Allt á floti og lífshættulegar aðstæður við Dettifoss Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. apríl 2019 11:45 Svona voru aðstæður við Dettifoss í morgun. Bæst hefur í vatnsflauminn eftir því sem liðið hefur á daginn. Mynd/Sigurður Erlingsson Lífshættulegar aðstæður hafa skapast við Dettifoss eftir miklar leysingar undanfarna daga. Dettifossvegi hefur verið lokað vegna ástandsins og óvíst er hversu lengi lokunin varir. Í uppfærslu á Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs segir að vatn sé nú farið að flæða yfir Dettifossveg og um Sanddal, en ganga þarf um Sanddal frá bílastæðinu við fossinn til þess að komast að fossinum. „Það fer í raun og veru allt á flot þarna á svæðinu umhverfis fossinn. Leiðirnar sem fólk fer að þessu eru gamlir flóðafarvegir og þeir fyllast núna af vatni í þessu,“ segir Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi, í samtali við Vísi. Auk þess sem að vatnið rennur yfir Dettifossveg rennur það á köflum undir snjóbreiðunni á svæðinu sem gengið er um til þess að komast að fossinum.Dettifoss að sumri til.Vísir/VilhelmStarfsmenn Vatnajökulsþjóðgjarðs áttuðu sig á aðstæðunum í morgun en mikil hlýindi hafa verið á Norðurlandi undanfarna daga. Guðmundur segir ljóst að aðstæðurnar séu lífshættulegar reyni fólk að ganga að fossinum, því hafi sú ákvörðun verið tekin að loka Dettifossvegi, í samráði við lögreglu og Vegagerðina, og loka því fyrir aðgengi að fossinum. „Þetta er svo mikið vatnsstreymi undir snjónum. Fólk getur mögulega labbað yfir á snjónum en ef það pompar í gegn er engin leið til baka. Þetta er bara lífshættulegt. Menn átta sig ekki alveg á hættunni,“ segir Guðmundur og rifjar upp banaslys sem varð í Sveinsgili við Torfajökul árið 2016 er erlendur ferðamaður rann af snjóbrú og út í á sem rann undir hjarnið. Sem fyrr segir er óvíst hvenær vegurinn að fossinum verður opnaður aftur en Guðmundur bendir á að samskonar aðstæður hafi skapast vorið 2016. Þá var lokað fyrir aðgengi að fossinum í um einn og hálfan sólarhring. Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Samgöngur Skútustaðahreppur Þjóðgarðar Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Lífshættulegar aðstæður hafa skapast við Dettifoss eftir miklar leysingar undanfarna daga. Dettifossvegi hefur verið lokað vegna ástandsins og óvíst er hversu lengi lokunin varir. Í uppfærslu á Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs segir að vatn sé nú farið að flæða yfir Dettifossveg og um Sanddal, en ganga þarf um Sanddal frá bílastæðinu við fossinn til þess að komast að fossinum. „Það fer í raun og veru allt á flot þarna á svæðinu umhverfis fossinn. Leiðirnar sem fólk fer að þessu eru gamlir flóðafarvegir og þeir fyllast núna af vatni í þessu,“ segir Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi, í samtali við Vísi. Auk þess sem að vatnið rennur yfir Dettifossveg rennur það á köflum undir snjóbreiðunni á svæðinu sem gengið er um til þess að komast að fossinum.Dettifoss að sumri til.Vísir/VilhelmStarfsmenn Vatnajökulsþjóðgjarðs áttuðu sig á aðstæðunum í morgun en mikil hlýindi hafa verið á Norðurlandi undanfarna daga. Guðmundur segir ljóst að aðstæðurnar séu lífshættulegar reyni fólk að ganga að fossinum, því hafi sú ákvörðun verið tekin að loka Dettifossvegi, í samráði við lögreglu og Vegagerðina, og loka því fyrir aðgengi að fossinum. „Þetta er svo mikið vatnsstreymi undir snjónum. Fólk getur mögulega labbað yfir á snjónum en ef það pompar í gegn er engin leið til baka. Þetta er bara lífshættulegt. Menn átta sig ekki alveg á hættunni,“ segir Guðmundur og rifjar upp banaslys sem varð í Sveinsgili við Torfajökul árið 2016 er erlendur ferðamaður rann af snjóbrú og út í á sem rann undir hjarnið. Sem fyrr segir er óvíst hvenær vegurinn að fossinum verður opnaður aftur en Guðmundur bendir á að samskonar aðstæður hafi skapast vorið 2016. Þá var lokað fyrir aðgengi að fossinum í um einn og hálfan sólarhring.
Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Samgöngur Skútustaðahreppur Þjóðgarðar Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira