Heimsmeistarinn í íssundi syndir í sjónum í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. apríl 2019 19:45 Birna Hrönn Sigurjónsdóttir í Þorlákshöfn kallar ekki allt ömmu sína því hún elskar að synda í köldum sjó og ekki síst á svæðum þar sem klakar er. Birna Hrönn uppsker eins og hún sáir því hún er nýr heimsmeistari í íssundi eftir heimsmeistarakeppni í Múrmansk í Rússlandi, sem hún tók þátt í. Birna Hrönn er 46 ára Akureyringur en býr í dag í Þorlákshöfn og er að flytja á Selfoss. Hún er hörkunagli þegar kemur að sjósundi og að synda þar sem vatn er ískalt. Birna Hrönn gerði sér lítið fyrir að sigraði heimsmeistaramótið í íssundi, sem fór fram í Rússlandi um miðjan síðasta mánuð. Hún syndir reglulega í höfninni í Þorlákshöfn og fer létt með að kljúfa öldurnar þegar hún syndir skriðsund. Hitastigið er 3 til 4 gráður. Birna Hrönn segir geggjað að synda í höfninni, hún sé alltaf eins og ný eftir sundið. „Þetta gerist ekki betra, nema að það væri aðeins kaldara, aðstæðurnar eru alltaf frábærar í sjónum“, segir hún. Aðstæðurnar á heimsmeistaramótinu í Rússlandi voru mjög kaldar og erfiðar, töluvert frost úti og starfsmenn mótsins þurftu að veiða ísinn upp úr keppnislauginni með háfi áður en keppendur fengu að fara ofan í laugina. Vatnið í keppninni var mínus 0,4 stig en keppendur syntu þúsund metra í lauginni. Þegar Birn Hrönn er búin að synda í sjónum fer hún alltaf strax í sundlaugina í Þorlákshöfn og hlýjar sér þar í heita pottinum. Hún segir að það hafi verið frábært að keppa á heimsmeistaramótinu. „Ég er að glíma við áfallastreituröskun og kvíða og ef ég fer mjög reglulega í kalt þá minnkar kvíðinn rosalega mikið og ég fúnkera miklu betur í daglegu lífi“. Birna Hrönn syndir nokkrum sinnum í viku í sjónum í Þorlákshöfn og segir það vera hennar meðal gegn þeim kvíða, sem hún glímir við.Magnús HlynurBirna segist ekki finna neinn mun á sér eftir að hún varð heimsmeistari. „Nei, ég finn engan mun, það er kannski gaman að vera heimsmeistari því sportið vekur þá kannski meiri áhuga hjá fólki, þannig að fleiri komi í íssundið, það er leiðinlegt að vera eini Íslendingurinn. Hollenska liðið spurði mig til dæmis hvort ég ætlaði að koma út að borða með þeim eða hvort ég ætlaði að hanga með íslenska liðinu, ég var ein“, segir Birna og hlær. Birna Hrönn, nýkrýndur heimsmeistari í íssundi, hér stödd í heita pottinum í sundlauginni í Þorlákshöfn eftir góðan sundsprett í höfninni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sjósund Ölfus Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Birna Hrönn Sigurjónsdóttir í Þorlákshöfn kallar ekki allt ömmu sína því hún elskar að synda í köldum sjó og ekki síst á svæðum þar sem klakar er. Birna Hrönn uppsker eins og hún sáir því hún er nýr heimsmeistari í íssundi eftir heimsmeistarakeppni í Múrmansk í Rússlandi, sem hún tók þátt í. Birna Hrönn er 46 ára Akureyringur en býr í dag í Þorlákshöfn og er að flytja á Selfoss. Hún er hörkunagli þegar kemur að sjósundi og að synda þar sem vatn er ískalt. Birna Hrönn gerði sér lítið fyrir að sigraði heimsmeistaramótið í íssundi, sem fór fram í Rússlandi um miðjan síðasta mánuð. Hún syndir reglulega í höfninni í Þorlákshöfn og fer létt með að kljúfa öldurnar þegar hún syndir skriðsund. Hitastigið er 3 til 4 gráður. Birna Hrönn segir geggjað að synda í höfninni, hún sé alltaf eins og ný eftir sundið. „Þetta gerist ekki betra, nema að það væri aðeins kaldara, aðstæðurnar eru alltaf frábærar í sjónum“, segir hún. Aðstæðurnar á heimsmeistaramótinu í Rússlandi voru mjög kaldar og erfiðar, töluvert frost úti og starfsmenn mótsins þurftu að veiða ísinn upp úr keppnislauginni með háfi áður en keppendur fengu að fara ofan í laugina. Vatnið í keppninni var mínus 0,4 stig en keppendur syntu þúsund metra í lauginni. Þegar Birn Hrönn er búin að synda í sjónum fer hún alltaf strax í sundlaugina í Þorlákshöfn og hlýjar sér þar í heita pottinum. Hún segir að það hafi verið frábært að keppa á heimsmeistaramótinu. „Ég er að glíma við áfallastreituröskun og kvíða og ef ég fer mjög reglulega í kalt þá minnkar kvíðinn rosalega mikið og ég fúnkera miklu betur í daglegu lífi“. Birna Hrönn syndir nokkrum sinnum í viku í sjónum í Þorlákshöfn og segir það vera hennar meðal gegn þeim kvíða, sem hún glímir við.Magnús HlynurBirna segist ekki finna neinn mun á sér eftir að hún varð heimsmeistari. „Nei, ég finn engan mun, það er kannski gaman að vera heimsmeistari því sportið vekur þá kannski meiri áhuga hjá fólki, þannig að fleiri komi í íssundið, það er leiðinlegt að vera eini Íslendingurinn. Hollenska liðið spurði mig til dæmis hvort ég ætlaði að koma út að borða með þeim eða hvort ég ætlaði að hanga með íslenska liðinu, ég var ein“, segir Birna og hlær. Birna Hrönn, nýkrýndur heimsmeistari í íssundi, hér stödd í heita pottinum í sundlauginni í Þorlákshöfn eftir góðan sundsprett í höfninni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sjósund Ölfus Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira