Aukin krafa um túlkaþjónustu fyrirtækja og réttur vegna veikinda barna eykst Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 14. apríl 2019 14:15 Björn Snæbjörnsson er formaður Starfsgreinasambands Íslands. vísir/vilhelm Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir margt hafa áunnist í nýundirrituðum kjarasamningum, enda snúist þeir um margt annað en bara laun. Meðal annars á að auka kröfu á túlkaþjónustu innan fyrirtækja fyrir erlenda starfsmenn og veikindaréttur barna eykst. Breytingar verða meðal annars gerðar á kafla sjö í aðalkjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og bætt við klausu þess efnis að þegar miðla þarf mikilvægum upplýsingum til starfsmanna, svo sem um öryggismál, vinnutilhögun, breytingar á vinnustað eða mál er varða einstaka starfsmenn, skal atvinnurekandi leitast við að hafa túlkun til staðar fyrir þá starfsmenn sem á því þurfa að halda. Mikið er um erlent vinnuafl í ferðaþjónustunni og í nýútkominni rannsóknarskýrslu Dr. Hallfríðar Þórarinsdóttur um innflytjendur í ferðaþjónustu segir að 75 prósent þeirra sem starfa á hótelum séu útlendingar. „Þar sem fjölgar erlendum starfsmönnum, þá hefur skapast ákveðin vandamál. Menn hafa ekki verið að sinna því að fá túlka þegar verið er að halda starfsmannafundi og fá leiðbeiningar. Ég hef heyrt af því að það hafi verið fundur um öryggismál í fyrirtæki og helmingur starfsmanna skilur ekki orð af því sem talað er um. Við sjáum því að þetta gengur ekki og það þarf að hafa reglur um það,“ segir Björn. Hann segir að setjast eigi niður og búa til leiðbeiningar til að aðstoða fyrirtæki að koma í veg fyrir dæmi sem þessi. Björn segir einnig stóran sigur felast í margra ára baráttumáli sem snýr að veikindarétti. í kafla átta um greiðslu launa í veikinda- og slysatilfellum náðist samkomulag um veikindi barna. „Það hefur verið þannig að einungis hafa það verið börn undir þrettán ára aldri sem fólk hefur getað nýtt þessa veikindadaga sem það á vegna veikinda barna. Núna náðum við því ef að börn eru yngri en sextán ára og lenda inni á sjúkrahúsi í að minnsta kosti einn dag þá getur fólk nýtt sér veikindarétt barna til að sinna þeim,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir margt hafa áunnist í nýundirrituðum kjarasamningum, enda snúist þeir um margt annað en bara laun. Meðal annars á að auka kröfu á túlkaþjónustu innan fyrirtækja fyrir erlenda starfsmenn og veikindaréttur barna eykst. Breytingar verða meðal annars gerðar á kafla sjö í aðalkjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og bætt við klausu þess efnis að þegar miðla þarf mikilvægum upplýsingum til starfsmanna, svo sem um öryggismál, vinnutilhögun, breytingar á vinnustað eða mál er varða einstaka starfsmenn, skal atvinnurekandi leitast við að hafa túlkun til staðar fyrir þá starfsmenn sem á því þurfa að halda. Mikið er um erlent vinnuafl í ferðaþjónustunni og í nýútkominni rannsóknarskýrslu Dr. Hallfríðar Þórarinsdóttur um innflytjendur í ferðaþjónustu segir að 75 prósent þeirra sem starfa á hótelum séu útlendingar. „Þar sem fjölgar erlendum starfsmönnum, þá hefur skapast ákveðin vandamál. Menn hafa ekki verið að sinna því að fá túlka þegar verið er að halda starfsmannafundi og fá leiðbeiningar. Ég hef heyrt af því að það hafi verið fundur um öryggismál í fyrirtæki og helmingur starfsmanna skilur ekki orð af því sem talað er um. Við sjáum því að þetta gengur ekki og það þarf að hafa reglur um það,“ segir Björn. Hann segir að setjast eigi niður og búa til leiðbeiningar til að aðstoða fyrirtæki að koma í veg fyrir dæmi sem þessi. Björn segir einnig stóran sigur felast í margra ára baráttumáli sem snýr að veikindarétti. í kafla átta um greiðslu launa í veikinda- og slysatilfellum náðist samkomulag um veikindi barna. „Það hefur verið þannig að einungis hafa það verið börn undir þrettán ára aldri sem fólk hefur getað nýtt þessa veikindadaga sem það á vegna veikinda barna. Núna náðum við því ef að börn eru yngri en sextán ára og lenda inni á sjúkrahúsi í að minnsta kosti einn dag þá getur fólk nýtt sér veikindarétt barna til að sinna þeim,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira