Formaðurinn segir málið ekki beinast persónulega gegn Jóni Steinari Jakob Bjarnar skrifar 16. apríl 2019 10:28 Berglind Svavarsdóttir segir málið snúast um stöðu félagsins en ekki að það beinist persónulega gegn heiðursfélaganum Jóni Steinari. „Þetta mál snýst um stöðu félagsins sem slíks,“ segir Berglind Svavarsdóttur, formanni Lögmannafélags Íslands.Vísir greindi í gær fá áfrýjunarbeiðni Lögmannafélags Íslands í máli þess gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni. Hann hlaut áminningu frá félaginu, sem hann kærði. Landsréttur snéri nýlega við dómi sem féll í héraði Jóni í vil; niðurstaðan er sú að Lögmannafélagið hefði ekki lögsögu í téðu máli.Hafnar því alfarið að um aðför sé að ræða Björgvin Þorsteinsson, lögmaður Jóns Steinars, gagnrýndi harðlega þá ákvörðun stjórnar að leitast við að málið rati fyrir Hæstarétt Íslands, hann sagði nóg komið og málið væri reyndar félaginu til skammar. Berglind segir það rétt, að þeir félagar Björgvin og Jón Steinar séu ekkert lambið að leika sér við.Jón Steinar og Björgvin skilja ekkert á hvaða vegferð Lögmannafélagið er. Þar er formaður Berglind Svavarsdótti sem hér sést ásamt þeim Davíð Þór Björgvinssyni og Benedikt Bogasyni á málþingi um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli dómara Landsréttar.„En, þetta snýst um heimild félagsins til að fylgja eftir eftirlits og agavaldi sem því er fengið samkvæmt lögum, samþykktum og siðareglum. Snýst bara um heimild félagsins – ekki um persónuna.“En, nú telur Jón Steinar þetta einhvers konar hluta af aðför að sér í kjölfar gagnrýni hans á dómstóla?„Ég mótmæli því algerlega. Málið er lagatæknilegs eðlis frekar en að þetta snúist um persónu. Þetta snýst um stöðu félagsins. Svo er það þannig að stjórnin hefur ákveðið að sækja um áfrýjunarleyfi. Við vitum ekki hvort það verður veitt. Og meðan það er til meðferðar í kerfinu tel ég ekki rétt að tjá mig nánar um það,“ segir Berglind. Hún vill alls ekki persónugera málið.Kostnaðurinn mun koma í ljós á aðalfundiEn, almennt frá sjónarhóli leikmanns þá skýtur það skökku við, sé litið til hinnar nauðsynlegu virðingar sem dómstólar þurfa að njóta í réttarríki, að Lögmannafélagið efist um niðurstöðu Landsréttar? „Já, það er sjónarmið. En, við erum nú komin með þessi þrjú dómsstig. Við teljum að þetta mál hafi annars vegar verulegt almennt gildi og varði mikilvæga hagsmuni félagsins; að fá vitneskju um stöðu þess. Þannig teljum skilyrði að sækja um þetta áfrýjunarleyfi. Sem verður bara að koma í ljós hvort verður veitt.“ Björgvin spyr hvað þetta kosti félagið?„Ég er bara því miður ekki með takteinum. En, þetta kemur væntanlega upp á aðalfundi félagsins, um leið og farið verður yfir reikninga félagsins. Þá upplýsist það. Þeir munu væntanlega mæta þar.“ Dómsmál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lögmannafélag Íslands unir ekki dómi Landsréttar Lögmannafélagið er ekki tilbúið að sleppa Jóni Steinari þó fyrir liggi dómur Landsréttar um að áminning félagsins á hendur honum standist ekki. 15. apríl 2019 14:53 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
„Þetta mál snýst um stöðu félagsins sem slíks,“ segir Berglind Svavarsdóttur, formanni Lögmannafélags Íslands.Vísir greindi í gær fá áfrýjunarbeiðni Lögmannafélags Íslands í máli þess gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni. Hann hlaut áminningu frá félaginu, sem hann kærði. Landsréttur snéri nýlega við dómi sem féll í héraði Jóni í vil; niðurstaðan er sú að Lögmannafélagið hefði ekki lögsögu í téðu máli.Hafnar því alfarið að um aðför sé að ræða Björgvin Þorsteinsson, lögmaður Jóns Steinars, gagnrýndi harðlega þá ákvörðun stjórnar að leitast við að málið rati fyrir Hæstarétt Íslands, hann sagði nóg komið og málið væri reyndar félaginu til skammar. Berglind segir það rétt, að þeir félagar Björgvin og Jón Steinar séu ekkert lambið að leika sér við.Jón Steinar og Björgvin skilja ekkert á hvaða vegferð Lögmannafélagið er. Þar er formaður Berglind Svavarsdótti sem hér sést ásamt þeim Davíð Þór Björgvinssyni og Benedikt Bogasyni á málþingi um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli dómara Landsréttar.„En, þetta snýst um heimild félagsins til að fylgja eftir eftirlits og agavaldi sem því er fengið samkvæmt lögum, samþykktum og siðareglum. Snýst bara um heimild félagsins – ekki um persónuna.“En, nú telur Jón Steinar þetta einhvers konar hluta af aðför að sér í kjölfar gagnrýni hans á dómstóla?„Ég mótmæli því algerlega. Málið er lagatæknilegs eðlis frekar en að þetta snúist um persónu. Þetta snýst um stöðu félagsins. Svo er það þannig að stjórnin hefur ákveðið að sækja um áfrýjunarleyfi. Við vitum ekki hvort það verður veitt. Og meðan það er til meðferðar í kerfinu tel ég ekki rétt að tjá mig nánar um það,“ segir Berglind. Hún vill alls ekki persónugera málið.Kostnaðurinn mun koma í ljós á aðalfundiEn, almennt frá sjónarhóli leikmanns þá skýtur það skökku við, sé litið til hinnar nauðsynlegu virðingar sem dómstólar þurfa að njóta í réttarríki, að Lögmannafélagið efist um niðurstöðu Landsréttar? „Já, það er sjónarmið. En, við erum nú komin með þessi þrjú dómsstig. Við teljum að þetta mál hafi annars vegar verulegt almennt gildi og varði mikilvæga hagsmuni félagsins; að fá vitneskju um stöðu þess. Þannig teljum skilyrði að sækja um þetta áfrýjunarleyfi. Sem verður bara að koma í ljós hvort verður veitt.“ Björgvin spyr hvað þetta kosti félagið?„Ég er bara því miður ekki með takteinum. En, þetta kemur væntanlega upp á aðalfundi félagsins, um leið og farið verður yfir reikninga félagsins. Þá upplýsist það. Þeir munu væntanlega mæta þar.“
Dómsmál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lögmannafélag Íslands unir ekki dómi Landsréttar Lögmannafélagið er ekki tilbúið að sleppa Jóni Steinari þó fyrir liggi dómur Landsréttar um að áminning félagsins á hendur honum standist ekki. 15. apríl 2019 14:53 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Lögmannafélag Íslands unir ekki dómi Landsréttar Lögmannafélagið er ekki tilbúið að sleppa Jóni Steinari þó fyrir liggi dómur Landsréttar um að áminning félagsins á hendur honum standist ekki. 15. apríl 2019 14:53