fæði sem og keyrslu til og frá flugvellinum. Þangað til verður unnið að því að koma fólki á sína áfangastaði. „Auðvitað vill fólk fá úrlausn og við erum að gera okkar allra besta,“ segir Ásdís að lokum. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Ein flugvél situr eftir á Keflavíkurflugvelli Flugi hefur verið aflýst og farþegar einnar flugvélar sitja enn fastir um borð vegna veðurs. 12. apríl 2019 21:49 Hvassviðrið setur flugsamgöngur enn úr skorðum Hvassviðrið sem hrjáði Keflavíkurflugvöll í gærkvöld heldur áfram að valda vandræðum. Vegna veðurspár hefur verið gripið til þess ráðs að aflýsa seinni-parts flugi til Bandaríkjanna og Evrópu. 13. apríl 2019 09:42 Farþegar í fimmtán þotum sitja fastir: „Guð, gefðu mér æðruleysi“ Farþegar í fimmtán flugvélum Icelandair sitja fastir á Keflavíkurflugvelli og þurfa að bíða þar til veður lægir til að komast frá borði. 12. apríl 2019 18:02 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir allt kapp vera lagt á það að koma farþegum á áfangastaði og reyna leysa úr þeirri stöðu sem uppi er eftir að tugum flugferða var frestað vegna veðurs en öllu flugi Icelandair frá Keflavíkurflugvelli frá 16:10 hefur verið aflýst. Þremur flugum til Bandaríkjanna var bætt við í hádeginu í dag og verða fjögur til viðbótar á morgun. Þá verður tveimur flugum til Evrópu bætt við eftir miðnætti en mikil örtröð hefur skapast á Keflavíkurflugvelli og hafa margir farþegar kvartað undan óánægju á samfélagsmiðlum. „Við erum að reyna að finna lausnir og vinna þetta eins hratt og við getum,“ segir Ásdís í samtali við Vísi.Mikið álag á þjónustuverið Margir farþegar hafa kvartað undan því hversu erfitt sé að ná sambandi við þjónustuver flugfélagsins sem farþegum var bent á. Ásdís segir ástæðuna vera mikið álag enda hefur veðrið haft áhrif á ferðaplön þúsundir farþega en starfsmenn séu að vinna í því að hafa samband við farþega að fyrra bragði. „Þó að fólk sé ekki að ná í gegn þá erum við að vinna í því að koma öllum í flug. Þetta tekur tíma og við erum með heilmikinn mannskap í þessu og erum bara að gera okkar besta,“ segir Ásdís og biður fólk um að sýna biðlund. Erlendir farþegar sem verða fyrir áhrifum vegna þessa fá gistingu og fæði sem og keyrslu til og frá flugvellinum. Þangað til verður unnið að því að koma fólki á sína áfangastaði. „Auðvitað vill fólk fá úrlausn og við erum að gera okkar allra besta,“ segir Ásdís að lokum.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Ein flugvél situr eftir á Keflavíkurflugvelli Flugi hefur verið aflýst og farþegar einnar flugvélar sitja enn fastir um borð vegna veðurs. 12. apríl 2019 21:49 Hvassviðrið setur flugsamgöngur enn úr skorðum Hvassviðrið sem hrjáði Keflavíkurflugvöll í gærkvöld heldur áfram að valda vandræðum. Vegna veðurspár hefur verið gripið til þess ráðs að aflýsa seinni-parts flugi til Bandaríkjanna og Evrópu. 13. apríl 2019 09:42 Farþegar í fimmtán þotum sitja fastir: „Guð, gefðu mér æðruleysi“ Farþegar í fimmtán flugvélum Icelandair sitja fastir á Keflavíkurflugvelli og þurfa að bíða þar til veður lægir til að komast frá borði. 12. apríl 2019 18:02 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Ein flugvél situr eftir á Keflavíkurflugvelli Flugi hefur verið aflýst og farþegar einnar flugvélar sitja enn fastir um borð vegna veðurs. 12. apríl 2019 21:49
Hvassviðrið setur flugsamgöngur enn úr skorðum Hvassviðrið sem hrjáði Keflavíkurflugvöll í gærkvöld heldur áfram að valda vandræðum. Vegna veðurspár hefur verið gripið til þess ráðs að aflýsa seinni-parts flugi til Bandaríkjanna og Evrópu. 13. apríl 2019 09:42
Farþegar í fimmtán þotum sitja fastir: „Guð, gefðu mér æðruleysi“ Farþegar í fimmtán flugvélum Icelandair sitja fastir á Keflavíkurflugvelli og þurfa að bíða þar til veður lægir til að komast frá borði. 12. apríl 2019 18:02