Öll börn á skólaskyldualdri eiga rétt á skólavist í skóla sem mætir þörfum þeirra Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. apríl 2019 18:45 Menntamálaráðherra segir að öll börn á skólaskyldualdri eigi rétt á skólavist í skóla sem mæti þörfum þeirra. Ástandið sé ekki ásættanlegt og við því þurfi að bregðast við. Mál einhverfrar ellefu ára stúlku sem fékk ekki skólavist í grunnskóla borgarinni hefur verið til umfjöllunar síðustu daga. Málið fékk farsælt framhald í dag þegar henni var boðin skólavist í Hamraskóla. Málið er þó ekki einstakt því fleiri börn eru í sömu stöðu og stúlkan og fá ekki skólavist sökum andlegra veikinda. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra segir mál þessara bara hafa verið til skoðunar. „Það er alveg ljóst að öll börn á skólaskyldu aldri eiga rétt á skólavist og þau eiga rétt á því að sækja skóla sem mætir þörfum þeirra,“ segir Lilja. Deildarstjóri legudeildar Barna og unglingageðdeildar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að áríðandi væri að taka miklu fyrr og miklu fastar á vanda þessara barna en nærumhverfið gerir í dag. Mál þessara barna snerta þrjú ráðuneyti. Það er heilbrigðis- félagsmála og menntamála. Ríkisstjórnin hefur unnið í því að bæta samráð á milli ráðuneyta til þess að auka þjónustu við börn. Þá sé einnig unnið að bættu samráði við sveitarfélög vegna grunnskólanna. „Við verðum öll sem samfélag að takast á við þessa áskorun. Þetta er ekki ásættanlegt og ég tel að við getum gert betur og þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa verið að grípa til og vilja gera betur í þessum málaflokki þær munu skila góðum árangri,“ segir Lilja. Lilja segir að alltaf séu til dæmi í skólakerfinu sem hlúa þurfi betur að og að þetta sé eitt af þeim. „Nú er verið að gera það og ég er sannfærð um það að það muni finnast mjög góð lausn á þessu og við eigum að hafa metnað til að gera það,“ segir Lilja. Félagsmál Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórfaldri vinnu en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Menntamálaráðherra segir að öll börn á skólaskyldualdri eigi rétt á skólavist í skóla sem mæti þörfum þeirra. Ástandið sé ekki ásættanlegt og við því þurfi að bregðast við. Mál einhverfrar ellefu ára stúlku sem fékk ekki skólavist í grunnskóla borgarinni hefur verið til umfjöllunar síðustu daga. Málið fékk farsælt framhald í dag þegar henni var boðin skólavist í Hamraskóla. Málið er þó ekki einstakt því fleiri börn eru í sömu stöðu og stúlkan og fá ekki skólavist sökum andlegra veikinda. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra segir mál þessara bara hafa verið til skoðunar. „Það er alveg ljóst að öll börn á skólaskyldu aldri eiga rétt á skólavist og þau eiga rétt á því að sækja skóla sem mætir þörfum þeirra,“ segir Lilja. Deildarstjóri legudeildar Barna og unglingageðdeildar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að áríðandi væri að taka miklu fyrr og miklu fastar á vanda þessara barna en nærumhverfið gerir í dag. Mál þessara barna snerta þrjú ráðuneyti. Það er heilbrigðis- félagsmála og menntamála. Ríkisstjórnin hefur unnið í því að bæta samráð á milli ráðuneyta til þess að auka þjónustu við börn. Þá sé einnig unnið að bættu samráði við sveitarfélög vegna grunnskólanna. „Við verðum öll sem samfélag að takast á við þessa áskorun. Þetta er ekki ásættanlegt og ég tel að við getum gert betur og þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa verið að grípa til og vilja gera betur í þessum málaflokki þær munu skila góðum árangri,“ segir Lilja. Lilja segir að alltaf séu til dæmi í skólakerfinu sem hlúa þurfi betur að og að þetta sé eitt af þeim. „Nú er verið að gera það og ég er sannfærð um það að það muni finnast mjög góð lausn á þessu og við eigum að hafa metnað til að gera það,“ segir Lilja.
Félagsmál Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórfaldri vinnu en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36