Tekist á um kynjakvóta á ritstjórn lögreglunnar Jakob Bjarnar skrifar 15. apríl 2019 09:55 Sóley spyr Bigga löggu hvort sé svolítið undarlegt að hafa áhuga á að tengja lögreglu og samfélag betur saman en hafa ekki nægilega áhuga til þess að fá með sér breiðari hóp í verkið. Þrír karlmenn skipa ritstjórn lögreglunnar. Biggi lögga gerir ráð fyrir því að konur bætist í hópinn með tíð og tíma. Í síðustu viku var greint frá því á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að hún vilji láta til sín taka á Instagramsíðu með skemmtilegum fréttum af starfi lögreglumanna. Þetta ætlar hins vegar að reynast umdeilt og hafa verið settar fram athugasemdir við það að þeir þrír lögregluþjónar sem munu starfa sérstaklega við þetta eru allir karlmenn. Í tilkynningu segir að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé sífellt að leita leiða til að bæta þjónustuna og efla tengsl við almenning, ekki síst unga fólkið: „Þar leika samfélagsmiðlar stórt hlutverk og það hefur embættið nýtt sér óspart, en nýjasta viðbótin í þeim efnum er Instagramsíðan Samfélagslöggur. Henni stýra lögreglumennirnir Birgir Örn Guðjónsson, Hreinn Júlíus Ingvarsson og Unnar Þór Bjarnason, en vilji þeirra er að færa lögregluna nær samfélaginu og styrkja tengsl hennar við ungt fólk sérstaklega.“Gangi þeim vel að ná til ungra kvenna Í tilkynningu segir jafnframt að þeir félagar búi allir yfir mikilli reynslu þegar lögreglustarfið er annars vegar, en Hreinn og Unnar starfa á lögreglustöðinni í Kópavogi. Birgir vinnur hins vegar að samstarfs- og þróunarverkefni lögreglunnar og Hafnarfjarðarbæjar. View this post on InstagramVið kynnum, andlitin bak við þetta verkefni Fáránlega vinalegir ekki satt? Þeir Unnar, Biggi og Hreinn standa vaktina og munu leyfa ykkur að fylgjast með , taka við ábendingum og svara spurningum sem þið hafið. #samfelagsloggur #lögreglan #police #iceland #breiðholt #kópavogur #hafnarfjörður A post shared by Samfelagsloggur (@samfelagsloggur) on Apr 4, 2019 at 11:46am PDT „Samfélagslöggurnar eru hins vegar rétt að fara af stað og við vonum að þið takið þeim vel, en þremenningarnir eiga örugglega eftir að miðla til ykkar fullt af áhugaverðu efni sem verður á vegi þeirra enda er enginn dagur eins í lífi lögreglumannsins,“ segir í tilkynningunni. Þó Blaðamannafélag Íslands hafi hugsanlega sitthvað við það að athuga að þetta heiti fréttir; frásagnir og tilkynningar af sjálfum sér og sínu, er það ekki atriðið sem stendur í þeim sem vilja sérstaklega gera athugasemdir við þetta framtak á Facebook-síðu lögreglunnar. Heldur er það kynjaskipting á þessari ritstjórn lögreglunnar. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, spyr hvort ekki sé svolítið undarlegt að hafa áhuga á að tengja lögreglu og samfélag betur saman en hafa ekki nægilega áhuga til þess að fá með sér breiðari hóp í verkið: „Sæll Birgir. Er ekki svolítið undarlegt að hafa áhuga á tengja lögreglu og samfélag betur saman en hafa ekki nægilegan áhuga til að fá með sér breiðan hóp í verkið? -Hefurðu í alvörunni engar áhyggjur af því að ykkar sýn og nálgun geti verið skökk, þar sem þið eruð mjög einsleitur hópur?” Fleiri taka í sama streng og er nefnt háðslega: Gangi þeim vel að ná til ungra kvenna.Umberið okkar einhæfa kyn Birgir Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, segir „varðandi þessi kynja komment“ að téð verkefni sé alfarið sprottið af frumkvæði félaganna þriggja. „Við höfum áhuga á þessum málum og þessari nálgun í löggæslu og því fórum við af stað með það,“ segir Birgir í svari. En, Birgir er útskrifaður með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum í Akureyri. Og fjallaði sérstaklega um samfélagsmiðla í lokaritgerð sinni. „Það er grundvallaratriði í svona starfi að þeir sem því sinni gerir það af áhuga. Við gerum að sjálfsögðu ráð fyrir því og vonum að það fjölgi í þessum hópi í framtíðinni og við erum sannfærðir um að konur verði þar á meðal. Þangað til þá vona ég að þið umberið okkar einhæfa kyn,“ segir Birgir og bætir við einum broskalli.Uppfært klukkan 13:43:Sóley Tómasdóttir hafði samband við ritstjórn og taldi ranglega vitnað til orða sinna og að henni væru gerðar upp skoðanir. Fréttin hefur verið uppfræð að því leyti til að orðum hennar, eins og þau koma fyrir á Facebookvegg lögreglunnar, hefur verið bætt inn í þar sem vísað er sérstaklega til orða hennar. Lesendur sem og Sóley eru beðin velvirðingar á því ef þetta kann að hafa valdið misskilningi. Fjölmiðlar Jafnréttismál Lögreglumál Samfélagsmiðlar Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira
Í síðustu viku var greint frá því á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að hún vilji láta til sín taka á Instagramsíðu með skemmtilegum fréttum af starfi lögreglumanna. Þetta ætlar hins vegar að reynast umdeilt og hafa verið settar fram athugasemdir við það að þeir þrír lögregluþjónar sem munu starfa sérstaklega við þetta eru allir karlmenn. Í tilkynningu segir að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé sífellt að leita leiða til að bæta þjónustuna og efla tengsl við almenning, ekki síst unga fólkið: „Þar leika samfélagsmiðlar stórt hlutverk og það hefur embættið nýtt sér óspart, en nýjasta viðbótin í þeim efnum er Instagramsíðan Samfélagslöggur. Henni stýra lögreglumennirnir Birgir Örn Guðjónsson, Hreinn Júlíus Ingvarsson og Unnar Þór Bjarnason, en vilji þeirra er að færa lögregluna nær samfélaginu og styrkja tengsl hennar við ungt fólk sérstaklega.“Gangi þeim vel að ná til ungra kvenna Í tilkynningu segir jafnframt að þeir félagar búi allir yfir mikilli reynslu þegar lögreglustarfið er annars vegar, en Hreinn og Unnar starfa á lögreglustöðinni í Kópavogi. Birgir vinnur hins vegar að samstarfs- og þróunarverkefni lögreglunnar og Hafnarfjarðarbæjar. View this post on InstagramVið kynnum, andlitin bak við þetta verkefni Fáránlega vinalegir ekki satt? Þeir Unnar, Biggi og Hreinn standa vaktina og munu leyfa ykkur að fylgjast með , taka við ábendingum og svara spurningum sem þið hafið. #samfelagsloggur #lögreglan #police #iceland #breiðholt #kópavogur #hafnarfjörður A post shared by Samfelagsloggur (@samfelagsloggur) on Apr 4, 2019 at 11:46am PDT „Samfélagslöggurnar eru hins vegar rétt að fara af stað og við vonum að þið takið þeim vel, en þremenningarnir eiga örugglega eftir að miðla til ykkar fullt af áhugaverðu efni sem verður á vegi þeirra enda er enginn dagur eins í lífi lögreglumannsins,“ segir í tilkynningunni. Þó Blaðamannafélag Íslands hafi hugsanlega sitthvað við það að athuga að þetta heiti fréttir; frásagnir og tilkynningar af sjálfum sér og sínu, er það ekki atriðið sem stendur í þeim sem vilja sérstaklega gera athugasemdir við þetta framtak á Facebook-síðu lögreglunnar. Heldur er það kynjaskipting á þessari ritstjórn lögreglunnar. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, spyr hvort ekki sé svolítið undarlegt að hafa áhuga á að tengja lögreglu og samfélag betur saman en hafa ekki nægilega áhuga til þess að fá með sér breiðari hóp í verkið: „Sæll Birgir. Er ekki svolítið undarlegt að hafa áhuga á tengja lögreglu og samfélag betur saman en hafa ekki nægilegan áhuga til að fá með sér breiðan hóp í verkið? -Hefurðu í alvörunni engar áhyggjur af því að ykkar sýn og nálgun geti verið skökk, þar sem þið eruð mjög einsleitur hópur?” Fleiri taka í sama streng og er nefnt háðslega: Gangi þeim vel að ná til ungra kvenna.Umberið okkar einhæfa kyn Birgir Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, segir „varðandi þessi kynja komment“ að téð verkefni sé alfarið sprottið af frumkvæði félaganna þriggja. „Við höfum áhuga á þessum málum og þessari nálgun í löggæslu og því fórum við af stað með það,“ segir Birgir í svari. En, Birgir er útskrifaður með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum í Akureyri. Og fjallaði sérstaklega um samfélagsmiðla í lokaritgerð sinni. „Það er grundvallaratriði í svona starfi að þeir sem því sinni gerir það af áhuga. Við gerum að sjálfsögðu ráð fyrir því og vonum að það fjölgi í þessum hópi í framtíðinni og við erum sannfærðir um að konur verði þar á meðal. Þangað til þá vona ég að þið umberið okkar einhæfa kyn,“ segir Birgir og bætir við einum broskalli.Uppfært klukkan 13:43:Sóley Tómasdóttir hafði samband við ritstjórn og taldi ranglega vitnað til orða sinna og að henni væru gerðar upp skoðanir. Fréttin hefur verið uppfræð að því leyti til að orðum hennar, eins og þau koma fyrir á Facebookvegg lögreglunnar, hefur verið bætt inn í þar sem vísað er sérstaklega til orða hennar. Lesendur sem og Sóley eru beðin velvirðingar á því ef þetta kann að hafa valdið misskilningi.
Fjölmiðlar Jafnréttismál Lögreglumál Samfélagsmiðlar Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira