Góð kjör almennings enn þá aðaláhugamálið Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. apríl 2019 16:50 Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. Fréttablaðið/Ernir „Það er fullsnemmt að segja, það er ekki ákveðið,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, inntur eftir því hvað taki við hjá honum þegar hann lætur af störfum hjá fyrirtækinu um mánaðamótin. Í tilkynningu um starfslok Þórarins sem stjórn IKEA sendi út í dag segir að eigendur og stjórn IKEA hafi áform um að starfa með honum á öðrum vettvangi. Þórarinn vill lítið gefa upp um þann vettvang en segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika. „Þetta þýðir meira að ég er að hætta í sátt og samlyndi við menn,“ segir Þórarinn. Áherslur hans í viðskiptum hafi þó hvergi breyst. „Aðaláhugamál mitt er enn þá góð kjör til almennings.“ Vonast Þórarinn til að hlúa áfram að þessu áhugamáli sínu, á hvaða vettvangi sem það kunni að verða. Þórarinn tók við starfi framkvæmdastjóra IKEA árið 2006 en áður hafði hann starfað sem bakarameistari og yfirbakari hjá Sveini bakara og sem verslunar-, framkvæmda- og rekstrarstjóri hjá Domino´s á Íslandi og í Danmörku. Hann hefur undanfarið ár viðrað skoðanir sínar um atvinnurekstur á Íslandi og fór til að mynda mikinn á Málþingi ASÍ og Neytendasamtakanna á dögum þar sem hann gagnrýndi verðlag á íslenskum veitingastöðum. Þá fóru orð hans um ferðaþjónustuna hér á landi öfugt ofan í Samtök ferðaþjónustunnar í október síðastliðnum. Þórarinn hélt ræðu á landbúnaðarsýningu sem haldin var í Laugardalshöll þar sem hann sagði ferðaþjónustuaðila okra á ferðamönnum sem gerði það að verkum að þeir eyði minna hér á landi. Ljóst er að Þórarinn segir ekki alfarið skilið við IKEA þegar hann lætur af störfum en hann mun taka sæti í stjórn fyrirtækisins við starfslok. Í tilkynningu frá stjórninni sem send var út í dag segir að undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins sé þegar hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum. IKEA Neytendur Vistaskipti Tengdar fréttir Þórarinn tekur sæti í stjórn IKEA Undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, er hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn IKEA. 16. apríl 2019 15:24 Þórarinn hættir hjá IKEA Hefur starfað hjá sænska verslunarrisanum í fjölda ára. 16. apríl 2019 11:42 Telur Dominos geta stórlækkað verð Facebook-færsla Gunnars Smára þar sem hann ber saman verð á margaríta-pítsum á milli landa hefur vakið töluverða athygli. Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi telur að eigendur pítsastaða hér á landi séu ekki að okra á landsmönnum, en að hans mati væri gáfulegra að lækka verð á pítsum til þess að selja meira. 2. apríl 2019 13:00 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
„Það er fullsnemmt að segja, það er ekki ákveðið,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, inntur eftir því hvað taki við hjá honum þegar hann lætur af störfum hjá fyrirtækinu um mánaðamótin. Í tilkynningu um starfslok Þórarins sem stjórn IKEA sendi út í dag segir að eigendur og stjórn IKEA hafi áform um að starfa með honum á öðrum vettvangi. Þórarinn vill lítið gefa upp um þann vettvang en segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika. „Þetta þýðir meira að ég er að hætta í sátt og samlyndi við menn,“ segir Þórarinn. Áherslur hans í viðskiptum hafi þó hvergi breyst. „Aðaláhugamál mitt er enn þá góð kjör til almennings.“ Vonast Þórarinn til að hlúa áfram að þessu áhugamáli sínu, á hvaða vettvangi sem það kunni að verða. Þórarinn tók við starfi framkvæmdastjóra IKEA árið 2006 en áður hafði hann starfað sem bakarameistari og yfirbakari hjá Sveini bakara og sem verslunar-, framkvæmda- og rekstrarstjóri hjá Domino´s á Íslandi og í Danmörku. Hann hefur undanfarið ár viðrað skoðanir sínar um atvinnurekstur á Íslandi og fór til að mynda mikinn á Málþingi ASÍ og Neytendasamtakanna á dögum þar sem hann gagnrýndi verðlag á íslenskum veitingastöðum. Þá fóru orð hans um ferðaþjónustuna hér á landi öfugt ofan í Samtök ferðaþjónustunnar í október síðastliðnum. Þórarinn hélt ræðu á landbúnaðarsýningu sem haldin var í Laugardalshöll þar sem hann sagði ferðaþjónustuaðila okra á ferðamönnum sem gerði það að verkum að þeir eyði minna hér á landi. Ljóst er að Þórarinn segir ekki alfarið skilið við IKEA þegar hann lætur af störfum en hann mun taka sæti í stjórn fyrirtækisins við starfslok. Í tilkynningu frá stjórninni sem send var út í dag segir að undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins sé þegar hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum.
IKEA Neytendur Vistaskipti Tengdar fréttir Þórarinn tekur sæti í stjórn IKEA Undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, er hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn IKEA. 16. apríl 2019 15:24 Þórarinn hættir hjá IKEA Hefur starfað hjá sænska verslunarrisanum í fjölda ára. 16. apríl 2019 11:42 Telur Dominos geta stórlækkað verð Facebook-færsla Gunnars Smára þar sem hann ber saman verð á margaríta-pítsum á milli landa hefur vakið töluverða athygli. Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi telur að eigendur pítsastaða hér á landi séu ekki að okra á landsmönnum, en að hans mati væri gáfulegra að lækka verð á pítsum til þess að selja meira. 2. apríl 2019 13:00 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Þórarinn tekur sæti í stjórn IKEA Undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, er hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn IKEA. 16. apríl 2019 15:24
Þórarinn hættir hjá IKEA Hefur starfað hjá sænska verslunarrisanum í fjölda ára. 16. apríl 2019 11:42
Telur Dominos geta stórlækkað verð Facebook-færsla Gunnars Smára þar sem hann ber saman verð á margaríta-pítsum á milli landa hefur vakið töluverða athygli. Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi telur að eigendur pítsastaða hér á landi séu ekki að okra á landsmönnum, en að hans mati væri gáfulegra að lækka verð á pítsum til þess að selja meira. 2. apríl 2019 13:00