Síðasta öskrið Guðmundur Steingrímsson skrifar 15. apríl 2019 07:00 Ekki veit ég hvort það var einhvers konar evrópskur símapakki, fyrsti, annar, þriðji eða fjórði, sem gerði það að verkum að fyrir nokkru uppgötvaði maður á ferðalagi að hægt var að nota símann og netið hvar sem er í Evrópu án þess að borga aukalega fyrir það. Maður talar eins og maður sé heima hjá sér. Ég man að ég hugsaði: Þetta er frábært. Svona á þetta að vera. Hvílík lífsgæði. Þetta ákváðu ríki Evrópu að gera saman. Því meira sem fullvalda ríki vinna saman — eins og í Evrópusambandinu — því betra hafa þegnarnir það. Of lengi hafa almennir borgarar mátt þola það að sérhagsmunaöfl og framapotarar haldi þéttingsföstu kverkataki á þjóðum í nafni einhvers konar ruddafullveldis — sem felur aðallega í sér óskastöðu þeirra til að ráðskast með aðra og deila út þjóðarauðæfum til fárra. Því meira sem fullvalda þjóðir vinna saman, því erfiðara er fyrir rudda að athafna sig og ráðskast með þjóðarhagi. Og þeim mun betra fyrir borgarana. Þetta er þumalputtaregla. Það að geta talað í síma hvar sem er í Evrópu og ferðast frjálst og búið þar sem manni sýnist, það er ekki efst á óskalista þeirra sem vilja ráða þjóðum. Enginn einræðisherra myndi berjast fyrir slíku. Enginn svokallaður „sterkur leiðtogi“. Allt svona er hins vegar á óskalista þeirra sem vilja einlæglega, í samvinnu við aðra, vinna að bættum hag almennings.Saga íslenskrar orku Á Íslandi er deilt um þriðja orkupakkann í gnauðandi vindi. Mikið ótrúlega er andstaða sumra við það framfaramál einmitt skýrt dæmi um þetta: Löngun sumra til að ráðskast með þjóðarhag án afskipta annarra er óstjórnleg. Hver hefur jú saga íslenskra orkumála verið? Hún er að stórum hluta saga sóunar, yfirgangs og eyðileggingar. Þetta eru „okkar eigin“, verðmætu orkuauðlindir hafa misvitrir stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum fullyrt í gegnum tíðina. Svo hafa þeir samviskulaust gefið orkuna — sem er fengin með eyðileggingu á stórkostlegri náttúru — til útlendra stórfyrirtækja í gegnum orkusamninga sem um aldir og ævi munu bera frekju þeirra og skammsýni vitni. Hér í eina tíð var aldrei talað um það að selja orku — hvað þá á markaðsvirði — heldur var iðulega rætt um að „afhenda“ hana. Svo rammt kvað að þessu, að stórfyrirtæki voru fengin hingað ekki bara með gjafverði á orku heldur líka með fjárfestingarsamningum sem undanskilja þessi fyrirtæki frá því að greiða helstu skatta og gjöld sem við öll hin þurfum undantekningalaust að standa skil á. Og þarna flæðir hún út orkan „okkar“, svokölluð, fyrir spottprís án þess að almenningur hafi nokkurn tímann verið spurður um það mál.Gæslumenn Sumir virðast túlka inntak fullveldisins þannig, að fullveldið snúist fyrst og fremst um það að fáir Íslendingar geti ráðskast áfram með auðæfi landsins. Almennar leikreglur um sölu á orku og hvernig samkeppnisumhverfi skuli hagað — í þágu neytenda og umhverfis — er hindrun á þessari leið. Sem betur fer er þessi fornfálega hugsun á undanhaldi. Um nokkurt skeið hafa faglegar stjórnir íslenskra orkufyrirtækja reynt að vinda ofan af hinum ótrúlegu samningum sem stjórnmálamenn gerðu áður fyrr. Reynt er að þoka verðinu í átt að markaðsvirði, svo Íslendingar fái þó alla vega sanngjarnt verð fyrir gæðin. Orkusamvinna Evrópuríkjanna með númeruðum orkupökkum hjálpar mjög í þessu verki. Líkt og í símamálum og ótal öðrum málum mun samvinna Evrópuríkjanna í orkumálum skila sér í bættum hag almennings. Hið fyndna er hins vegar, að Ísland er ekki einu sinni beinn aðili að þessum markaði, því landið er ekki tengt með orkustreng við Evrópu. Andstaðan við þriðja orkupakkann er þess vegna þeim mun ótrúlegri. Í ljósi sögunnar er ekki hægt að skilja þessa andstöðu öðru vísi en svo, að hún spretti af því að gæslumenn sérhagsmuna — gæslumenn hinna ömurlegu orkusölu- og fjárfestingarsamninga — telji sér og sinni forneskjulegu pólitík ógnað.Samvinna gegn vám Ég er orðinn þreyttur á því að hópar fólks telji sig knúna til þess — á grundvelli annarlegra sjónarmiða — að verja mig og aðra gegn auknum lífsgæðum, aukinni fjölbreytni, meiri framþróun, samvinnu, árangri og jafnvel mannúð. Ég sé ákvörðun Kærunefndar útlendingamála um að útlendum nemanda í Hagaskóla og fjölskyldu hennar skuli vísað úr landi þessum sömu augum. Hér á, rétt eins og og í andstöðunni við orkupakkann, að verja okkur hin gegn einhverju. Hverju? Jú, hér er kenning: Veröldin er öll að þróast í átt að samvinnu. Hið sammannlega er í vexti. Við deilum menningu. Við erum tengd í símanum í lófanum okkar. Þetta er gott. Ekkert vandamál heimsins verður leyst öðruvísi en með samvinnu. Stærsta vá þjóða er ekki sú að missa sjálfstæði sitt, heldur sú að sjálfstæðum þjóðum auðnist ekki að vinna saman. Þetta sjá flestir. Svona er þróunin. Það sem við verðum vitni að— á Íslandi, Bretlandi, Bandaríkjunum — er síðasta öskur frekjunnar. Hún er að missa tökin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Ekki veit ég hvort það var einhvers konar evrópskur símapakki, fyrsti, annar, þriðji eða fjórði, sem gerði það að verkum að fyrir nokkru uppgötvaði maður á ferðalagi að hægt var að nota símann og netið hvar sem er í Evrópu án þess að borga aukalega fyrir það. Maður talar eins og maður sé heima hjá sér. Ég man að ég hugsaði: Þetta er frábært. Svona á þetta að vera. Hvílík lífsgæði. Þetta ákváðu ríki Evrópu að gera saman. Því meira sem fullvalda ríki vinna saman — eins og í Evrópusambandinu — því betra hafa þegnarnir það. Of lengi hafa almennir borgarar mátt þola það að sérhagsmunaöfl og framapotarar haldi þéttingsföstu kverkataki á þjóðum í nafni einhvers konar ruddafullveldis — sem felur aðallega í sér óskastöðu þeirra til að ráðskast með aðra og deila út þjóðarauðæfum til fárra. Því meira sem fullvalda þjóðir vinna saman, því erfiðara er fyrir rudda að athafna sig og ráðskast með þjóðarhagi. Og þeim mun betra fyrir borgarana. Þetta er þumalputtaregla. Það að geta talað í síma hvar sem er í Evrópu og ferðast frjálst og búið þar sem manni sýnist, það er ekki efst á óskalista þeirra sem vilja ráða þjóðum. Enginn einræðisherra myndi berjast fyrir slíku. Enginn svokallaður „sterkur leiðtogi“. Allt svona er hins vegar á óskalista þeirra sem vilja einlæglega, í samvinnu við aðra, vinna að bættum hag almennings.Saga íslenskrar orku Á Íslandi er deilt um þriðja orkupakkann í gnauðandi vindi. Mikið ótrúlega er andstaða sumra við það framfaramál einmitt skýrt dæmi um þetta: Löngun sumra til að ráðskast með þjóðarhag án afskipta annarra er óstjórnleg. Hver hefur jú saga íslenskra orkumála verið? Hún er að stórum hluta saga sóunar, yfirgangs og eyðileggingar. Þetta eru „okkar eigin“, verðmætu orkuauðlindir hafa misvitrir stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum fullyrt í gegnum tíðina. Svo hafa þeir samviskulaust gefið orkuna — sem er fengin með eyðileggingu á stórkostlegri náttúru — til útlendra stórfyrirtækja í gegnum orkusamninga sem um aldir og ævi munu bera frekju þeirra og skammsýni vitni. Hér í eina tíð var aldrei talað um það að selja orku — hvað þá á markaðsvirði — heldur var iðulega rætt um að „afhenda“ hana. Svo rammt kvað að þessu, að stórfyrirtæki voru fengin hingað ekki bara með gjafverði á orku heldur líka með fjárfestingarsamningum sem undanskilja þessi fyrirtæki frá því að greiða helstu skatta og gjöld sem við öll hin þurfum undantekningalaust að standa skil á. Og þarna flæðir hún út orkan „okkar“, svokölluð, fyrir spottprís án þess að almenningur hafi nokkurn tímann verið spurður um það mál.Gæslumenn Sumir virðast túlka inntak fullveldisins þannig, að fullveldið snúist fyrst og fremst um það að fáir Íslendingar geti ráðskast áfram með auðæfi landsins. Almennar leikreglur um sölu á orku og hvernig samkeppnisumhverfi skuli hagað — í þágu neytenda og umhverfis — er hindrun á þessari leið. Sem betur fer er þessi fornfálega hugsun á undanhaldi. Um nokkurt skeið hafa faglegar stjórnir íslenskra orkufyrirtækja reynt að vinda ofan af hinum ótrúlegu samningum sem stjórnmálamenn gerðu áður fyrr. Reynt er að þoka verðinu í átt að markaðsvirði, svo Íslendingar fái þó alla vega sanngjarnt verð fyrir gæðin. Orkusamvinna Evrópuríkjanna með númeruðum orkupökkum hjálpar mjög í þessu verki. Líkt og í símamálum og ótal öðrum málum mun samvinna Evrópuríkjanna í orkumálum skila sér í bættum hag almennings. Hið fyndna er hins vegar, að Ísland er ekki einu sinni beinn aðili að þessum markaði, því landið er ekki tengt með orkustreng við Evrópu. Andstaðan við þriðja orkupakkann er þess vegna þeim mun ótrúlegri. Í ljósi sögunnar er ekki hægt að skilja þessa andstöðu öðru vísi en svo, að hún spretti af því að gæslumenn sérhagsmuna — gæslumenn hinna ömurlegu orkusölu- og fjárfestingarsamninga — telji sér og sinni forneskjulegu pólitík ógnað.Samvinna gegn vám Ég er orðinn þreyttur á því að hópar fólks telji sig knúna til þess — á grundvelli annarlegra sjónarmiða — að verja mig og aðra gegn auknum lífsgæðum, aukinni fjölbreytni, meiri framþróun, samvinnu, árangri og jafnvel mannúð. Ég sé ákvörðun Kærunefndar útlendingamála um að útlendum nemanda í Hagaskóla og fjölskyldu hennar skuli vísað úr landi þessum sömu augum. Hér á, rétt eins og og í andstöðunni við orkupakkann, að verja okkur hin gegn einhverju. Hverju? Jú, hér er kenning: Veröldin er öll að þróast í átt að samvinnu. Hið sammannlega er í vexti. Við deilum menningu. Við erum tengd í símanum í lófanum okkar. Þetta er gott. Ekkert vandamál heimsins verður leyst öðruvísi en með samvinnu. Stærsta vá þjóða er ekki sú að missa sjálfstæði sitt, heldur sú að sjálfstæðum þjóðum auðnist ekki að vinna saman. Þetta sjá flestir. Svona er þróunin. Það sem við verðum vitni að— á Íslandi, Bretlandi, Bandaríkjunum — er síðasta öskur frekjunnar. Hún er að missa tökin.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun